Iceland Express eykur umsvif sín 19. október 2006 12:30 Lággjaldaflugfélagið Iceland Express verður eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni þegar það hefur áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu næsta sumar, með viðkomu á Íslandi. Fjöldi ákvörðunarstaða í Evrópu verður líka tvöfaldaður. Félagið flýgur nú þegar til átta áætlunarstaða á meginlandinu, en þeir verða 15 næsta sumar. Það eru álíka margir staðir og Icelandair flýgur til í Evrópu. Síðan verður skiptistöð í Keflavík fyrir Bandaríkjaflugið og verður byrjað að fljúga fimm sinnum í viku til Boston en ekki er ákveðið hversu margar ferðir verða til New York. Að sögn Pálma Haraldssonar, annars eiganda Fons, sem á Iceland Express verður þetta eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni síðan Loftleiðir voru og hétu. Hvorki Rayanair eða Easy jet fljúga til dæmis til Bandaríkjanna. Pálmi segir að grundvöllurinn fyrir þessu sé sá að Fons eigi stóra hluti í sölufyrirtækjum farseðla, eða ferðaskrifstofum, eins og til dæmis Ticket og verði ferðanet Iceland Express selt í gegnum þau. Samtals selji þau fullfermi í tíu þúsund þotur á ári, vítt og breitt um heiminn. Sölukerfið sé því nú þegar fyrir hendi en það sé forsenda þessa. Væntanlega verður flogið á Boeing 737-800 flugvélum, en félagið hefur til þessa boðið flugreksturinn út til flugrekenda. Nú þarf það hinsvegar að afla sér flugrekstarleyfis vegna flugsins til Bandaríkjanna. Auk þessa ætlar Iceland Express að hefja áætlunarflug hér innanlands frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða næsta vor og og bjóða að minnsta kosti 30% lægra verð en Flugfélag Íslands býður nú. Líklegt er að SAAB skrúfuþotur verði notaðar til þess flugs. Fréttir Innlent Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið Iceland Express verður eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni þegar það hefur áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu næsta sumar, með viðkomu á Íslandi. Fjöldi ákvörðunarstaða í Evrópu verður líka tvöfaldaður. Félagið flýgur nú þegar til átta áætlunarstaða á meginlandinu, en þeir verða 15 næsta sumar. Það eru álíka margir staðir og Icelandair flýgur til í Evrópu. Síðan verður skiptistöð í Keflavík fyrir Bandaríkjaflugið og verður byrjað að fljúga fimm sinnum í viku til Boston en ekki er ákveðið hversu margar ferðir verða til New York. Að sögn Pálma Haraldssonar, annars eiganda Fons, sem á Iceland Express verður þetta eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni síðan Loftleiðir voru og hétu. Hvorki Rayanair eða Easy jet fljúga til dæmis til Bandaríkjanna. Pálmi segir að grundvöllurinn fyrir þessu sé sá að Fons eigi stóra hluti í sölufyrirtækjum farseðla, eða ferðaskrifstofum, eins og til dæmis Ticket og verði ferðanet Iceland Express selt í gegnum þau. Samtals selji þau fullfermi í tíu þúsund þotur á ári, vítt og breitt um heiminn. Sölukerfið sé því nú þegar fyrir hendi en það sé forsenda þessa. Væntanlega verður flogið á Boeing 737-800 flugvélum, en félagið hefur til þessa boðið flugreksturinn út til flugrekenda. Nú þarf það hinsvegar að afla sér flugrekstarleyfis vegna flugsins til Bandaríkjanna. Auk þessa ætlar Iceland Express að hefja áætlunarflug hér innanlands frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða næsta vor og og bjóða að minnsta kosti 30% lægra verð en Flugfélag Íslands býður nú. Líklegt er að SAAB skrúfuþotur verði notaðar til þess flugs.
Fréttir Innlent Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira