Hugmyndir um lækkun matvælaverðs kynntar fljótlega 3. október 2006 20:14 Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. Í stefnuræðu sinni sagði hann að Íslendingar þyrftu nú að ákveða hvernig standa ætti að nýtingu orkulinda í framtíðinni en það þyrfti að gera af fullri virðingu fyrir náttúrunni. Mikið hefur verið rætt um lækkun á matvælaverði. Forsætisráðherrann sagði hugmyndir sem leiða til lækkunar matvælaverðs á lokastigi og að þær verði kynntar fljótlega. Hann lét þó ekkert annað uppi um hugmyndirnar. Geir gerði einnig varnarmálin að umræðuefni í ræðu sinni. Samkomulagið um varnarmál við Bandaríkjastjórn, sem kynnt var í vikunni, væri Íslendingum hagstætt en ljóst væri að Íslendingar þyrftu sjálfir að vera virkari í eigin öryggismálum. Forsætisráðherrann sagði mikinn efnahagslegan ávinning hafa náðst á síðustu árum og að kaupmáttur hefði aukist. Helsta verkefni stjórnvalda og Seðlabanka Íslands undanfarið hafi verið að ná verðbólgunni niður og sagði hann allar líkur á að hún verði komin niður í 2,5% um mitt næsta ár. Brugðist hafi verið við óróa í þjóðarbúskapnum með öflugum aðhaldsaðgerðum en nú væri hægt að halda áfram með þær samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar að undanförnu. Þannig verði sérstakt átak á umferðaræðum við Reykjavík og vonast hann til að það geti dregið úr slysum. Hann sagði nefnd á vegum þingsins vera að ræða um málefni öryrkja en þar væri fjallað um leiðir til að gera öryrkjum kleift að nýta starfsorku sína sem best. Frumvarp um heilbrigðismál þar sem tekið er á grunnskipulagi heilbrigðismála verður lagt fram á þinginu en þar verða meðal annar styrktar þær leiðir sem aðrir aðilar en ríkið hafa til að sinna heilbrigðisþjónustu. Fjölmiðlafrumvarp og frumvarp um Ríkisútvarpið verða lögð fram í upphafi þings. Geir sagði meiri frið hafa verið undanfarið um fiskveiðistjórnunarmál og lagði hann í ræðu sinni áherslu á rétt Íslendinga sem sjálfbærrar þjóðar að nýta auðlindir sínar. Forsætisráðherrann stiklaði einnig á öðrum málum svo sem sameiningu lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, uppbyggingu gsm kerfisins á vegum landsins, uppbyggingu fangelsa og stofnun þjóðgarðs við Vatnajökul. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Fréttir Innlent Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. Í stefnuræðu sinni sagði hann að Íslendingar þyrftu nú að ákveða hvernig standa ætti að nýtingu orkulinda í framtíðinni en það þyrfti að gera af fullri virðingu fyrir náttúrunni. Mikið hefur verið rætt um lækkun á matvælaverði. Forsætisráðherrann sagði hugmyndir sem leiða til lækkunar matvælaverðs á lokastigi og að þær verði kynntar fljótlega. Hann lét þó ekkert annað uppi um hugmyndirnar. Geir gerði einnig varnarmálin að umræðuefni í ræðu sinni. Samkomulagið um varnarmál við Bandaríkjastjórn, sem kynnt var í vikunni, væri Íslendingum hagstætt en ljóst væri að Íslendingar þyrftu sjálfir að vera virkari í eigin öryggismálum. Forsætisráðherrann sagði mikinn efnahagslegan ávinning hafa náðst á síðustu árum og að kaupmáttur hefði aukist. Helsta verkefni stjórnvalda og Seðlabanka Íslands undanfarið hafi verið að ná verðbólgunni niður og sagði hann allar líkur á að hún verði komin niður í 2,5% um mitt næsta ár. Brugðist hafi verið við óróa í þjóðarbúskapnum með öflugum aðhaldsaðgerðum en nú væri hægt að halda áfram með þær samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar að undanförnu. Þannig verði sérstakt átak á umferðaræðum við Reykjavík og vonast hann til að það geti dregið úr slysum. Hann sagði nefnd á vegum þingsins vera að ræða um málefni öryrkja en þar væri fjallað um leiðir til að gera öryrkjum kleift að nýta starfsorku sína sem best. Frumvarp um heilbrigðismál þar sem tekið er á grunnskipulagi heilbrigðismála verður lagt fram á þinginu en þar verða meðal annar styrktar þær leiðir sem aðrir aðilar en ríkið hafa til að sinna heilbrigðisþjónustu. Fjölmiðlafrumvarp og frumvarp um Ríkisútvarpið verða lögð fram í upphafi þings. Geir sagði meiri frið hafa verið undanfarið um fiskveiðistjórnunarmál og lagði hann í ræðu sinni áherslu á rétt Íslendinga sem sjálfbærrar þjóðar að nýta auðlindir sínar. Forsætisráðherrann stiklaði einnig á öðrum málum svo sem sameiningu lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, uppbyggingu gsm kerfisins á vegum landsins, uppbyggingu fangelsa og stofnun þjóðgarðs við Vatnajökul. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana
Fréttir Innlent Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent