Voru minntir á þagmælsku vegna sprengjuflugvéla 5. október 2006 18:30 Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. Eins og fram kom í fréttum NFS, um síðustu helgi, kom flugmálastjórn af fjöllum þegar Bretar létu vita af tveimur rússneskum sprengjuflugvélum aðfaranótt föstudags á sveimi 150 sjómílum norðaustur af landinu. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í fréttum á laugardag að samkvæmt hennar upplýsingum þá vissi Flugmálastjórn um ferðir vélanna. Það stangast á við dagbók Flugturnsins í Keflavík þennan dag. Í bókun klukkan fimm um morguninn segir: Hringt var frá Bournemouth og tilkynnt um tvær rússneskar flugvélar, sem þeir telja vera Black Jack Heavybombers. 150 mílur norðaustur af landinu. Varðstjóri í flugstjórn var látin vita. Reynt var að hringja í Ratsjárstofnun en enginn svaraði. Hringt var í utanríkisráðuneytið til að fá að vita hvert beina ætti upplýsingunum. Hálftíma síðar segir varðstjóri í flugstjórn að Færeyjaradar hafi hringt og staðfest vélar 150 sjómílur austur af landinu sem stefndu í veg fyrir farþegaflugvél frá Continental flugfélaginu. Flugmaður þeirrar vélar sá sprengjuvélarnar. Klukkan 05:37 hringir Jörundur frá utanríkisráðuneytinu og segist ætla að hafa upp á Ratsjárstofnun. Tíu mínútur yfir sex segir: Flugstjórn lætur vita að Ratsjárstofnun sé í sambandi og hafi spurst fyrir fyrir um vélarnar. Í ljós kemur að Ratsjárstofnun er í símasambandi um gömlu Lokasímana. Um hádegi þennan sama dag fá flugumferðarstjórar í Keflavík tölvupóst frá yfirmanni sínum, Haraldi Ólafssyni, þess efnis að tilmæli hefðu borist frá stjórnvöldum að skylda til þagmælsku yrðu áréttaðar við flugumferðarstjóra og var meðflygjandi lagaákvæði þar um. Neðst í póstinum kemur fram að tilmæli bókananna séu bókanir í dagbók flugturnsins þann 29. september frá fimm um morguninn til klukkan níu. En það eru færslur sem sýndar voru hér á undan um ferðir rússnesku sprengjuflugvélanna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var fylgst með ferðum rússneskuvélanna af Ratsjárstofnun og setið við símann. Það sé flugturnsins að svara fyrir að ekki hafi verið hringt í rétt númer. Ekki fengust svör hvers vegna Ratsjárstofnun lét ekki flugturninn, sem stjórnar almennri flugumferð, vita af ferðum sprengjuflugvélanna. En samkvæmt dagbókinni var það flugturninn sem reyndi að gera Ratsjárstofnun viðvart. Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. Eins og fram kom í fréttum NFS, um síðustu helgi, kom flugmálastjórn af fjöllum þegar Bretar létu vita af tveimur rússneskum sprengjuflugvélum aðfaranótt föstudags á sveimi 150 sjómílum norðaustur af landinu. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í fréttum á laugardag að samkvæmt hennar upplýsingum þá vissi Flugmálastjórn um ferðir vélanna. Það stangast á við dagbók Flugturnsins í Keflavík þennan dag. Í bókun klukkan fimm um morguninn segir: Hringt var frá Bournemouth og tilkynnt um tvær rússneskar flugvélar, sem þeir telja vera Black Jack Heavybombers. 150 mílur norðaustur af landinu. Varðstjóri í flugstjórn var látin vita. Reynt var að hringja í Ratsjárstofnun en enginn svaraði. Hringt var í utanríkisráðuneytið til að fá að vita hvert beina ætti upplýsingunum. Hálftíma síðar segir varðstjóri í flugstjórn að Færeyjaradar hafi hringt og staðfest vélar 150 sjómílur austur af landinu sem stefndu í veg fyrir farþegaflugvél frá Continental flugfélaginu. Flugmaður þeirrar vélar sá sprengjuvélarnar. Klukkan 05:37 hringir Jörundur frá utanríkisráðuneytinu og segist ætla að hafa upp á Ratsjárstofnun. Tíu mínútur yfir sex segir: Flugstjórn lætur vita að Ratsjárstofnun sé í sambandi og hafi spurst fyrir fyrir um vélarnar. Í ljós kemur að Ratsjárstofnun er í símasambandi um gömlu Lokasímana. Um hádegi þennan sama dag fá flugumferðarstjórar í Keflavík tölvupóst frá yfirmanni sínum, Haraldi Ólafssyni, þess efnis að tilmæli hefðu borist frá stjórnvöldum að skylda til þagmælsku yrðu áréttaðar við flugumferðarstjóra og var meðflygjandi lagaákvæði þar um. Neðst í póstinum kemur fram að tilmæli bókananna séu bókanir í dagbók flugturnsins þann 29. september frá fimm um morguninn til klukkan níu. En það eru færslur sem sýndar voru hér á undan um ferðir rússnesku sprengjuflugvélanna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var fylgst með ferðum rússneskuvélanna af Ratsjárstofnun og setið við símann. Það sé flugturnsins að svara fyrir að ekki hafi verið hringt í rétt númer. Ekki fengust svör hvers vegna Ratsjárstofnun lét ekki flugturninn, sem stjórnar almennri flugumferð, vita af ferðum sprengjuflugvélanna. En samkvæmt dagbókinni var það flugturninn sem reyndi að gera Ratsjárstofnun viðvart.
Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira