Hvalveiðar skaða Icelandair 26. október 2006 19:23 Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið. Icelandair hefur mikla hagsmuni að verja í hvalveiðimálinu og hefur ekki farið varhluta af andúð erlendis gegn þessum veiðum. Nýverið skipti félagið um eigendur í tugmilljarða viðskiptum þar sem miklum sóknarhug var lýst. Finnur Ingólfsson, einn af þeim sem voru í forsvari fyrir kjölfestufjárfestana lýsti miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í samtali við fréttastofu og sagði hana geta sett strik í reikninginn í vexti og viðgangi fyrirtækisins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir þessa ákvörðun vanhugsaða og segir að stjórnvöld verði að gera gangskör í að kynna hvað búi að baki. Hann segir engum vafa undirorpið að mögulega sé verið að fórna miklum hagsmunum enda velti ferðaþjónustan í landinu allt að hundrað milljónum króna á ári. Jón segir að fyrsta afbókunin frá stórum ferðaheildsala hafi borist í dag. Sendiherra Ísland í Lundúnum var kallaður á fund Ben Bradshaw sjávarútvegsráðherra Breta þar sem hann ítrekaði andúð - ef ekki andstyggð - breska ríkisins á hvalveiðum íslendinga. Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæmdu þessa ákvörðun Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra í dag og skorðu á Sturlu Böðvarsson, ráðherra ferðamála að beita sér fyrir endurskoðun ákvörðunarinnar í ríkisstjórninni. Stefán Guðmundsson sem rekur hvalaskoðunarfyrirtæki harmar þessar hvalveiðar - telur þær vera skðaræði - en leggur til millileið. Hann telur að rétt sé að skilgreina risastór griðarsvæð fyrir hvali í grennd við landið þar sem hvalveiðar verði bannaðar. Ef menn vilji veiða hvali eigi að gera það af frystitogurum þar sem hvalirnir eru skornir um borð og koma helst ekki að landi nema í "pappakössum" - jafnvel í skjóli nætur. Fréttir Innlent Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið. Icelandair hefur mikla hagsmuni að verja í hvalveiðimálinu og hefur ekki farið varhluta af andúð erlendis gegn þessum veiðum. Nýverið skipti félagið um eigendur í tugmilljarða viðskiptum þar sem miklum sóknarhug var lýst. Finnur Ingólfsson, einn af þeim sem voru í forsvari fyrir kjölfestufjárfestana lýsti miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í samtali við fréttastofu og sagði hana geta sett strik í reikninginn í vexti og viðgangi fyrirtækisins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir þessa ákvörðun vanhugsaða og segir að stjórnvöld verði að gera gangskör í að kynna hvað búi að baki. Hann segir engum vafa undirorpið að mögulega sé verið að fórna miklum hagsmunum enda velti ferðaþjónustan í landinu allt að hundrað milljónum króna á ári. Jón segir að fyrsta afbókunin frá stórum ferðaheildsala hafi borist í dag. Sendiherra Ísland í Lundúnum var kallaður á fund Ben Bradshaw sjávarútvegsráðherra Breta þar sem hann ítrekaði andúð - ef ekki andstyggð - breska ríkisins á hvalveiðum íslendinga. Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæmdu þessa ákvörðun Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra í dag og skorðu á Sturlu Böðvarsson, ráðherra ferðamála að beita sér fyrir endurskoðun ákvörðunarinnar í ríkisstjórninni. Stefán Guðmundsson sem rekur hvalaskoðunarfyrirtæki harmar þessar hvalveiðar - telur þær vera skðaræði - en leggur til millileið. Hann telur að rétt sé að skilgreina risastór griðarsvæð fyrir hvali í grennd við landið þar sem hvalveiðar verði bannaðar. Ef menn vilji veiða hvali eigi að gera það af frystitogurum þar sem hvalirnir eru skornir um borð og koma helst ekki að landi nema í "pappakössum" - jafnvel í skjóli nætur.
Fréttir Innlent Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira