Skráðu nöfn kjósenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 28. október 2006 15:23 Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. "Helstu rök fyrir beiðni þessari eru annars vegar að minnka óþarfa áreiti og ónæði á sjálfstæðisfólk laugardaginn 28. október þ.e. seinni dag prófkjörs og hins vegar hljóta þessar upplýsingar að vera til þess fallnar að auðvelda vinnu frambjóðenda og stuðningsmanna," sagði í bréfi frá kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs. Kjörstjórn taldi ekki mögulegt að verða við þessari beiðni vegna annarra verkefna sem starfsfólk þyrfti að sinna. "Yfirkjörstjórn vekur hins vegar athygli frambjóðenda á því að fulltrúum þeirra að velkomið að fylgjast með framkvæmd kosninganna í hverju kjörhverfi fyrir sig, svo framarlega sem viðvera fulltrúanna trufli ekki eða tefji kosninguna," sagði í bréfi sem sent var frambjóðendum klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Fulltrúar frambjóðenda, sem haft var samband við, eru ekki ánægðir með þessa afgreiðslu og stuttan fyrirvara sem gefinn var til að skipa fulltrúa í kjördeildir. Einnig benda þeir á að ótækt sé að farið sé með þessar upplýsingar úr kjördeildum á meðan á kjörfundi stendur. Það hafi verið tekin ákvörðun innan Sjálfstæðisflokksins að viðhafa ekki þessi vinnubrögð í almennum kosningum. Þetta hafi vakið úlfúð meðal kjósenda, sem töldu njósnað um sig, og einnig hafi persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeildum. "Það er álit Persónuverndar að umboðsmönnum framboðslista sé heimil viðvera í kjördeildum og að merkja í kjörskrá við þá sem koma og nýta atkvæðarétt sinn. Hins vegar telur Persónuvernd þeim vera óheimilt að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram, t.d. tryggja að umboðsmenn framboðslistanna geti rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með því að þeir einir sem eru á kjörskrá greiði atkvæði og að enginn greiði atkvæði oftar en einu sinni," segir í áliti Persónuverndar frá árinu 2003. Innlent Stj.mál Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. "Helstu rök fyrir beiðni þessari eru annars vegar að minnka óþarfa áreiti og ónæði á sjálfstæðisfólk laugardaginn 28. október þ.e. seinni dag prófkjörs og hins vegar hljóta þessar upplýsingar að vera til þess fallnar að auðvelda vinnu frambjóðenda og stuðningsmanna," sagði í bréfi frá kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs. Kjörstjórn taldi ekki mögulegt að verða við þessari beiðni vegna annarra verkefna sem starfsfólk þyrfti að sinna. "Yfirkjörstjórn vekur hins vegar athygli frambjóðenda á því að fulltrúum þeirra að velkomið að fylgjast með framkvæmd kosninganna í hverju kjörhverfi fyrir sig, svo framarlega sem viðvera fulltrúanna trufli ekki eða tefji kosninguna," sagði í bréfi sem sent var frambjóðendum klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Fulltrúar frambjóðenda, sem haft var samband við, eru ekki ánægðir með þessa afgreiðslu og stuttan fyrirvara sem gefinn var til að skipa fulltrúa í kjördeildir. Einnig benda þeir á að ótækt sé að farið sé með þessar upplýsingar úr kjördeildum á meðan á kjörfundi stendur. Það hafi verið tekin ákvörðun innan Sjálfstæðisflokksins að viðhafa ekki þessi vinnubrögð í almennum kosningum. Þetta hafi vakið úlfúð meðal kjósenda, sem töldu njósnað um sig, og einnig hafi persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeildum. "Það er álit Persónuverndar að umboðsmönnum framboðslista sé heimil viðvera í kjördeildum og að merkja í kjörskrá við þá sem koma og nýta atkvæðarétt sinn. Hins vegar telur Persónuvernd þeim vera óheimilt að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram, t.d. tryggja að umboðsmenn framboðslistanna geti rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með því að þeir einir sem eru á kjörskrá greiði atkvæði og að enginn greiði atkvæði oftar en einu sinni," segir í áliti Persónuverndar frá árinu 2003.
Innlent Stj.mál Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira