Eigendur Dell-fartölva kanni framleiðslunúmer rafhlöðu 15. ágúst 2006 15:22 Engin af þeim tölvum sem nú eru til sölu hjá umboðsaðila Dell hér á landi, EJS, er með rafhlöður sem kalla þarf inn en eigendur Dell-fartölva eru beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Flestar rafhlaðnanna, eða þrjár milljónir, voru seldar í Bandaríkjunum. Fram kemur á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell. Greint er frá því á fréttavef Politkien að 30 þúsund tölvur verði innkallaðar þar í landi vegna vandans en hér á landi hefur EJS umboð fyrir Dell. Þar á bæ hafa menn ekki fengið neinar kvartanir vegna elds í fartölvurafhlöðum og fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að eftirgrennslan hafi leitt í ljós að að engin að þeim fartölvum sem nú eru til sölu hjá fyrirtækinu séu með rafhlöður sem kallaðar hafa verið inn. Hins vegar eru eigendur Dell-fartölva beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS, ejs.is, og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Ef svo sé er fólk beðið um að hafa samband við fyrirtækið fyrir frekari upplýsingar. Að sögn Halldórs Más Sæmundssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs EJS, er erfitt fyrir fyrirtækið að átta sig á hvort vélar með gallaðar rafhlöður hafi verið seldar hér á landi þar sem um er að ræða framleiðslunúmer rafhlöðunnar en ekki tölvunnar. EJS taki því það skref að biðja viðskiptavini að kanna rafhlöður sínar en fyrirtækið muni áfram reyna að komast að því hvort og þá hve margar vélar séu með gallaðar rafhlöður hér á landi. Hann segir að jafnvel þótt rafhlaða hafi framleiðslunúmer sem tilgreint sé á heimasíðunni sé ekki víst að hún sé gölluð en ef svo reynist vera fái viðskiptavinir að sjálfsögðu nýja rafhlöðu. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Engin af þeim tölvum sem nú eru til sölu hjá umboðsaðila Dell hér á landi, EJS, er með rafhlöður sem kalla þarf inn en eigendur Dell-fartölva eru beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Flestar rafhlaðnanna, eða þrjár milljónir, voru seldar í Bandaríkjunum. Fram kemur á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell. Greint er frá því á fréttavef Politkien að 30 þúsund tölvur verði innkallaðar þar í landi vegna vandans en hér á landi hefur EJS umboð fyrir Dell. Þar á bæ hafa menn ekki fengið neinar kvartanir vegna elds í fartölvurafhlöðum og fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að eftirgrennslan hafi leitt í ljós að að engin að þeim fartölvum sem nú eru til sölu hjá fyrirtækinu séu með rafhlöður sem kallaðar hafa verið inn. Hins vegar eru eigendur Dell-fartölva beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS, ejs.is, og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Ef svo sé er fólk beðið um að hafa samband við fyrirtækið fyrir frekari upplýsingar. Að sögn Halldórs Más Sæmundssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs EJS, er erfitt fyrir fyrirtækið að átta sig á hvort vélar með gallaðar rafhlöður hafi verið seldar hér á landi þar sem um er að ræða framleiðslunúmer rafhlöðunnar en ekki tölvunnar. EJS taki því það skref að biðja viðskiptavini að kanna rafhlöður sínar en fyrirtækið muni áfram reyna að komast að því hvort og þá hve margar vélar séu með gallaðar rafhlöður hér á landi. Hann segir að jafnvel þótt rafhlaða hafi framleiðslunúmer sem tilgreint sé á heimasíðunni sé ekki víst að hún sé gölluð en ef svo reynist vera fái viðskiptavinir að sjálfsögðu nýja rafhlöðu.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira