Alþingi sett á morgun 1. október 2006 18:25 MYND/GVA Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. Sólveig Pétursdóttir var gestur NFS í hádegisviðtalinu þar sem hún skýrði ástæður þess að hún kaus að hverfa úr stjórnmálum. Hún sagði mikilvægt að stjórnmálamenn þekktu sinn vitjunartíma og hættu á toppnum. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi tengst málefnum Kristins Björnssonar, eiginmans hennar og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, segir Sólveig svo ekki vera. Þessa ákvörðun taki hún sem einstaklingur út frá sinni eigin reynslu. Hún hafi þó sagt það áður að hún væri ekki mannleg ef hún myndi ekki viðurkenna það að umræðan um málið hafi á köflum verið erfið og það sé erfitt að sitja undir slíkum umræðum árum saman án þess að niðurstaða sé komin í málið. Margar sterkar og áberandi konur hafa að undanförnu lýst því yfir að þær hverfi úr pólitík. Þar má nefna auk Sólveigar þær Margréti Frímannsdóttur. Rannveigu Guðmundsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur. Sólveig segist vonast til að verða aftur kjörinn forseti þingsins enda enn margt ógert á forsetastóli svo sem breytingar á þingsköpum og sérstakt ungdómsþing til að þjálfa unglinga til pólitískrar þáttöku. Aðspurð hvort karlar og konur hafi jöfn tækifæri innan Sjálfstæðisflokksins segir Sólveig að hún hafi svolitlar áhyggjur af því að að prófkjörin eins og þau séu í dag, með mikilli smölun, geti reynst konum erfiðari en körlum. Spurð hvort það hafi ekki sannast í síðasta prófkjöri fyrir þingkosningar segir Sólveig að það hafi verið erfitt prófkjör fyrir konur en auðvitað læri þær af reynslunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. Sólveig Pétursdóttir var gestur NFS í hádegisviðtalinu þar sem hún skýrði ástæður þess að hún kaus að hverfa úr stjórnmálum. Hún sagði mikilvægt að stjórnmálamenn þekktu sinn vitjunartíma og hættu á toppnum. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi tengst málefnum Kristins Björnssonar, eiginmans hennar og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, segir Sólveig svo ekki vera. Þessa ákvörðun taki hún sem einstaklingur út frá sinni eigin reynslu. Hún hafi þó sagt það áður að hún væri ekki mannleg ef hún myndi ekki viðurkenna það að umræðan um málið hafi á köflum verið erfið og það sé erfitt að sitja undir slíkum umræðum árum saman án þess að niðurstaða sé komin í málið. Margar sterkar og áberandi konur hafa að undanförnu lýst því yfir að þær hverfi úr pólitík. Þar má nefna auk Sólveigar þær Margréti Frímannsdóttur. Rannveigu Guðmundsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur. Sólveig segist vonast til að verða aftur kjörinn forseti þingsins enda enn margt ógert á forsetastóli svo sem breytingar á þingsköpum og sérstakt ungdómsþing til að þjálfa unglinga til pólitískrar þáttöku. Aðspurð hvort karlar og konur hafi jöfn tækifæri innan Sjálfstæðisflokksins segir Sólveig að hún hafi svolitlar áhyggjur af því að að prófkjörin eins og þau séu í dag, með mikilli smölun, geti reynst konum erfiðari en körlum. Spurð hvort það hafi ekki sannast í síðasta prófkjöri fyrir þingkosningar segir Sólveig að það hafi verið erfitt prófkjör fyrir konur en auðvitað læri þær af reynslunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira