Bill Gates ríkasti maður Bandaríkjanna 22. september 2006 09:16 Warren Buffett og Bill Gates, tveir ríkustu menn Bandaríkjanna. Þeir hafa þekkst í mörg ár og spila stundum saman brids. Mynd/AFP Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, er ríkasti maður Bandaríkjanna, samkvæmt úttekt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Þetta er fjarri því að vera nýlunda því þetta er í 13. árið í röð sem Gates vermir fyrsta sætið. Fast á hæla honum er Warren Buffett. Það merkilega er hins vegar að þeir 400 auðkýfingar sem eru á lista Forbes eiga hver um sig yfir 1 milljarð bandaríkjadala eða jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna. Blaðið segir eignir Gates nema 53 milljörðum dala eða rúmlega 3.700 milljörðum íslenskra króna. Líkt og fyrri ár er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett í öðru sæti en eignir hans nema 46 milljörðum dala eða jafnvirði rúmra 3.200 milljarða íslenskra króna. Á meðal annarra sem verma fimm efstu sætin eru Sheldon Adelson, sem á spilavíti víða um heim, Larry Ellison, stofnandi og forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle, og Paul Allen, en hann stofnaði Microsoft ásamt Bill Gates. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, er ríkasti maður Bandaríkjanna, samkvæmt úttekt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Þetta er fjarri því að vera nýlunda því þetta er í 13. árið í röð sem Gates vermir fyrsta sætið. Fast á hæla honum er Warren Buffett. Það merkilega er hins vegar að þeir 400 auðkýfingar sem eru á lista Forbes eiga hver um sig yfir 1 milljarð bandaríkjadala eða jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna. Blaðið segir eignir Gates nema 53 milljörðum dala eða rúmlega 3.700 milljörðum íslenskra króna. Líkt og fyrri ár er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett í öðru sæti en eignir hans nema 46 milljörðum dala eða jafnvirði rúmra 3.200 milljarða íslenskra króna. Á meðal annarra sem verma fimm efstu sætin eru Sheldon Adelson, sem á spilavíti víða um heim, Larry Ellison, stofnandi og forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle, og Paul Allen, en hann stofnaði Microsoft ásamt Bill Gates.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira