Ímynd Íslands skaðist af hvalveiðum 25. október 2006 20:30 Ímynd landsins er verðmætasta auðlind íslensku þjóðarinnar, segir talsmaður ferðaþjónustunnar og íslensk stjórnvöld eru að taka þá áhættu að stórskaða hana með hvalveiðum. Á heimasíðu Greenpeace hafa 90 þúsund manns heitið því að íhuga alvarlega að sækja Ísland heim ef þjóðin hættir hvalveiðum. Þriðja langreyðurin var skotin við Snæfellsnes í dag. Ferðþjónustan gagnrýnir að stjórnvöld hafi ekkert kynnt fyrirhugaðar hvalveiðar og undirbúið nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að hindra stórskaða. Miklir hagsmunir séu í húfi og mikil efnahagsleg rök þurfi að vera fyrir því að hefja hvalveiðar. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mikið kynningarstarf þurfi að vinna hjá helstu viðskiptaþjóðum Íslands áður en ákvörðun sem þessi sé tekin. Það starf hafi ekki verið unnið í þetta sinn. Ef svo sé hafi það farið fram hjá samtökunum og almenningi. Erna segir engan þurfa að ímynda sér það að umheimurinn skipti um skóðun þó honum sé bent á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins. Erna telur að stjórnvöld séu að taka verulega áhættu á því að skaða hina "sönnu auðlind" þjóðarinnar - ímyndina - sem sér verðmætasta auðlind Íslendinga. Hún skaðist vegna hvalveiða. Erna segir það taka mjög langan tíma að byggja upp ímynd en stuttan tíma að rífa hana niður. Svo sé afar erfitt að byggja hana upp aftur. Greenpeace talar sömu röddu og íslenska ferðaþjónustan. Samtökin ætla ekki að senda hingað skip og reyna að hindra hvalveiðar með þeim hætti. Þess í stað hafa samtökin farið framá að almenningur skrái á heimasíðu sína fyrirheit um að íhuga alvarlega að heimsækja ísland - ef íslendingar hætta hvalveiðum. 90 þúsund manns hafa skráð sig á heimasíðu Grænfriðunga og heitið því að koma í Íslands ef Íslendingar hætti að veiða hvali. Frá því byrjað var að veiða hvali aftur í atvinnuskyni fyrir viku hafa 20 þúsund manns bætts við á þennan lista. Hvalveiðar skiluðu þegar mest var um fjórum milljónum Bandaríkjadala, segir Greenpeace og fullyrða að fyrheitin um túrismann skila miklu meiru efnahagslega. Frode Pleym, talsmaður Greenpeace, segir að samtökin telji að val Íslendinga standi á milli hvalafurða, sem ekki sé hægt að selja á markaði, hvorki á Íslandi né í Japan, og mikillar aukningar á tekjum af ferðamönnum. Það er í gegnum fólk sem vilji ferðast til Íslands ef hvalveiðum verði hætt. Frode segir um miklar fjárhæðir að ræða, upphæðir sem séu miklu hærri en tekjur af hvalveiðum þegar þær voru mestar. 87 þúsund manns hafi skráð sig á lista yfir þá sem vilji ferðast til Íslands verði hvalveiðum hætt. Þetta séu 100 milljónir bandaríkjadala í tekjur af ferðamönnum og ferðaskrifstofur segi vægt áætlað að minnst 10% þessara farþega komi til landsins. Það geri 10 milljónir bandaríkjadala, eða miklu meira en hvalveiðar hafi nokkru sinni gefið af sér. Fréttir Innlent Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ímynd landsins er verðmætasta auðlind íslensku þjóðarinnar, segir talsmaður ferðaþjónustunnar og íslensk stjórnvöld eru að taka þá áhættu að stórskaða hana með hvalveiðum. Á heimasíðu Greenpeace hafa 90 þúsund manns heitið því að íhuga alvarlega að sækja Ísland heim ef þjóðin hættir hvalveiðum. Þriðja langreyðurin var skotin við Snæfellsnes í dag. Ferðþjónustan gagnrýnir að stjórnvöld hafi ekkert kynnt fyrirhugaðar hvalveiðar og undirbúið nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að hindra stórskaða. Miklir hagsmunir séu í húfi og mikil efnahagsleg rök þurfi að vera fyrir því að hefja hvalveiðar. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mikið kynningarstarf þurfi að vinna hjá helstu viðskiptaþjóðum Íslands áður en ákvörðun sem þessi sé tekin. Það starf hafi ekki verið unnið í þetta sinn. Ef svo sé hafi það farið fram hjá samtökunum og almenningi. Erna segir engan þurfa að ímynda sér það að umheimurinn skipti um skóðun þó honum sé bent á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins. Erna telur að stjórnvöld séu að taka verulega áhættu á því að skaða hina "sönnu auðlind" þjóðarinnar - ímyndina - sem sér verðmætasta auðlind Íslendinga. Hún skaðist vegna hvalveiða. Erna segir það taka mjög langan tíma að byggja upp ímynd en stuttan tíma að rífa hana niður. Svo sé afar erfitt að byggja hana upp aftur. Greenpeace talar sömu röddu og íslenska ferðaþjónustan. Samtökin ætla ekki að senda hingað skip og reyna að hindra hvalveiðar með þeim hætti. Þess í stað hafa samtökin farið framá að almenningur skrái á heimasíðu sína fyrirheit um að íhuga alvarlega að heimsækja ísland - ef íslendingar hætta hvalveiðum. 90 þúsund manns hafa skráð sig á heimasíðu Grænfriðunga og heitið því að koma í Íslands ef Íslendingar hætti að veiða hvali. Frá því byrjað var að veiða hvali aftur í atvinnuskyni fyrir viku hafa 20 þúsund manns bætts við á þennan lista. Hvalveiðar skiluðu þegar mest var um fjórum milljónum Bandaríkjadala, segir Greenpeace og fullyrða að fyrheitin um túrismann skila miklu meiru efnahagslega. Frode Pleym, talsmaður Greenpeace, segir að samtökin telji að val Íslendinga standi á milli hvalafurða, sem ekki sé hægt að selja á markaði, hvorki á Íslandi né í Japan, og mikillar aukningar á tekjum af ferðamönnum. Það er í gegnum fólk sem vilji ferðast til Íslands ef hvalveiðum verði hætt. Frode segir um miklar fjárhæðir að ræða, upphæðir sem séu miklu hærri en tekjur af hvalveiðum þegar þær voru mestar. 87 þúsund manns hafi skráð sig á lista yfir þá sem vilji ferðast til Íslands verði hvalveiðum hætt. Þetta séu 100 milljónir bandaríkjadala í tekjur af ferðamönnum og ferðaskrifstofur segi vægt áætlað að minnst 10% þessara farþega komi til landsins. Það geri 10 milljónir bandaríkjadala, eða miklu meira en hvalveiðar hafi nokkru sinni gefið af sér.
Fréttir Innlent Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira