Lyktarmengun standi vexti bæjarins fyrir þrifum 27. október 2006 15:00 Þorlákshöfn MYND/Einar Elíasson Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar Ölfuss að "um langa hríð hafi verið mikil óánægja með þá miklu lyktarmengun sem verksmiðjunni fylgir. Kveður svo rammt að að þegar vindur stendur af verksmiðjunni yfir íbúabyggðina er ómögulegt að hafa opna glugga og illbærilegt að vera utanhúss." "Verksmiðjan hefur verið rekin um árabil og undanfarið á tímabundnu starfsleyfi. Ýmiss skilyrði og áætlanir um úrbætur hafa verið sett. Þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert dregið úr lyktarmengun frá fyrirtækinu," segir í bókuninni. Bæjarstjórnin álítur því ekki ásættanlegt að starfsleyfi verði veitt nú til 18 mánaða. Í starfsleyfinu sem nú er til kynningar liggur fyrir að ráðist verði í byggingu þvotta- og þéttiturna fyrir starfsemina. Bæjarstjórnin telur þetta óásættanlegt þar sem óljóst er hvort þessar framkvæmdir muni draga úr lyktarmengun og tekur fram að slíkar framkvæmdir taki alltaf einhvern tíma. Að mati bæjarstjórnar stendur lyktarmengunin vexti bæjarins fyrir þrifum. "Erfitt sé að laða að fyrirtæki í ferðaþjónustu þegar stóran hluta ársins liggur sterk lykt frá viðkomandi rekstri yfir bæjarfélaginu..... Er því möguleiki á að ef áframhaldandi lyktarmengun verður látin líðast frá viðkomandi verksmiðju gæti það leitt til skaðabótakrafna frá langþreyttum nágrönnum," segir ennfremur í bókuninni sem líkur á kröfu bæjarstjórnarinnar, "að viðkomandi starfsleyfi verði ekki veitt í óþökk hennar". Innlent Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar Ölfuss að "um langa hríð hafi verið mikil óánægja með þá miklu lyktarmengun sem verksmiðjunni fylgir. Kveður svo rammt að að þegar vindur stendur af verksmiðjunni yfir íbúabyggðina er ómögulegt að hafa opna glugga og illbærilegt að vera utanhúss." "Verksmiðjan hefur verið rekin um árabil og undanfarið á tímabundnu starfsleyfi. Ýmiss skilyrði og áætlanir um úrbætur hafa verið sett. Þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert dregið úr lyktarmengun frá fyrirtækinu," segir í bókuninni. Bæjarstjórnin álítur því ekki ásættanlegt að starfsleyfi verði veitt nú til 18 mánaða. Í starfsleyfinu sem nú er til kynningar liggur fyrir að ráðist verði í byggingu þvotta- og þéttiturna fyrir starfsemina. Bæjarstjórnin telur þetta óásættanlegt þar sem óljóst er hvort þessar framkvæmdir muni draga úr lyktarmengun og tekur fram að slíkar framkvæmdir taki alltaf einhvern tíma. Að mati bæjarstjórnar stendur lyktarmengunin vexti bæjarins fyrir þrifum. "Erfitt sé að laða að fyrirtæki í ferðaþjónustu þegar stóran hluta ársins liggur sterk lykt frá viðkomandi rekstri yfir bæjarfélaginu..... Er því möguleiki á að ef áframhaldandi lyktarmengun verður látin líðast frá viðkomandi verksmiðju gæti það leitt til skaðabótakrafna frá langþreyttum nágrönnum," segir ennfremur í bókuninni sem líkur á kröfu bæjarstjórnarinnar, "að viðkomandi starfsleyfi verði ekki veitt í óþökk hennar".
Innlent Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira