Hugmyndir um lækkun matvælaverðs kynntar fljótlega 3. október 2006 20:14 Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. Í stefnuræðu sinni sagði hann að Íslendingar þyrftu nú að ákveða hvernig standa ætti að nýtingu orkulinda í framtíðinni en það þyrfti að gera af fullri virðingu fyrir náttúrunni. Mikið hefur verið rætt um lækkun á matvælaverði. Forsætisráðherrann sagði hugmyndir sem leiða til lækkunar matvælaverðs á lokastigi og að þær verði kynntar fljótlega. Hann lét þó ekkert annað uppi um hugmyndirnar. Geir gerði einnig varnarmálin að umræðuefni í ræðu sinni. Samkomulagið um varnarmál við Bandaríkjastjórn, sem kynnt var í vikunni, væri Íslendingum hagstætt en ljóst væri að Íslendingar þyrftu sjálfir að vera virkari í eigin öryggismálum. Forsætisráðherrann sagði mikinn efnahagslegan ávinning hafa náðst á síðustu árum og að kaupmáttur hefði aukist. Helsta verkefni stjórnvalda og Seðlabanka Íslands undanfarið hafi verið að ná verðbólgunni niður og sagði hann allar líkur á að hún verði komin niður í 2,5% um mitt næsta ár. Brugðist hafi verið við óróa í þjóðarbúskapnum með öflugum aðhaldsaðgerðum en nú væri hægt að halda áfram með þær samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar að undanförnu. Þannig verði sérstakt átak á umferðaræðum við Reykjavík og vonast hann til að það geti dregið úr slysum. Hann sagði nefnd á vegum þingsins vera að ræða um málefni öryrkja en þar væri fjallað um leiðir til að gera öryrkjum kleift að nýta starfsorku sína sem best. Frumvarp um heilbrigðismál þar sem tekið er á grunnskipulagi heilbrigðismála verður lagt fram á þinginu en þar verða meðal annar styrktar þær leiðir sem aðrir aðilar en ríkið hafa til að sinna heilbrigðisþjónustu. Fjölmiðlafrumvarp og frumvarp um Ríkisútvarpið verða lögð fram í upphafi þings. Geir sagði meiri frið hafa verið undanfarið um fiskveiðistjórnunarmál og lagði hann í ræðu sinni áherslu á rétt Íslendinga sem sjálfbærrar þjóðar að nýta auðlindir sínar. Forsætisráðherrann stiklaði einnig á öðrum málum svo sem sameiningu lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, uppbyggingu gsm kerfisins á vegum landsins, uppbyggingu fangelsa og stofnun þjóðgarðs við Vatnajökul. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. Í stefnuræðu sinni sagði hann að Íslendingar þyrftu nú að ákveða hvernig standa ætti að nýtingu orkulinda í framtíðinni en það þyrfti að gera af fullri virðingu fyrir náttúrunni. Mikið hefur verið rætt um lækkun á matvælaverði. Forsætisráðherrann sagði hugmyndir sem leiða til lækkunar matvælaverðs á lokastigi og að þær verði kynntar fljótlega. Hann lét þó ekkert annað uppi um hugmyndirnar. Geir gerði einnig varnarmálin að umræðuefni í ræðu sinni. Samkomulagið um varnarmál við Bandaríkjastjórn, sem kynnt var í vikunni, væri Íslendingum hagstætt en ljóst væri að Íslendingar þyrftu sjálfir að vera virkari í eigin öryggismálum. Forsætisráðherrann sagði mikinn efnahagslegan ávinning hafa náðst á síðustu árum og að kaupmáttur hefði aukist. Helsta verkefni stjórnvalda og Seðlabanka Íslands undanfarið hafi verið að ná verðbólgunni niður og sagði hann allar líkur á að hún verði komin niður í 2,5% um mitt næsta ár. Brugðist hafi verið við óróa í þjóðarbúskapnum með öflugum aðhaldsaðgerðum en nú væri hægt að halda áfram með þær samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar að undanförnu. Þannig verði sérstakt átak á umferðaræðum við Reykjavík og vonast hann til að það geti dregið úr slysum. Hann sagði nefnd á vegum þingsins vera að ræða um málefni öryrkja en þar væri fjallað um leiðir til að gera öryrkjum kleift að nýta starfsorku sína sem best. Frumvarp um heilbrigðismál þar sem tekið er á grunnskipulagi heilbrigðismála verður lagt fram á þinginu en þar verða meðal annar styrktar þær leiðir sem aðrir aðilar en ríkið hafa til að sinna heilbrigðisþjónustu. Fjölmiðlafrumvarp og frumvarp um Ríkisútvarpið verða lögð fram í upphafi þings. Geir sagði meiri frið hafa verið undanfarið um fiskveiðistjórnunarmál og lagði hann í ræðu sinni áherslu á rétt Íslendinga sem sjálfbærrar þjóðar að nýta auðlindir sínar. Forsætisráðherrann stiklaði einnig á öðrum málum svo sem sameiningu lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, uppbyggingu gsm kerfisins á vegum landsins, uppbyggingu fangelsa og stofnun þjóðgarðs við Vatnajökul. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana
Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira