Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hugsanlega í leyfisleysi 20. október 2006 19:14 Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar verður vígður með pompi og pragt á morgun. Annar áfangi virkjunarinnar á Skarðsmýrarfjalli á að komast í gagnið árið 2008. Sú framkvæmd er ekki inni í aðalskipulagi Ölfusshrepps en Orkuveita Reykjavíkur telur sig hafa bráðabirgðaleyfi frá sveitastjórninni. Stefán Thors skipulagsstjóri segir margt benda til þess að menn hafi farið fram úr sér. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir greinargerð frá Orkuveitunni og Sveitarstjórninni. Framkvæmdaleyfi þarf alltaf að vera í samræmi við skipulag eða mat á umhverfisáhrifum. Ekkert er til sem heitir takmarkað framkvæmdaleyfi eða bráðabirgðaleyfi. Við smærri framkvæmdir eru hinsvegar dæmi um takmarkað byggingaleyfi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir það alveg rétt að það sé ekki búið að samþykkja aðal- og deiliskipulag á þessu svæði, en þetta séu tilraunaverkefni og eftir að reyna á hvort á svæðinu verði einhver starfsemi. Hann segir að heimilað hafi verið að lagfæra gamla vegaslóða á svæðinu og gera þessar tilraunaboranir. Það sé bráðabirgðaframkvæmdaleyfi sem bæjarstjórnin telji að byggi á því að svæðið sé raskað og þar hafi verið gamlir vegaslóðar sem hafi tilheyrt skíðasvæði. Tilraunir þar séu því heimilar samkvæmt þessari forsögu. Sveitarstjórnin sjálf getur látið stöðva framkvæmdir meðan vafi leikur á að þar hafi verið farið fram úr heimildum. Það getur Úrskurðarnefnd Skipulags og byggingamála líka gert ef framkvæmdin er kærð til hennar. Það hefur ekki verið gert. Árni Finnsson framkvæmdastjóri Náttúrverndarsamtaka Íslands segir málið enn eitt dæmi um frumskógarlögmálið. Embættismenn yppti bara öxlum og stjórnmálamenn líti undan. Orkuveitan sé að borga 500 milljónir til sveitarfélagsins vegna samnings um þessa orkusölu, þar af fari 7 milljónir til stjórnsýslunnar. Á sama tíma sé sveitarfélagið ekki fært um að stunda almennilega stjórnsýslu og veita rétt leyfi. Það virðist sem peningar Orkuveitunnar skipti meira máli en að rétt sé farið að. Árni segir að það hljóti að koma að því að umhverfisráðherra, sem sé líka skipulagsráðherra, líti á málið og spyrji hvað sé hægt að gera betur. Hann telur að þetta mál sé ekki einsdæmi. 1.500 manns er boðið að vera við vígslu Hellisheiðarvirkjunar á morgun. Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfi fyrsta áfanga virkjunarinnar rann þó ekki út fyrr en 16. október, viku eftir að boðskortin voru send út. Fréttir Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar verður vígður með pompi og pragt á morgun. Annar áfangi virkjunarinnar á Skarðsmýrarfjalli á að komast í gagnið árið 2008. Sú framkvæmd er ekki inni í aðalskipulagi Ölfusshrepps en Orkuveita Reykjavíkur telur sig hafa bráðabirgðaleyfi frá sveitastjórninni. Stefán Thors skipulagsstjóri segir margt benda til þess að menn hafi farið fram úr sér. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir greinargerð frá Orkuveitunni og Sveitarstjórninni. Framkvæmdaleyfi þarf alltaf að vera í samræmi við skipulag eða mat á umhverfisáhrifum. Ekkert er til sem heitir takmarkað framkvæmdaleyfi eða bráðabirgðaleyfi. Við smærri framkvæmdir eru hinsvegar dæmi um takmarkað byggingaleyfi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir það alveg rétt að það sé ekki búið að samþykkja aðal- og deiliskipulag á þessu svæði, en þetta séu tilraunaverkefni og eftir að reyna á hvort á svæðinu verði einhver starfsemi. Hann segir að heimilað hafi verið að lagfæra gamla vegaslóða á svæðinu og gera þessar tilraunaboranir. Það sé bráðabirgðaframkvæmdaleyfi sem bæjarstjórnin telji að byggi á því að svæðið sé raskað og þar hafi verið gamlir vegaslóðar sem hafi tilheyrt skíðasvæði. Tilraunir þar séu því heimilar samkvæmt þessari forsögu. Sveitarstjórnin sjálf getur látið stöðva framkvæmdir meðan vafi leikur á að þar hafi verið farið fram úr heimildum. Það getur Úrskurðarnefnd Skipulags og byggingamála líka gert ef framkvæmdin er kærð til hennar. Það hefur ekki verið gert. Árni Finnsson framkvæmdastjóri Náttúrverndarsamtaka Íslands segir málið enn eitt dæmi um frumskógarlögmálið. Embættismenn yppti bara öxlum og stjórnmálamenn líti undan. Orkuveitan sé að borga 500 milljónir til sveitarfélagsins vegna samnings um þessa orkusölu, þar af fari 7 milljónir til stjórnsýslunnar. Á sama tíma sé sveitarfélagið ekki fært um að stunda almennilega stjórnsýslu og veita rétt leyfi. Það virðist sem peningar Orkuveitunnar skipti meira máli en að rétt sé farið að. Árni segir að það hljóti að koma að því að umhverfisráðherra, sem sé líka skipulagsráðherra, líti á málið og spyrji hvað sé hægt að gera betur. Hann telur að þetta mál sé ekki einsdæmi. 1.500 manns er boðið að vera við vígslu Hellisheiðarvirkjunar á morgun. Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfi fyrsta áfanga virkjunarinnar rann þó ekki út fyrr en 16. október, viku eftir að boðskortin voru send út.
Fréttir Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira