Mikil endurnýjun í þingmannahópnum 3. október 2006 12:29 Mikil endurnýjun verður í þingmannahópnum við upphaf næsta kjörtímabils. Sjö þingmenn hafa hætt á kjörtímabilinu og aðrir sjö tilkynnt að þeir hyggist hætta við lok kjörtímabilsins. Við þingsetningu í gær gerði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, meðal annars þá þróun að umtalsefni sínu að margir reyndir þingmenn væru að hverfa á brott af þingi. Sú þróun væri einnig að eiga sér stað að þingmenn stöldruðu líka styttra við en áður. Ef litið er á þær breytingar sem orðið hafa á kjörtímabilinu sést að af sextíu og þremur þingmönnum hafa sjö horfið af vettvangi stjórnmála. Árni Magnússon fór úr félagsmálaráðneytinu til Glitnis. Bryndís Hlöðversdóttir er núna aðstoðarrektor á Birföst. Davíð Oddsson tók við starfi Seðlabankastjóra. Guðmundur Árni Stefánsson gerðist sendiherra í Svíþjóð. Gunnar I. Birgisson tók við bæjarstjórastólnum í Kópavogi. Halldór Ásgrímsson hætti sem forsætisráðherra og Tómas Ingi Olrich er í sendiráðinu í París. Aðrir sjö reyndir þingmenn hafa tilkynnt að þeir ætli að hætta þingmennsku að kjörtímabilinu loknu en þetta eru þau Guðmundur Hallvarðsson, Halldór Blöndal, Jóhann Ársælsson, Jón Kristjánsson, Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Ljóst er því að rúmur fimmtungur þeirra þingmanna sem kjörinn var í síðustu kosningum kemur til með að sinna öðrum störfum en þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Mikil endurnýjun verður í þingmannahópnum við upphaf næsta kjörtímabils. Sjö þingmenn hafa hætt á kjörtímabilinu og aðrir sjö tilkynnt að þeir hyggist hætta við lok kjörtímabilsins. Við þingsetningu í gær gerði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, meðal annars þá þróun að umtalsefni sínu að margir reyndir þingmenn væru að hverfa á brott af þingi. Sú þróun væri einnig að eiga sér stað að þingmenn stöldruðu líka styttra við en áður. Ef litið er á þær breytingar sem orðið hafa á kjörtímabilinu sést að af sextíu og þremur þingmönnum hafa sjö horfið af vettvangi stjórnmála. Árni Magnússon fór úr félagsmálaráðneytinu til Glitnis. Bryndís Hlöðversdóttir er núna aðstoðarrektor á Birföst. Davíð Oddsson tók við starfi Seðlabankastjóra. Guðmundur Árni Stefánsson gerðist sendiherra í Svíþjóð. Gunnar I. Birgisson tók við bæjarstjórastólnum í Kópavogi. Halldór Ásgrímsson hætti sem forsætisráðherra og Tómas Ingi Olrich er í sendiráðinu í París. Aðrir sjö reyndir þingmenn hafa tilkynnt að þeir ætli að hætta þingmennsku að kjörtímabilinu loknu en þetta eru þau Guðmundur Hallvarðsson, Halldór Blöndal, Jóhann Ársælsson, Jón Kristjánsson, Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Ljóst er því að rúmur fimmtungur þeirra þingmanna sem kjörinn var í síðustu kosningum kemur til með að sinna öðrum störfum en þingmennsku að kjörtímabilinu loknu.
Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira