Árás á vígi hryðjuverkamanna æfð í Hvalfirði 16. október 2006 20:28 Vopnaðir íslenskir sérsveitarmenn flugu með öflugustu þyrlu Bandaríkjahers þegar þeir æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði í morgun. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra og sprengjusveitarmenn Landhelgisgæslunnar eru komnar um borð í bandaríska flugmóðurskipið WASP í Sundahöfn. Menn ímynda sér að hryðjuverkamenn séu að búnir að hreiðra um í afviknum stað í Hvalfirði og það á að leggja til atlögu gegn þeim. Bandaríkjaher leggur til sína öflugustu þyrlu, MH 53 Seadragon, til að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þyrlan er með þrjá mótora upp á samtals 13 þúsund hestöfl sem knýja eina skrúfu og með slíkt afl finna menn lítið fyrir fjallaókyrrð í norðaustan hvassviðri þegar flogið er inn hvítfyssandi Hvalfjörðinn. Um leið og þyrlan hefur snert jörðina stökkva sérsveitarmenn frá borði og hlaupa í átt að gömlu olíustöðinni. Þeir eru vopnaðir vélbyssum og skammbyssum og viðbúnir því að mæta skothríð hryðjuverkamanna, sem sagður eru vera búnir að koma sér upp aðstöðu til sprenguefnagerðar á svæðinu og taldir hafast við í svörtum gámum en snarlega eru umkringdir. Sérsveitarmenn hika hins vegar við að ráðast inn því þeir telja sig sjá sprengjugildru og bakka frá meðan henni er eytt með sérstöku tæki. Það er eins konar vatnsbyssa sem skýtur vatni með sprengihleðslu. Að sögn Sigurður Ásgrímsson, hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, eyðir það sprengjum í 99% tilvika áður en þær springa. En áður en ráðist er til atlögu við hreiður hryðjuverkamannanna kastar sérsveitarmaður sprengju inn, svokallaðri starfasprengju. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir henni hent inn á undan til að frysta vettvang. Annarri sprengju er síðan kastað upp á næstu hæð til að yfirbuga óvininn. Guðmundur Ómar segir þessa æfingu hafa mikla þýðingu fyrir sérsveitarmenn. Þeir komist í tæki á borð við þyrluna og geti æft með henni þar sem henni er flogið á staðinn. Þeir fái auk þess að reyna á að fara um borð og frá borði líkt og á vettvangi væri. Hlutverk Bandaríkjahers í æfingunni að þessu sinni var einungis það að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þarna ná hins vegar starfsmenn bæði ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu að æfa saman. Sigurður segir að áherslur við æfingar og hvað sé æft hafi vissulega breyst með brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjamanna. Sveitarmenn ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu æfi mikið saman og byggi upp samstarf meira og meira. Það reyni á þessa aðila og öll öryggismál í landinu og mestu skipti að þessi embætti standi saman. Guðmundur Ómar segir það ekki nýtt að æfa gegn ímynduðum hryðjuverkamönnum. Svo sé mikilvægt að sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu nái að æfa saman. Þyrlan stóra, sem flutti sérsveitina, er það öflug að hún getur flutt 55 manns í einu. Hún tilheyrir flugmóðurskipinu WASP en áætlað er að það sigli úr Sundahöfn klukkan átta í fyrramálið áleiðis til Bandaríkjanna. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Vopnaðir íslenskir sérsveitarmenn flugu með öflugustu þyrlu Bandaríkjahers þegar þeir æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði í morgun. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra og sprengjusveitarmenn Landhelgisgæslunnar eru komnar um borð í bandaríska flugmóðurskipið WASP í Sundahöfn. Menn ímynda sér að hryðjuverkamenn séu að búnir að hreiðra um í afviknum stað í Hvalfirði og það á að leggja til atlögu gegn þeim. Bandaríkjaher leggur til sína öflugustu þyrlu, MH 53 Seadragon, til að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þyrlan er með þrjá mótora upp á samtals 13 þúsund hestöfl sem knýja eina skrúfu og með slíkt afl finna menn lítið fyrir fjallaókyrrð í norðaustan hvassviðri þegar flogið er inn hvítfyssandi Hvalfjörðinn. Um leið og þyrlan hefur snert jörðina stökkva sérsveitarmenn frá borði og hlaupa í átt að gömlu olíustöðinni. Þeir eru vopnaðir vélbyssum og skammbyssum og viðbúnir því að mæta skothríð hryðjuverkamanna, sem sagður eru vera búnir að koma sér upp aðstöðu til sprenguefnagerðar á svæðinu og taldir hafast við í svörtum gámum en snarlega eru umkringdir. Sérsveitarmenn hika hins vegar við að ráðast inn því þeir telja sig sjá sprengjugildru og bakka frá meðan henni er eytt með sérstöku tæki. Það er eins konar vatnsbyssa sem skýtur vatni með sprengihleðslu. Að sögn Sigurður Ásgrímsson, hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, eyðir það sprengjum í 99% tilvika áður en þær springa. En áður en ráðist er til atlögu við hreiður hryðjuverkamannanna kastar sérsveitarmaður sprengju inn, svokallaðri starfasprengju. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir henni hent inn á undan til að frysta vettvang. Annarri sprengju er síðan kastað upp á næstu hæð til að yfirbuga óvininn. Guðmundur Ómar segir þessa æfingu hafa mikla þýðingu fyrir sérsveitarmenn. Þeir komist í tæki á borð við þyrluna og geti æft með henni þar sem henni er flogið á staðinn. Þeir fái auk þess að reyna á að fara um borð og frá borði líkt og á vettvangi væri. Hlutverk Bandaríkjahers í æfingunni að þessu sinni var einungis það að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þarna ná hins vegar starfsmenn bæði ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu að æfa saman. Sigurður segir að áherslur við æfingar og hvað sé æft hafi vissulega breyst með brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjamanna. Sveitarmenn ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu æfi mikið saman og byggi upp samstarf meira og meira. Það reyni á þessa aðila og öll öryggismál í landinu og mestu skipti að þessi embætti standi saman. Guðmundur Ómar segir það ekki nýtt að æfa gegn ímynduðum hryðjuverkamönnum. Svo sé mikilvægt að sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu nái að æfa saman. Þyrlan stóra, sem flutti sérsveitina, er það öflug að hún getur flutt 55 manns í einu. Hún tilheyrir flugmóðurskipinu WASP en áætlað er að það sigli úr Sundahöfn klukkan átta í fyrramálið áleiðis til Bandaríkjanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira