Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir 9. október 2006 19:31 Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Sjaldan eða aldrei hefur alþjóðasamfélagið verið jafnsammála um nokkurn hlut og þann að fordæma kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun sinni og nú er þess vænst að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi til aðgerða. Japanir hafa þungar áhyggjur af Norður-Kóreu og má ætla að þetta verði vatn á myllu þeirra sem vilja efla japanska herinn, sem hefur frá lokum seinna stríðs, samkvæmt stjórnarskrá, aðeins verið varnarlið. Jafnvel Kínverjar, sem hafa verið helstu bandamenn Norður-Kóreumanna í gegnum tíðina, voru reiðir og sögðu tilraunina óskammfeilna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið undir málflutning annarra þjóðarleiðtoga og lýst áhyggjum af stöðu mála. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir tilraunina áfall fyrir alþjóðasamfélagið og fyrir viðleitnina við að hamla útbreiðslu kjarnorkuvopna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að nú reyni á hvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti gert til að fylgja eftir yfirlýsingu sinni. Engin hafi trúað að Norður-Kórea myndi ganga svona langt en of snemmt að segja til um hvort Íslendingar styðji hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu. Þótt hernaði sé hótað, er ljóst að sú leið er illfær og afar kostnaðarsöm á alla lund. Öryggisráðið hefur þegar komið saman og fordæmt tilraunina og búist er við ályktun um þvingunaraðgerðir í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Sjaldan eða aldrei hefur alþjóðasamfélagið verið jafnsammála um nokkurn hlut og þann að fordæma kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun sinni og nú er þess vænst að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi til aðgerða. Japanir hafa þungar áhyggjur af Norður-Kóreu og má ætla að þetta verði vatn á myllu þeirra sem vilja efla japanska herinn, sem hefur frá lokum seinna stríðs, samkvæmt stjórnarskrá, aðeins verið varnarlið. Jafnvel Kínverjar, sem hafa verið helstu bandamenn Norður-Kóreumanna í gegnum tíðina, voru reiðir og sögðu tilraunina óskammfeilna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið undir málflutning annarra þjóðarleiðtoga og lýst áhyggjum af stöðu mála. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir tilraunina áfall fyrir alþjóðasamfélagið og fyrir viðleitnina við að hamla útbreiðslu kjarnorkuvopna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að nú reyni á hvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti gert til að fylgja eftir yfirlýsingu sinni. Engin hafi trúað að Norður-Kórea myndi ganga svona langt en of snemmt að segja til um hvort Íslendingar styðji hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu. Þótt hernaði sé hótað, er ljóst að sú leið er illfær og afar kostnaðarsöm á alla lund. Öryggisráðið hefur þegar komið saman og fordæmt tilraunina og búist er við ályktun um þvingunaraðgerðir í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira