Vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun 8. ágúst 2006 18:45 Landvernd og systurfélög hennar annars staðar á Norðurlöndum vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun þeirra svæða sem varnarliðið hefur mengað undanfarna áratugi. Þau segja brýnt að bregðast skjótt við enda stutt í að herinn fari. Landvernd fundaði á dögunum með sex öðrum norrænum náttúruverndarsamtökum þar sem meðal annars var rætt um brottför varnarliðsins. Samtökin benda á að víða í heiminum hafi hlotist umtalsverð mengun þar sem herstöðvar hafi verið starfræktar en ekki er hve mikil mengunin er hér á landi. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir þó að vitað sé um menguð svæði. Það hafi reynst umfangsmikil grunnvatnsmengun á Suðurnesjum á níunda áratugnum og í kjölfar þess hafi þurft að loka vatnsbólum í Njarðvík. Mengunin sé því til staðar en spurningin sé hvar hún sé og fjölmörg svæði hafi ekki verið skoðuð með tilliti til þess. Aðspurður um hvers konar mengun sé að ræða nefnir Bergur þrávirk efni eins og PCB sem safnist upp í lífríkinu. Þá bendir hann einnig á hugsanlega blýmengun og leysiefnamengun líkt og fundist hafi í grunnvatninu á Suðurnesjum. Þá telja Landvernd og systursamtök þess að eðlilegt sé að Bandaríkjamenn borgi kostnaðinn af bæði rannsóknum og hreinsun svæðisins. Bergur segir að í umhverfisrétti nú til dags sé mengunarbótareglan í hávegum höfð en hún gangi út á að sá sem mengi borgi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði í samtali í við fréttastofu að ábending Landverndar væri þörf. Hún benti á að varnarviðræður milli Íslands og Bandaríkjanna stæðu nú yfir og þetta væri eitt af þeim málum sem undir væru. Það þyrfti því að bíða niðurstaðna í viðræðunum. Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Landvernd og systurfélög hennar annars staðar á Norðurlöndum vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun þeirra svæða sem varnarliðið hefur mengað undanfarna áratugi. Þau segja brýnt að bregðast skjótt við enda stutt í að herinn fari. Landvernd fundaði á dögunum með sex öðrum norrænum náttúruverndarsamtökum þar sem meðal annars var rætt um brottför varnarliðsins. Samtökin benda á að víða í heiminum hafi hlotist umtalsverð mengun þar sem herstöðvar hafi verið starfræktar en ekki er hve mikil mengunin er hér á landi. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir þó að vitað sé um menguð svæði. Það hafi reynst umfangsmikil grunnvatnsmengun á Suðurnesjum á níunda áratugnum og í kjölfar þess hafi þurft að loka vatnsbólum í Njarðvík. Mengunin sé því til staðar en spurningin sé hvar hún sé og fjölmörg svæði hafi ekki verið skoðuð með tilliti til þess. Aðspurður um hvers konar mengun sé að ræða nefnir Bergur þrávirk efni eins og PCB sem safnist upp í lífríkinu. Þá bendir hann einnig á hugsanlega blýmengun og leysiefnamengun líkt og fundist hafi í grunnvatninu á Suðurnesjum. Þá telja Landvernd og systursamtök þess að eðlilegt sé að Bandaríkjamenn borgi kostnaðinn af bæði rannsóknum og hreinsun svæðisins. Bergur segir að í umhverfisrétti nú til dags sé mengunarbótareglan í hávegum höfð en hún gangi út á að sá sem mengi borgi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði í samtali í við fréttastofu að ábending Landverndar væri þörf. Hún benti á að varnarviðræður milli Íslands og Bandaríkjanna stæðu nú yfir og þetta væri eitt af þeim málum sem undir væru. Það þyrfti því að bíða niðurstaðna í viðræðunum.
Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira