Microsoft skilaði óvænt auknum hagnaði 26. október 2006 23:40 Frá kynningu á Windows Vista á síðasta ári. Mynd/Getty Images Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði 3,48 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir ríflega 237 milljörðum íslenskra króna, sem er nokkuð meira en greiningaraðilar spáðu. Til samanburðar nam hagnaður fyrirtækisins á sama tíma í fyrra 3,14 milljörðum dala eða rétt rúmlega 214 milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins námu 10,8 milljörðum dala eða rúmlega 736 milljörðum íslenskra króna sem er 11 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nemur 35 sentum á hvern hlut í Microsoft á tímabilinu en greiningaraðilar á Wall Street í New York í Bandaríkjunum höfðu reiknað með 31 senti á hlut. Sögðu þeir að hagnaðurinn hefði einungis getað aukist ef útgáfa á nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows Vista, hefði ekki tafist. Að sögn Microsoft liggur aukinn hagnaður einna helst í aukinni sölu á hugbúnaðarlausnunum á borð við SQL Server. Nýjasta stýrikerfi Microsoft kemur út í lok ársins. Fyrirtækjaútgáfan kemur út í nóvember en einstaklingsútgáfan í janúar. Upphaflega stóð hins vegar til að gefa stýrikerfið út í ágúst á þessu ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði 3,48 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir ríflega 237 milljörðum íslenskra króna, sem er nokkuð meira en greiningaraðilar spáðu. Til samanburðar nam hagnaður fyrirtækisins á sama tíma í fyrra 3,14 milljörðum dala eða rétt rúmlega 214 milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins námu 10,8 milljörðum dala eða rúmlega 736 milljörðum íslenskra króna sem er 11 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nemur 35 sentum á hvern hlut í Microsoft á tímabilinu en greiningaraðilar á Wall Street í New York í Bandaríkjunum höfðu reiknað með 31 senti á hlut. Sögðu þeir að hagnaðurinn hefði einungis getað aukist ef útgáfa á nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows Vista, hefði ekki tafist. Að sögn Microsoft liggur aukinn hagnaður einna helst í aukinni sölu á hugbúnaðarlausnunum á borð við SQL Server. Nýjasta stýrikerfi Microsoft kemur út í lok ársins. Fyrirtækjaútgáfan kemur út í nóvember en einstaklingsútgáfan í janúar. Upphaflega stóð hins vegar til að gefa stýrikerfið út í ágúst á þessu ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira