Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný 17. október 2006 14:02 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Magnús kvaddi sér hljóðs og sagði að hann og formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hefðu orðið vitni að því í morgun þegar Hvalur 9 var leystur frá festum í Reykjavíkurhöfn. „Þetta var söguleg stund," sagði Magnús. Hann sagði alla gera sér grein fyrir hvað væri að gerast en vildi fá staðfestingu á því frá ráðherra. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra steig þá í pontu og tilkynnti að atvinnuveiðar yrðu hafnar á ný á þessu fiskveiðiári. Sagði ráðherra enn fremur að Hafrannsóknastofnun hefði metið það svo að hægt væri að stunda sjálfbærar veiðar á hval með því að veiða um 200 langreyðar og 400 hrefnur á ári. Íslendingar hefðu allar heimildir til veiðanna og þjóðréttarleg staða væri í lagi. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa eigendur Hvals hf. búið sig undir veiðar að undanförnu meðal annars með því að senda hvalveiðibátinn Hval 9 í slipp og með því að undirbúa Hvalstöðina í Hvalfirði. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., eru menn klárir í bátana og í morgun og nú eftir hádegið hafa starfsmenn Hvals veriða að prófa gufuvélarnar í Hval 9 með því að sigla í ytri höfninni. Vélarnar hafa ekki verið ræstar frá árinu 1989 þegar hvalveiðum var hætt. Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Magnús kvaddi sér hljóðs og sagði að hann og formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hefðu orðið vitni að því í morgun þegar Hvalur 9 var leystur frá festum í Reykjavíkurhöfn. „Þetta var söguleg stund," sagði Magnús. Hann sagði alla gera sér grein fyrir hvað væri að gerast en vildi fá staðfestingu á því frá ráðherra. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra steig þá í pontu og tilkynnti að atvinnuveiðar yrðu hafnar á ný á þessu fiskveiðiári. Sagði ráðherra enn fremur að Hafrannsóknastofnun hefði metið það svo að hægt væri að stunda sjálfbærar veiðar á hval með því að veiða um 200 langreyðar og 400 hrefnur á ári. Íslendingar hefðu allar heimildir til veiðanna og þjóðréttarleg staða væri í lagi. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa eigendur Hvals hf. búið sig undir veiðar að undanförnu meðal annars með því að senda hvalveiðibátinn Hval 9 í slipp og með því að undirbúa Hvalstöðina í Hvalfirði. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., eru menn klárir í bátana og í morgun og nú eftir hádegið hafa starfsmenn Hvals veriða að prófa gufuvélarnar í Hval 9 með því að sigla í ytri höfninni. Vélarnar hafa ekki verið ræstar frá árinu 1989 þegar hvalveiðum var hætt.
Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent