Torfæruhjól skemma reiðgötur 25. október 2006 18:11 Reiðgötur, víða um land, eru orðnar að slysagildrum af völdum fólks sem spænir þær upp á torfæruhjólum, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. Alvarlegum slysum á hestamönnum hefur fjölgað. Átta alvarleg slys hafa orðið á innan við ári á hestamönnum sem hafa hlotið mænu- eða heilaskaða. Ýmsar ástæður liggja að baki þeim slysum en Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Landssambandsins hefur áhyggjur af því að skemmdir á reiðgötum eigi eftir að valda alvarlegum slysum. "Þessi torfæruhjól sem virðast tröllríða öllu í dag. Þeir nota reiðvegina okkar til þess að ferðast á milli staða, oftast á ónúmeruðum hjólum og þar af leiðandi ótryggðum og valda stórskemmdum á reiðvegum. Ríkið, sveitarfélög og landssambandið eru að leggja á annað hundrað milljóna á ári í reiðvegina og svo spólast þetta upp, sérstaklega á vorin og reiðvegirnir verða hreinlega ónýtir á eftir." Jón Albert segir að einn af hverjum fimm ferðamönnum noti íslenska hestinn og það skili þjóðarbúinu allt að tíu milljörðum. "Menn geta spurt af hverju hestamenn leggi ekki reiðvegina sjálfir en þetta er mjög stór þáttur í ferðaþjónustu á Íslandi." Ungur piltur, Óskar Örn Ólafsson, þeysti eftir reiðgötunni í dag og upp á æfingasvæðið til móts við Litlu kaffistofuna. Spurður af hverju hann notaði reiðgötuna sagðist Óskar líta svo á að reiðgatan væri allra manna eign. "Það er mikil og dýr útgerð að vera með bíl og kerru og hjól, þannig að það er eins gott að hjóla bara heiman frá sér hingað." Landssamband hestamanna og Vátryggingafélag Íslands efna til ráðstefnu um öryggismál í hestamennsku á Hótel Selfossi í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Reiðgötur, víða um land, eru orðnar að slysagildrum af völdum fólks sem spænir þær upp á torfæruhjólum, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. Alvarlegum slysum á hestamönnum hefur fjölgað. Átta alvarleg slys hafa orðið á innan við ári á hestamönnum sem hafa hlotið mænu- eða heilaskaða. Ýmsar ástæður liggja að baki þeim slysum en Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Landssambandsins hefur áhyggjur af því að skemmdir á reiðgötum eigi eftir að valda alvarlegum slysum. "Þessi torfæruhjól sem virðast tröllríða öllu í dag. Þeir nota reiðvegina okkar til þess að ferðast á milli staða, oftast á ónúmeruðum hjólum og þar af leiðandi ótryggðum og valda stórskemmdum á reiðvegum. Ríkið, sveitarfélög og landssambandið eru að leggja á annað hundrað milljóna á ári í reiðvegina og svo spólast þetta upp, sérstaklega á vorin og reiðvegirnir verða hreinlega ónýtir á eftir." Jón Albert segir að einn af hverjum fimm ferðamönnum noti íslenska hestinn og það skili þjóðarbúinu allt að tíu milljörðum. "Menn geta spurt af hverju hestamenn leggi ekki reiðvegina sjálfir en þetta er mjög stór þáttur í ferðaþjónustu á Íslandi." Ungur piltur, Óskar Örn Ólafsson, þeysti eftir reiðgötunni í dag og upp á æfingasvæðið til móts við Litlu kaffistofuna. Spurður af hverju hann notaði reiðgötuna sagðist Óskar líta svo á að reiðgatan væri allra manna eign. "Það er mikil og dýr útgerð að vera með bíl og kerru og hjól, þannig að það er eins gott að hjóla bara heiman frá sér hingað." Landssamband hestamanna og Vátryggingafélag Íslands efna til ráðstefnu um öryggismál í hestamennsku á Hótel Selfossi í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira