Hagnaður BP jókst um 58 prósent 24. október 2006 09:24 Mynd/AFP Hagnaður olíurisans BP nam 6,23 milljörðum bandaríkjadala eða tæpum 430 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 3,6 prósenta samdráttur á milli ára. Hagnaður fyrir skatta nam hins vegar 6,9 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 476 milljarða íslenskra króna, en það er 58 prósenta aukinga á milli ára. Helsta skýringin á auknum hagnaði liggur í sölu á eignum. Forsvarsmenn olíurisans eru ánægðir með afkomuna enda hafa nokkuð vandamál plagað fyrirtækið að undanförnu. Þar á meðal er leki í olíuleiðslu í Alaska í sumar og sprenging í olíuhreinsunarstöð í Texas í Bandaríkjunum í mars á síðasta ári en afleiðingarnar voru þær að 15 manns létust. Lekinn í Alaska varð til þess að olíuframleiðsla fyrirtækisins þar dróst saman um þriðjung. Þá hafa stjórnendur fyrirtækisins jafnframt þurft að sæta rannsókn vegna samráðs um olíuverð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagnaður olíurisans BP nam 6,23 milljörðum bandaríkjadala eða tæpum 430 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 3,6 prósenta samdráttur á milli ára. Hagnaður fyrir skatta nam hins vegar 6,9 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 476 milljarða íslenskra króna, en það er 58 prósenta aukinga á milli ára. Helsta skýringin á auknum hagnaði liggur í sölu á eignum. Forsvarsmenn olíurisans eru ánægðir með afkomuna enda hafa nokkuð vandamál plagað fyrirtækið að undanförnu. Þar á meðal er leki í olíuleiðslu í Alaska í sumar og sprenging í olíuhreinsunarstöð í Texas í Bandaríkjunum í mars á síðasta ári en afleiðingarnar voru þær að 15 manns létust. Lekinn í Alaska varð til þess að olíuframleiðsla fyrirtækisins þar dróst saman um þriðjung. Þá hafa stjórnendur fyrirtækisins jafnframt þurft að sæta rannsókn vegna samráðs um olíuverð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf