Vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun 8. ágúst 2006 18:45 Landvernd og systurfélög hennar annars staðar á Norðurlöndum vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun þeirra svæða sem varnarliðið hefur mengað undanfarna áratugi. Þau segja brýnt að bregðast skjótt við enda stutt í að herinn fari. Landvernd fundaði á dögunum með sex öðrum norrænum náttúruverndarsamtökum þar sem meðal annars var rætt um brottför varnarliðsins. Samtökin benda á að víða í heiminum hafi hlotist umtalsverð mengun þar sem herstöðvar hafi verið starfræktar en ekki er hve mikil mengunin er hér á landi. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir þó að vitað sé um menguð svæði. Það hafi reynst umfangsmikil grunnvatnsmengun á Suðurnesjum á níunda áratugnum og í kjölfar þess hafi þurft að loka vatnsbólum í Njarðvík. Mengunin sé því til staðar en spurningin sé hvar hún sé og fjölmörg svæði hafi ekki verið skoðuð með tilliti til þess. Aðspurður um hvers konar mengun sé að ræða nefnir Bergur þrávirk efni eins og PCB sem safnist upp í lífríkinu. Þá bendir hann einnig á hugsanlega blýmengun og leysiefnamengun líkt og fundist hafi í grunnvatninu á Suðurnesjum. Þá telja Landvernd og systursamtök þess að eðlilegt sé að Bandaríkjamenn borgi kostnaðinn af bæði rannsóknum og hreinsun svæðisins. Bergur segir að í umhverfisrétti nú til dags sé mengunarbótareglan í hávegum höfð en hún gangi út á að sá sem mengi borgi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði í samtali í við fréttastofu að ábending Landverndar væri þörf. Hún benti á að varnarviðræður milli Íslands og Bandaríkjanna stæðu nú yfir og þetta væri eitt af þeim málum sem undir væru. Það þyrfti því að bíða niðurstaðna í viðræðunum. Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Landvernd og systurfélög hennar annars staðar á Norðurlöndum vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun þeirra svæða sem varnarliðið hefur mengað undanfarna áratugi. Þau segja brýnt að bregðast skjótt við enda stutt í að herinn fari. Landvernd fundaði á dögunum með sex öðrum norrænum náttúruverndarsamtökum þar sem meðal annars var rætt um brottför varnarliðsins. Samtökin benda á að víða í heiminum hafi hlotist umtalsverð mengun þar sem herstöðvar hafi verið starfræktar en ekki er hve mikil mengunin er hér á landi. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir þó að vitað sé um menguð svæði. Það hafi reynst umfangsmikil grunnvatnsmengun á Suðurnesjum á níunda áratugnum og í kjölfar þess hafi þurft að loka vatnsbólum í Njarðvík. Mengunin sé því til staðar en spurningin sé hvar hún sé og fjölmörg svæði hafi ekki verið skoðuð með tilliti til þess. Aðspurður um hvers konar mengun sé að ræða nefnir Bergur þrávirk efni eins og PCB sem safnist upp í lífríkinu. Þá bendir hann einnig á hugsanlega blýmengun og leysiefnamengun líkt og fundist hafi í grunnvatninu á Suðurnesjum. Þá telja Landvernd og systursamtök þess að eðlilegt sé að Bandaríkjamenn borgi kostnaðinn af bæði rannsóknum og hreinsun svæðisins. Bergur segir að í umhverfisrétti nú til dags sé mengunarbótareglan í hávegum höfð en hún gangi út á að sá sem mengi borgi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði í samtali í við fréttastofu að ábending Landverndar væri þörf. Hún benti á að varnarviðræður milli Íslands og Bandaríkjanna stæðu nú yfir og þetta væri eitt af þeim málum sem undir væru. Það þyrfti því að bíða niðurstaðna í viðræðunum.
Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira