Úrslitaleikirnir spilaðir í Moskvu og Róm 4. október 2006 16:55 Luzhniki leikvangurinn í Moskvu hýsir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni árið 2008 Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir. Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu árið 2008 fer fram á Luzhniki leikvanginum í Moskvu, en athygli vekur að það er gervigrasvöllur og fór fyrsti gervigrasleikurinn í Meistaradeild Evrópu einmitt fram á þessum velli fyrir skömmu. Úrslitaleikurinn mun þó ekki fara fram á gervigrasi, þar sem nýtt gras verður lagt á völlinn fyrir úrslitaleikinn eftir tvö ár. Luzhniki var byggður árið 1956 en hefur verið mikið endurnýjaður síðan. Hann tók upphaflega yfir 100.000 manns í sæti en hýsir tæp 85.000 eftir endurbæturnar. Gervigras hefur verið á vellinum síðan árið 2002 og er þetta hágæða gervigras sem nýverið hlaut náð evrópska knattspyrnusambandsins fyrir leiki í meistaradeild. Síðast var haldinn stór úrslitaleikur á Luzhniki árið 1999 þegar Marseille og Parma spiluðu þar til úrslita í Evrópukeppni félagsliða. Úrslitaleikurinn árið 2009 fer svo fram á Ólympíuleikvangnum í Róm, en þann völl þarf líklega ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hér er um að ræða heimavöll ítölsku stórveldanna Lazio og Roma. Úrslitaleikirnir í Evrópukeppni meistaraliða voru spilaðir á velli þessum árin 1977, 1984 og árið 1996. Þá var auðvitað úrslitaleikur Vestur-Þjóðverja og Argentínumanna í heimsmeistarakeppninni spilaður á þessum velli árið 1990. City of Manchester Stadium í Manchester, heimavöllur Manchester City, mun svo hýsa úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008, en hann tekur 47.000 manns í sæti og er einn af nýrri og glæsilegri völlum á Englandi. Völlurinn var upphaflega byggður fyrir Samveldisleikana árið 2002 og er einnig vinsæll tónleikastaður. Loks verður úrslitaleikurinn í sömu keppni árið 2009 haldinn á Sükrü Saraçoglu vellinum í Kadikoy-hluta Istanbul í Tyrklandi, en hann er einstakur fyrir þær sakir að engar hlaupabrautir eru í kring um völlinn. Þetta er heimavöllur knattspyrnuliðsins Fenerbahce. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir. Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu árið 2008 fer fram á Luzhniki leikvanginum í Moskvu, en athygli vekur að það er gervigrasvöllur og fór fyrsti gervigrasleikurinn í Meistaradeild Evrópu einmitt fram á þessum velli fyrir skömmu. Úrslitaleikurinn mun þó ekki fara fram á gervigrasi, þar sem nýtt gras verður lagt á völlinn fyrir úrslitaleikinn eftir tvö ár. Luzhniki var byggður árið 1956 en hefur verið mikið endurnýjaður síðan. Hann tók upphaflega yfir 100.000 manns í sæti en hýsir tæp 85.000 eftir endurbæturnar. Gervigras hefur verið á vellinum síðan árið 2002 og er þetta hágæða gervigras sem nýverið hlaut náð evrópska knattspyrnusambandsins fyrir leiki í meistaradeild. Síðast var haldinn stór úrslitaleikur á Luzhniki árið 1999 þegar Marseille og Parma spiluðu þar til úrslita í Evrópukeppni félagsliða. Úrslitaleikurinn árið 2009 fer svo fram á Ólympíuleikvangnum í Róm, en þann völl þarf líklega ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hér er um að ræða heimavöll ítölsku stórveldanna Lazio og Roma. Úrslitaleikirnir í Evrópukeppni meistaraliða voru spilaðir á velli þessum árin 1977, 1984 og árið 1996. Þá var auðvitað úrslitaleikur Vestur-Þjóðverja og Argentínumanna í heimsmeistarakeppninni spilaður á þessum velli árið 1990. City of Manchester Stadium í Manchester, heimavöllur Manchester City, mun svo hýsa úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008, en hann tekur 47.000 manns í sæti og er einn af nýrri og glæsilegri völlum á Englandi. Völlurinn var upphaflega byggður fyrir Samveldisleikana árið 2002 og er einnig vinsæll tónleikastaður. Loks verður úrslitaleikurinn í sömu keppni árið 2009 haldinn á Sükrü Saraçoglu vellinum í Kadikoy-hluta Istanbul í Tyrklandi, en hann er einstakur fyrir þær sakir að engar hlaupabrautir eru í kring um völlinn. Þetta er heimavöllur knattspyrnuliðsins Fenerbahce.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira