Fyrrverandi dómsmálaráðherrar frömdu gróf mannréttindabrot 24. október 2006 18:25 Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. (2) Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka. Í gögnum sem Þjóðskjalasafnið afhenti Kjartani í gær, kemur fram að Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra óttaðist í febrúar 1961 að félagar í Samtökum hernámsandstæðinga ætluðu að trufla starfsfrið Alþingis, ótilgreindar hótanir um ofbeldisaðgerðir og um öryggi ríkisns. Hann óskaði því eftir því að sími samtakanna í Mjóstræti 3 og önnur símanúmer sem strikað hefur verið yfir í gögnunum, yrð hleraðir. Yfirsakadómari heimilra samdægurs að leyfa hlerarnirnar ótímabundið, eða um sinn eins og það er orðað. Kjartan Ólafsson segir að sér komi á óvart við skoðun gagnanna, hvað röksemdafærsla dómsmálaráðherranna fyrir ósk um hleranir hafi verið léttvægar. Þá hafi yfirsakadómari aldrei lagt neitt til málanna, heldur afgreitt beiðnirnar samdægurs, fyrir utan einu sinni þegar hann samþykkti beiðni um hlerun daginn eftir að beiðnin barst. Í september 1963 óttast Bjarni svo að Samtök hernámsandstæðinga ætli að stofna til óspekta í tengslum við heimsókn Lyndons B Johnson síðar í þeim mánuði og óskar eftir að símar samtakanna og Sósíalistaflokksins verði hleraðir ásamt fleiri símum sem strikað hefur verið yfir númerin hjá í gögnum Þjóðskjalasafnsins. Aftur heimilar yfirsakadómari hleranirnar ótímabundið. Þeirri ósk til stuðnings sendir dómsmálaráðherra afrit af forsíðu Þjóðviljans, þar sem greint er frá að hernámsandstæðingar hyggist afhenda Johnson bréf og mótmælendur jafnframt hvattir til að sýna kurteisi. Jónas Árnason, skáld, afhenti Johnson síðan bréfið, þar sem athygli forsetans var vakin´á því, að stór hluti þjóðarinnar vildi ekki hafa bandarískan her í landinu. Í júní 1968 greinir Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins yfirsakadómara frá því að hann hafi fregnað að hafinn sé undirbúningur óeirða í tengslum fyrir væntanlegan ráðherrafund NATO ríkjanna með þátttöku sérþjálfaðra erlendra aðila. Ráðherrann vill láta hlera síma hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins ásamt fleiri símanúmer sem skyggð hafa verið í gögnum. Yfirsakadómari fellst á beiðnina daginn eftir og að símarnir verði hleraðir í 19 daga. Ekkert varð hins vegar úr óeirðum og Johnson tók við bréfi frá hernámsandstæðingum. Kjartan hefur aðeins fengið lítinn hluta þeirra gagna sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að og vill fá aðgang að öllum gögnunum. Hann hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla. Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. (2) Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka. Í gögnum sem Þjóðskjalasafnið afhenti Kjartani í gær, kemur fram að Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra óttaðist í febrúar 1961 að félagar í Samtökum hernámsandstæðinga ætluðu að trufla starfsfrið Alþingis, ótilgreindar hótanir um ofbeldisaðgerðir og um öryggi ríkisns. Hann óskaði því eftir því að sími samtakanna í Mjóstræti 3 og önnur símanúmer sem strikað hefur verið yfir í gögnunum, yrð hleraðir. Yfirsakadómari heimilra samdægurs að leyfa hlerarnirnar ótímabundið, eða um sinn eins og það er orðað. Kjartan Ólafsson segir að sér komi á óvart við skoðun gagnanna, hvað röksemdafærsla dómsmálaráðherranna fyrir ósk um hleranir hafi verið léttvægar. Þá hafi yfirsakadómari aldrei lagt neitt til málanna, heldur afgreitt beiðnirnar samdægurs, fyrir utan einu sinni þegar hann samþykkti beiðni um hlerun daginn eftir að beiðnin barst. Í september 1963 óttast Bjarni svo að Samtök hernámsandstæðinga ætli að stofna til óspekta í tengslum við heimsókn Lyndons B Johnson síðar í þeim mánuði og óskar eftir að símar samtakanna og Sósíalistaflokksins verði hleraðir ásamt fleiri símum sem strikað hefur verið yfir númerin hjá í gögnum Þjóðskjalasafnsins. Aftur heimilar yfirsakadómari hleranirnar ótímabundið. Þeirri ósk til stuðnings sendir dómsmálaráðherra afrit af forsíðu Þjóðviljans, þar sem greint er frá að hernámsandstæðingar hyggist afhenda Johnson bréf og mótmælendur jafnframt hvattir til að sýna kurteisi. Jónas Árnason, skáld, afhenti Johnson síðan bréfið, þar sem athygli forsetans var vakin´á því, að stór hluti þjóðarinnar vildi ekki hafa bandarískan her í landinu. Í júní 1968 greinir Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins yfirsakadómara frá því að hann hafi fregnað að hafinn sé undirbúningur óeirða í tengslum fyrir væntanlegan ráðherrafund NATO ríkjanna með þátttöku sérþjálfaðra erlendra aðila. Ráðherrann vill láta hlera síma hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins ásamt fleiri símanúmer sem skyggð hafa verið í gögnum. Yfirsakadómari fellst á beiðnina daginn eftir og að símarnir verði hleraðir í 19 daga. Ekkert varð hins vegar úr óeirðum og Johnson tók við bréfi frá hernámsandstæðingum. Kjartan hefur aðeins fengið lítinn hluta þeirra gagna sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að og vill fá aðgang að öllum gögnunum. Hann hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla.
Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira