Skattbyrði jókst hvergi meira en á Íslandi 13. október 2006 18:46 Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. Samkvæmt úttekt OECD eiga Íslendingar heimsmet í skattbyrði á síðasta ári. Á árunum 1990 til 1995 var skattbyrði á Íslandi minni en hún var að meðaltali í ríkjum OECD. Frá árinu 2000 hefur skattbyrðin hér á landi hins vegar verið meiri en að meðaltali innan OECD. Á síðustu ellefu árum hefur skattbyrðin aukist um 101 milljarð króna á ársgrundvelli að mati Stefáns Ólafssonar prófessors við Háskóla Íslands. Á síðasta ári jókst skattbyrðin á Íslandi um 3,7 prósentustig og var það mesta aukning skattbyrði innan OECD og skilaði hinu opinbera 37 milljörðum í auknar tekjur. Árni M Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að aukna skattbyrði megi að mestu rekja til aukins hagvaxtar. "Síðan höfum við á hverju ári allt þetta kjörtímabil verið að lækka skattprósentur og nú síðast var ríkisstjórnin að tilkynna um lækkun á virðisaukaskatti á matvæli," segir fjármálaráðherra. Árni bendir á að tölur OECD séu að öllu jöfnu eldri en þær sem fjármálaráðuneytið hefur en, það sé rétt að skatttekjur hafi verið aukast vegna aukins hagvaxtar. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að skattbyrði á Íslandi hafi hækkað þrefalt meira á Íslandi á síðasta ári, en í því landi sem næst komi hvað aukningu skattbyrði varðar, eða í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Stefán segir að aukning útgjalda til velferðarkerfisins hafi á síðustu árum aðeins verið um þriðjungur af auknum tekjum ríkissjóðs. Auknar tekjur hafi farið í að lækka skuldir ríkissjóðs með góðum árangri, á sama tíma og skuldir heimilanna hafi aukist stórlega. Afgangur á ríkissjóði á síðasta ári hafi verið um 60 milljarðar og stefni í svipaða niðurstöðu í ár. Það þýði í mörgum ríkjum að ríkissjóður hafi tekið til sín 60 milljörðum of mikið. Stefán segir skattbyrðina ekki eingöngu hafa aukist vegna hagvaxtarins, heldur hafi skattstofnar verið breikkaðir, eins og OECD bendi á. Fjármálaráðherra segir neysluna einnig hafa aukist sem hafi áhrif á tekjur ríkissjóðs. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. Samkvæmt úttekt OECD eiga Íslendingar heimsmet í skattbyrði á síðasta ári. Á árunum 1990 til 1995 var skattbyrði á Íslandi minni en hún var að meðaltali í ríkjum OECD. Frá árinu 2000 hefur skattbyrðin hér á landi hins vegar verið meiri en að meðaltali innan OECD. Á síðustu ellefu árum hefur skattbyrðin aukist um 101 milljarð króna á ársgrundvelli að mati Stefáns Ólafssonar prófessors við Háskóla Íslands. Á síðasta ári jókst skattbyrðin á Íslandi um 3,7 prósentustig og var það mesta aukning skattbyrði innan OECD og skilaði hinu opinbera 37 milljörðum í auknar tekjur. Árni M Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að aukna skattbyrði megi að mestu rekja til aukins hagvaxtar. "Síðan höfum við á hverju ári allt þetta kjörtímabil verið að lækka skattprósentur og nú síðast var ríkisstjórnin að tilkynna um lækkun á virðisaukaskatti á matvæli," segir fjármálaráðherra. Árni bendir á að tölur OECD séu að öllu jöfnu eldri en þær sem fjármálaráðuneytið hefur en, það sé rétt að skatttekjur hafi verið aukast vegna aukins hagvaxtar. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að skattbyrði á Íslandi hafi hækkað þrefalt meira á Íslandi á síðasta ári, en í því landi sem næst komi hvað aukningu skattbyrði varðar, eða í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Stefán segir að aukning útgjalda til velferðarkerfisins hafi á síðustu árum aðeins verið um þriðjungur af auknum tekjum ríkissjóðs. Auknar tekjur hafi farið í að lækka skuldir ríkissjóðs með góðum árangri, á sama tíma og skuldir heimilanna hafi aukist stórlega. Afgangur á ríkissjóði á síðasta ári hafi verið um 60 milljarðar og stefni í svipaða niðurstöðu í ár. Það þýði í mörgum ríkjum að ríkissjóður hafi tekið til sín 60 milljörðum of mikið. Stefán segir skattbyrðina ekki eingöngu hafa aukist vegna hagvaxtarins, heldur hafi skattstofnar verið breikkaðir, eins og OECD bendi á. Fjármálaráðherra segir neysluna einnig hafa aukist sem hafi áhrif á tekjur ríkissjóðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira