Lögreglustjórinn á Akranesi rannsakar meintar hleranir 16. október 2006 18:22 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. MYND/Anton Brink Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og lögfræðings á Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í meintar hleranir.Í tilkynningu frá ríkissaksóknara kemur fram að hann ætlar að láta rannsaka ætlaðar hleranir á síma fyrrum utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem eiga að hafa átt sér stað árið 1993 og sömuleiðis verður rannsakað hvort sími Árna Páls Árnasonar var hleraður en hann var þá lögfræðingur á Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins. Árni Páll, sem nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar, upplýsti í Silfri Egils í gær að hann hefði verið varaður við því á vordögum 1995 að sími hans væri hleraður af íslenskum aðilum.Ákvörðun ríkissaksóknara er tekin í tilefni af ummælum og upplýsingum Jóns Baldvins og Árna Páls í fjölmiðlum um hleranir á símum og símtölum þeirra. Það verður lögreglustjórinn á Akranesi, Ólafur Hauksson, sem annast rannsóknina í samráði við ríkissaksóknara.Í fréttum RÚV í dag kom fram að Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill að nefnd Páls Hreinssonar um njósnir í kalda stríðinu, frá 1945-91 ætti einnig að fjalla um tímann eftir 1991 til okkar daga. Hlutverk þessarar nefndar er eingöngu að skoða gögn og setja reglur um aðgang fræðimanna að þeim gögnum. Í því felst engin rannsókn.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki duga til að víkka út það tímabil sem nefndin á að skoða. Hún segir Samfylkinguna ætla að beita sér fyrir því að alþingi komi á fót rannsóknarnefnd þar sem farið verði í saumana á hlerunum og njósnum hér á landi. Nauðsynlegt sé líka að setja lög um vitnaskyldu svo hægt verði að leiða vitni fyrir nefndina og þeim skylt að tala við hana. Fréttir Innlent Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og lögfræðings á Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í meintar hleranir.Í tilkynningu frá ríkissaksóknara kemur fram að hann ætlar að láta rannsaka ætlaðar hleranir á síma fyrrum utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem eiga að hafa átt sér stað árið 1993 og sömuleiðis verður rannsakað hvort sími Árna Páls Árnasonar var hleraður en hann var þá lögfræðingur á Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins. Árni Páll, sem nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar, upplýsti í Silfri Egils í gær að hann hefði verið varaður við því á vordögum 1995 að sími hans væri hleraður af íslenskum aðilum.Ákvörðun ríkissaksóknara er tekin í tilefni af ummælum og upplýsingum Jóns Baldvins og Árna Páls í fjölmiðlum um hleranir á símum og símtölum þeirra. Það verður lögreglustjórinn á Akranesi, Ólafur Hauksson, sem annast rannsóknina í samráði við ríkissaksóknara.Í fréttum RÚV í dag kom fram að Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill að nefnd Páls Hreinssonar um njósnir í kalda stríðinu, frá 1945-91 ætti einnig að fjalla um tímann eftir 1991 til okkar daga. Hlutverk þessarar nefndar er eingöngu að skoða gögn og setja reglur um aðgang fræðimanna að þeim gögnum. Í því felst engin rannsókn.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki duga til að víkka út það tímabil sem nefndin á að skoða. Hún segir Samfylkinguna ætla að beita sér fyrir því að alþingi komi á fót rannsóknarnefnd þar sem farið verði í saumana á hlerunum og njósnum hér á landi. Nauðsynlegt sé líka að setja lög um vitnaskyldu svo hægt verði að leiða vitni fyrir nefndina og þeim skylt að tala við hana.
Fréttir Innlent Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent