Frjálslyndi armurinn hefur náð yfirhöndinni 3. október 2006 17:50 Frjálslyndur armur Sjálfstæðisflokksins hefur náð yfirhöndinni, segir stjórnmálafræðingur í framhaldi af því að Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri flokksins. Ungur lögmaður, Andri Óttarsson, tekur við þessari valdamiklu stöðu af Kjartani.Eftir 26 ára starf sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins tilkynnti Kjartan Gunnarsson á miðstjórnarfundi upp úr hádegi í dag að hann væri hættur. Brotthvarf Kjartans er að hans eigin frumkvæði og hann hyggst halda áfram að starfa fyrir flokkinn en kveðst ekki á leið í framboð.Andri Óttarsson sem tekur við af Kjartani á næstu vikum er rösklega þrítugur lögmaður og lagði í fyrra stund á meistaranám í mannréttindum. Honum líst vel á starfið en gerir ekki ráð fyrir stefnubreytingu við mannaskiptin.Geir H. Haarde forsætisráðherra var kampakátur þegar hann gekk út af miðstjórnarfundinum í dag. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn þakklátan fyrir störf Kjartans Gunnarssonar og neitaði því að pólitík hefði áhrif á brottför hans. Þetta væru kynslóðaskipti.Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur segir ýmislegt mega lesa í val á eftirmanni Kjartans Gunnarssonar, enda komi Andri úr ungliðahreyfingunni þar sem átökin milli frjálshyggjuarmsins og hins frjálslyndari hafi verið hvað skýrust. Segja megi að nú hafi frjálslyndi armurinn náð yfirhöndinni í flokknum. Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Frjálslyndur armur Sjálfstæðisflokksins hefur náð yfirhöndinni, segir stjórnmálafræðingur í framhaldi af því að Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri flokksins. Ungur lögmaður, Andri Óttarsson, tekur við þessari valdamiklu stöðu af Kjartani.Eftir 26 ára starf sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins tilkynnti Kjartan Gunnarsson á miðstjórnarfundi upp úr hádegi í dag að hann væri hættur. Brotthvarf Kjartans er að hans eigin frumkvæði og hann hyggst halda áfram að starfa fyrir flokkinn en kveðst ekki á leið í framboð.Andri Óttarsson sem tekur við af Kjartani á næstu vikum er rösklega þrítugur lögmaður og lagði í fyrra stund á meistaranám í mannréttindum. Honum líst vel á starfið en gerir ekki ráð fyrir stefnubreytingu við mannaskiptin.Geir H. Haarde forsætisráðherra var kampakátur þegar hann gekk út af miðstjórnarfundinum í dag. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn þakklátan fyrir störf Kjartans Gunnarssonar og neitaði því að pólitík hefði áhrif á brottför hans. Þetta væru kynslóðaskipti.Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur segir ýmislegt mega lesa í val á eftirmanni Kjartans Gunnarssonar, enda komi Andri úr ungliðahreyfingunni þar sem átökin milli frjálshyggjuarmsins og hins frjálslyndari hafi verið hvað skýrust. Segja megi að nú hafi frjálslyndi armurinn náð yfirhöndinni í flokknum.
Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira