Kerkorian hættur við kaup í GM 6. október 2006 22:47 Kirk Kerkorian, einn stærsti hluthafinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Mynd/AFP Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem er einn stærsti hluthafinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM), er hættur við að auka við hlut sinn í fyrirtækinu eins og til stóð. Ástæðan er sögð óánægja hans með að samstarfsviðræðum GM við Nissan og Renault var slitið fyrr í vikunni. Kerkorian á 9,9 prósenta hlut eða 56 milljón bréf í GM í gegnum fjárfestingarfyrirtæki sitt Tracinda Corp. Félagið hafði í hyggju að kaupa allt að 12 milljón hluti í GM til viðbótar og fara yfir 10 prósenta markið. Kerkorian átti stóran þátt í að stuðla að samstarfsviðræðum GM við Nissan og Renault en hann sendi Rick Wagoner, forstjóra GM, bréf þess efnis fyrr í sumar. Viðræðum var hins vegar slitið fyrr í vikunni þar sem GM taldi sig bera minni hlut úr býtum. Jerry York, sem sat í stjórn GM fyrir hönd Tracinda og Kerkorian. Hann sagði sig úr stjórn bandaríska bílaframleiða í dag. Gengi hlutabréfa í GM lækkaði um 7 prósent í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag í kjölfar þess að greint var frá því að York hefði sagt sig úr stjórn GM. Greiningaaraðilar eru nú sagðir velta vöngum yfir því hvort Kerkorian íhugi að losa sig við hluta bréfa sinna í GM eða selji þau öll. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem er einn stærsti hluthafinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM), er hættur við að auka við hlut sinn í fyrirtækinu eins og til stóð. Ástæðan er sögð óánægja hans með að samstarfsviðræðum GM við Nissan og Renault var slitið fyrr í vikunni. Kerkorian á 9,9 prósenta hlut eða 56 milljón bréf í GM í gegnum fjárfestingarfyrirtæki sitt Tracinda Corp. Félagið hafði í hyggju að kaupa allt að 12 milljón hluti í GM til viðbótar og fara yfir 10 prósenta markið. Kerkorian átti stóran þátt í að stuðla að samstarfsviðræðum GM við Nissan og Renault en hann sendi Rick Wagoner, forstjóra GM, bréf þess efnis fyrr í sumar. Viðræðum var hins vegar slitið fyrr í vikunni þar sem GM taldi sig bera minni hlut úr býtum. Jerry York, sem sat í stjórn GM fyrir hönd Tracinda og Kerkorian. Hann sagði sig úr stjórn bandaríska bílaframleiða í dag. Gengi hlutabréfa í GM lækkaði um 7 prósent í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag í kjölfar þess að greint var frá því að York hefði sagt sig úr stjórn GM. Greiningaaraðilar eru nú sagðir velta vöngum yfir því hvort Kerkorian íhugi að losa sig við hluta bréfa sinna í GM eða selji þau öll.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf