Vörugjöldin eru úrelt 14. október 2006 18:30 Samtök atvinnulífsins vilja fara aðrar leiðir en ríkisstjórnin ætlar til að lækka verð á matvælum og segja verðlag á Íslandi geta orðið svipað og í Finnlandi og Svíþjóð með því að afnema vörugjöld og lækka tolla. Samtökin segja ekki þurfa lækkun virðisaukaskatts til að ná fram lægra vöruverði. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar verða vörugjöld af matvælum lögð niður nema af sætindum, virðisaukaskattur lækkaður í 7% og tollur af innfluttu kjöti lækkaður um allt að 40%. En ef markmið stjórnvalda um 16 prósenta lækkun á að nást þarf tollurinn á vinsælasta kjötinu, kjúklingi og svínakjöti, að lækka um 40% að mati Hannesar G. Sigurðssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir stöðuna þannig að tollar á kjöt og landbúnaðarvörur séu svo háir að það sé ígildi innflutningsbanns. Meðaltollur á kjöt á síðasta ári hafi verið 150% og lækkun niðrí 90% myndi ekki skipta sköpum á innflutningi.Tollalækkunin myndi þá veita innlendu framleiðslunni samkeppni frekar en að innflutningur myndi aukast.Segja má að gagnrýni Samtaka atvinnulífsins sé tvíþætt. Annars vegar hefðu þau viljað sjá afnám vörugjaldanna til að losna við skrifræðið sem fylgi því úrelta skattkerfi.Hins vegar telja þau að aðrar leiðir hefðu verið ódýrari í framkvæmd og skilað sama matarverði og í Finnlandi og Svíþjóð. Lækkun virðisaukaskatts er kostnaðarsöm leið, segir Hannes, og hann hefði viljað sjá umræðu um að leggja niður vörugjaldskerfið eins og það leggur sig, en um það bil allt sem prýðir híbýli okkar er skattlagt með 15-25% vörugjöldum, alltfrá málningu til innréttinga. Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja fara aðrar leiðir en ríkisstjórnin ætlar til að lækka verð á matvælum og segja verðlag á Íslandi geta orðið svipað og í Finnlandi og Svíþjóð með því að afnema vörugjöld og lækka tolla. Samtökin segja ekki þurfa lækkun virðisaukaskatts til að ná fram lægra vöruverði. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar verða vörugjöld af matvælum lögð niður nema af sætindum, virðisaukaskattur lækkaður í 7% og tollur af innfluttu kjöti lækkaður um allt að 40%. En ef markmið stjórnvalda um 16 prósenta lækkun á að nást þarf tollurinn á vinsælasta kjötinu, kjúklingi og svínakjöti, að lækka um 40% að mati Hannesar G. Sigurðssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir stöðuna þannig að tollar á kjöt og landbúnaðarvörur séu svo háir að það sé ígildi innflutningsbanns. Meðaltollur á kjöt á síðasta ári hafi verið 150% og lækkun niðrí 90% myndi ekki skipta sköpum á innflutningi.Tollalækkunin myndi þá veita innlendu framleiðslunni samkeppni frekar en að innflutningur myndi aukast.Segja má að gagnrýni Samtaka atvinnulífsins sé tvíþætt. Annars vegar hefðu þau viljað sjá afnám vörugjaldanna til að losna við skrifræðið sem fylgi því úrelta skattkerfi.Hins vegar telja þau að aðrar leiðir hefðu verið ódýrari í framkvæmd og skilað sama matarverði og í Finnlandi og Svíþjóð. Lækkun virðisaukaskatts er kostnaðarsöm leið, segir Hannes, og hann hefði viljað sjá umræðu um að leggja niður vörugjaldskerfið eins og það leggur sig, en um það bil allt sem prýðir híbýli okkar er skattlagt með 15-25% vörugjöldum, alltfrá málningu til innréttinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira