Sony innkallar eigin rafhlöður 17. október 2006 09:16 Fartölva af gerðinni Sony Vaio. Mynd/AFP Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði. Ekki er þó um innköllun á heimsvísu að ræða því tölvurnar voru seldar í Japan og Kína. Gallinn í rafhlöðunum er sá sami og í fyrri tilvikum. Rafhlöðurnar ofhitna og er vitað um 10 tilvik þar sem beinlínis hefur kviknað í fartölvum vegna þessa. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir japanska viðskiptablaðinu Nihon Keizai Shimbun að svo gæti farið að Sony innkalli allt að 300.000 rafhlöður sem seldar voru með Sony Vaio fartölvum. Forsvarsmenn Sony segja hins vegar að innköllunin sé gerð í varúðarskyni og til að róa viðskiptavini fyrirtækisins. Frá og með þessari innköllun hefur Sony ákveðið að innkalla ríflega 8 milljón rafhlöður undir merkjum fyrirtækisins um allan heim. Þá hefur það áhrif á afkomuspá Sony að fyrirtækið lækkaði verðið á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, um heil 20 prósent. Í afkomuspá Sony sem gerð var í júlí síðastliðnum var gert ráð fyrir 130 milljarða jena eða tæplega 40 milljarða króna hagnaði á árinu. Þetta er 43 prósentum minna en í fyrra. Greiningaraðilar telja líkur á að hagnaðurinn verði enn minni þegar innkallanir á ríflega 8 milljónum rafhlaða verði komnar inn í dæmið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði. Ekki er þó um innköllun á heimsvísu að ræða því tölvurnar voru seldar í Japan og Kína. Gallinn í rafhlöðunum er sá sami og í fyrri tilvikum. Rafhlöðurnar ofhitna og er vitað um 10 tilvik þar sem beinlínis hefur kviknað í fartölvum vegna þessa. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir japanska viðskiptablaðinu Nihon Keizai Shimbun að svo gæti farið að Sony innkalli allt að 300.000 rafhlöður sem seldar voru með Sony Vaio fartölvum. Forsvarsmenn Sony segja hins vegar að innköllunin sé gerð í varúðarskyni og til að róa viðskiptavini fyrirtækisins. Frá og með þessari innköllun hefur Sony ákveðið að innkalla ríflega 8 milljón rafhlöður undir merkjum fyrirtækisins um allan heim. Þá hefur það áhrif á afkomuspá Sony að fyrirtækið lækkaði verðið á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, um heil 20 prósent. Í afkomuspá Sony sem gerð var í júlí síðastliðnum var gert ráð fyrir 130 milljarða jena eða tæplega 40 milljarða króna hagnaði á árinu. Þetta er 43 prósentum minna en í fyrra. Greiningaraðilar telja líkur á að hagnaðurinn verði enn minni þegar innkallanir á ríflega 8 milljónum rafhlaða verði komnar inn í dæmið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf