Vaxandi óánægja með Símann á Vestfjörðum 29. september 2006 16:30 MYND/NFS Alls hafa 1093 skrifað undir áskorun til Símans þess efnis að hann dragi til baka ákvörðun sína um að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði fyrir ADSL þjónustu. Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær Vestfirðingar fái að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir og málið er orðið pólitískt. Síminn gerði þær breytingar á ADSL þjónustu sinni um síðustu mánaðarmót að hraðinn tvöfaldaðist á sumum stöðum en ekki á öðrum. Þannig að ADSL notanda á Vestfjörðum stendur til boða allt að 6 megabit á sekúndu en notanda á höfuðborgarsvæðinu stendur til boða að 12 megabit á sekúndu fyrir svipað verð. Munurinn er 500 krónur á þjónustuleiðum Símans. Óánægja notenda á Vestfjörðum liggur í því að hafa verið skilin útundan við þessar þjónustubreytingar Símans. Undirskriftasöfnunin „Aftur til fortíðar?" fer fram á netinu með yfirskriftinni: "Við undirrituð krefjumst þess að Síminn veiti þá þjónustu sem við borgum fyrir og dragi til baka þá ákvörðun að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði í skjóli einokunar! Undirskriftasöfnun þessi er til komin vegna fjölda fyrirspurna viðskiptavina Snerpu og óánægju þeirra með það að hafa verið látnir sitja eftir í þessar þjónustubreytingar hjá Símanum." Og málið er orðið hápólitískt. Vinstrihreyfingin - grænt framboð sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem þess er krafist að litið sé á landið allt sem eina heild í þjónustustigi og gjaldtöku í fjarskiptum. Þar segir: "Fyrirtækjum í fjarskiptum með markaðsráðandi stöðu verði gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum sama þjónustustig á sömu verðum um allt land. Í svo stóru og dreifbýlu landi verður aldrei hægt að skapa það samkeppnisumhverfi í fjarskiptum að markaðsöflin ein tryggi að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld verða því að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja jafnrétti landsmanna að þessu leyti." NFS kannaði bestu þjónustuleið í boði fyrir nýja viðskiptavini á Bolungarvík, sem var allt að 8 megabita tenging fyrir 5990 krónur á mánuði. Það er þjónustuleið Símans sem nefnist "Bestur". Til samanburðar geta notendur á höfuðborgarsvæðinu fengið allt að 12 megabita tengingu undirt heitinu "Langbestur", fyrir 6490 krónur. Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu sem er tölvu- og internetþjónustufyrirtæki á Ísafirði, segir að vandinn snúist ekki um ákveðnar þjónustuleiðir. Heldur um verð á afnotum af grunnneti Símans. "Notendur á Vestfjörðum, sem eru um 1800 talsins, þurfa að greiða 4000 krónur fyrir afnot af grunnnetinu og tengingu sem er allt að 6 megabit á sekúndu. Sama verð þurfa notendur á höfuðborgarsvæðinu að greiða fyrir tengingu sem er allt að 8 megabit á sekúndu," sagði Björn "Það sem meira er, að fyrir breytinguna (hjá Símanum) þurftu notendur á Vestfjörðum að greiða 4500 fyrir sömu afnot. Ekki er annað að sjá en að til að leiðrétta það þurfi notendur sjálfir að skrá sig á vefsíðu Símans og velja réttan flokk." "Fólkið á Vestfjörðum er óánægt með það að fá ekkert fyrir sinn snúð í þessum þjónustubreytingum fyrir viðskiptavini Símans. Það má líkja þessu við það að Vestfirðingar fari út í búð og kaupi lítra fernu af mjólk en fyrir sama verð fá Sunnlendingar tveggja lítra fernu sem ekki er í boði fyrir vestan, burt séð frá því hvort hún sé full eða hálffull." "Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær við fáum að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir. Það lítur út eins og Síminn hafi ekki vilja til að bregðast við óánægjuröddum viðskiptavina sinna," sagði Björn að lokum. Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Alls hafa 1093 skrifað undir áskorun til Símans þess efnis að hann dragi til baka ákvörðun sína um að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði fyrir ADSL þjónustu. Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær Vestfirðingar fái að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir og málið er orðið pólitískt. Síminn gerði þær breytingar á ADSL þjónustu sinni um síðustu mánaðarmót að hraðinn tvöfaldaðist á sumum stöðum en ekki á öðrum. Þannig að ADSL notanda á Vestfjörðum stendur til boða allt að 6 megabit á sekúndu en notanda á höfuðborgarsvæðinu stendur til boða að 12 megabit á sekúndu fyrir svipað verð. Munurinn er 500 krónur á þjónustuleiðum Símans. Óánægja notenda á Vestfjörðum liggur í því að hafa verið skilin útundan við þessar þjónustubreytingar Símans. Undirskriftasöfnunin „Aftur til fortíðar?" fer fram á netinu með yfirskriftinni: "Við undirrituð krefjumst þess að Síminn veiti þá þjónustu sem við borgum fyrir og dragi til baka þá ákvörðun að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði í skjóli einokunar! Undirskriftasöfnun þessi er til komin vegna fjölda fyrirspurna viðskiptavina Snerpu og óánægju þeirra með það að hafa verið látnir sitja eftir í þessar þjónustubreytingar hjá Símanum." Og málið er orðið hápólitískt. Vinstrihreyfingin - grænt framboð sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem þess er krafist að litið sé á landið allt sem eina heild í þjónustustigi og gjaldtöku í fjarskiptum. Þar segir: "Fyrirtækjum í fjarskiptum með markaðsráðandi stöðu verði gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum sama þjónustustig á sömu verðum um allt land. Í svo stóru og dreifbýlu landi verður aldrei hægt að skapa það samkeppnisumhverfi í fjarskiptum að markaðsöflin ein tryggi að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld verða því að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja jafnrétti landsmanna að þessu leyti." NFS kannaði bestu þjónustuleið í boði fyrir nýja viðskiptavini á Bolungarvík, sem var allt að 8 megabita tenging fyrir 5990 krónur á mánuði. Það er þjónustuleið Símans sem nefnist "Bestur". Til samanburðar geta notendur á höfuðborgarsvæðinu fengið allt að 12 megabita tengingu undirt heitinu "Langbestur", fyrir 6490 krónur. Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu sem er tölvu- og internetþjónustufyrirtæki á Ísafirði, segir að vandinn snúist ekki um ákveðnar þjónustuleiðir. Heldur um verð á afnotum af grunnneti Símans. "Notendur á Vestfjörðum, sem eru um 1800 talsins, þurfa að greiða 4000 krónur fyrir afnot af grunnnetinu og tengingu sem er allt að 6 megabit á sekúndu. Sama verð þurfa notendur á höfuðborgarsvæðinu að greiða fyrir tengingu sem er allt að 8 megabit á sekúndu," sagði Björn "Það sem meira er, að fyrir breytinguna (hjá Símanum) þurftu notendur á Vestfjörðum að greiða 4500 fyrir sömu afnot. Ekki er annað að sjá en að til að leiðrétta það þurfi notendur sjálfir að skrá sig á vefsíðu Símans og velja réttan flokk." "Fólkið á Vestfjörðum er óánægt með það að fá ekkert fyrir sinn snúð í þessum þjónustubreytingum fyrir viðskiptavini Símans. Það má líkja þessu við það að Vestfirðingar fari út í búð og kaupi lítra fernu af mjólk en fyrir sama verð fá Sunnlendingar tveggja lítra fernu sem ekki er í boði fyrir vestan, burt séð frá því hvort hún sé full eða hálffull." "Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær við fáum að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir. Það lítur út eins og Síminn hafi ekki vilja til að bregðast við óánægjuröddum viðskiptavina sinna," sagði Björn að lokum.
Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira