Ryanair vill Aer Lingus 5. október 2006 09:10 Ein af vélum Ryanair. Mynd/AFP Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gert tilboð í allt hlutafé írska flugfélagsins Aer Lingus. Tilboðið hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða tæplega 130 milljarða íslenskra króna. Ryanair hefur þegar keypt 16 prósent í flugfélaginu. Forstjóri Ryanair segir þetta einstakt tækifæri til að byggja upp eitt sterkt flugfélag á Írlandi. Michael O'Leary, forstjóri flugfélagsins, segir að gangi kaupin muni litlar breytingar verða gerðar á Aer Lingus. Flugfélögin muni keppa eftir sem áður á markaði og fljúga til sömu staða og fyrr, að hans sögn. Aer Lingus var að langmestu leyti í eigu ríkisins en stærstur hluti þess var seldur í almennu hlutafjárútboði í kauphöllunum í Lundúnum í Bretlandi og í Dublin á Írlandi í vikunni á útboðsgenginu genginu 2,2 evrur á hlut. Það samsvarar því að markaðsvirði félagsins nemi 1,13 milljörðum evra eða 99 milljörðum íslenskra króna. Ryanair keypti hins vegar 16 prósent í félaginu á genginu 2,8 evrur á hlut. Írska ríkið átti 85,1 prósent hlutafjár í flugfélaginu en seldi rúm 50 prósent þess í almennu hlutafjárútboði. Breska ríkisútvarpið segir að verði salan samþykkt þá muni írska ríkið fá ríflega 500 milljónir evra eða 43 milljarða krónur í sinn hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gert tilboð í allt hlutafé írska flugfélagsins Aer Lingus. Tilboðið hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða tæplega 130 milljarða íslenskra króna. Ryanair hefur þegar keypt 16 prósent í flugfélaginu. Forstjóri Ryanair segir þetta einstakt tækifæri til að byggja upp eitt sterkt flugfélag á Írlandi. Michael O'Leary, forstjóri flugfélagsins, segir að gangi kaupin muni litlar breytingar verða gerðar á Aer Lingus. Flugfélögin muni keppa eftir sem áður á markaði og fljúga til sömu staða og fyrr, að hans sögn. Aer Lingus var að langmestu leyti í eigu ríkisins en stærstur hluti þess var seldur í almennu hlutafjárútboði í kauphöllunum í Lundúnum í Bretlandi og í Dublin á Írlandi í vikunni á útboðsgenginu genginu 2,2 evrur á hlut. Það samsvarar því að markaðsvirði félagsins nemi 1,13 milljörðum evra eða 99 milljörðum íslenskra króna. Ryanair keypti hins vegar 16 prósent í félaginu á genginu 2,8 evrur á hlut. Írska ríkið átti 85,1 prósent hlutafjár í flugfélaginu en seldi rúm 50 prósent þess í almennu hlutafjárútboði. Breska ríkisútvarpið segir að verði salan samþykkt þá muni írska ríkið fá ríflega 500 milljónir evra eða 43 milljarða krónur í sinn hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf