Ásakaðir um hrottafengin morð 27. maí 2006 21:04 Vídeómyndir sem fjölmiðlafræðinemi í Haditha tók. Þær sýna eitthvað sem lítur út fyrir að vera líkhús sem sett var upp eftir morðin. Time Magazine fékk myndirnar frá Hammurabi mannréttindasamtökunum. MYND/AP Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Blóðbaðið átti sér stað í bænum Haditha, sem stendur við bakka Efrat-fljóts, en þar hefur verið róstusamt allt frá innrásinni vorið 2003. Kveikjan að því virðist hafa verið sprengjuárás þar sem herforingi úr bandaríska landgönguliðinu lét lífið í nóvember á síðasta ári. Sjónarvottar segja að í kjölfarið hafi félagar mannsins farið hús úr húsi í bænum og skotið á allt sem fyrir varð. Þau fyrstu sem fengu heimsókn frá þeim hálfáttræður maður sem bundinn var við hjólastól og fjölskylda hans, þar á meðal fjögur barnabörn, það elsta átta ára, það yngsta tveggja mánaða. Ekkert þeirra komst lífs af. Svipuð örlög biðu þeirra sem bjuggu í næsta húsi, hjóna með sjö börn sem öll voru undir fjórtán ára aldri. Þegar morðæðið var afstaðið lágu 24 í valnum. Tvennum sögum fer svo af því hvort handsprengjur hafi verið notaðar til að eyðileggja hús fólksins eða jafnvel sprengjum varpað á þau úr flugvélum, en til þess þarf skipun frá yfirmönnum. Landgönguliðarnir gáfu svo falskar skýringar á drápunum, þeir sem féllu í Haditha voru ýmist sagðir hafa dáið í sjálfri vegsprengjuárásinni eða verið úr hópi uppreisnarmanna. Nefnd á vegum Bandaríkjahers vinnur að rannsókn málsins og mun hún skila niðurstöðum sínum á næstunni en fullvíst er talið að hún leggi til að þeir sem beri ábyrgð á ódæðunum verði sóttir til saka. Mennirnir hafa allir verið leystir frá störfum á meðan ásakanirnar eru kannaðar til hlítar. Verði þær sannaðar er þarna um að ræða verstu illvirki bandarískra hermanna í Írak frá innrásinni, jafnvel enn verri en misþyrmingarnar í Abu Ghraib. Bandaríkin Írak Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Blóðbaðið átti sér stað í bænum Haditha, sem stendur við bakka Efrat-fljóts, en þar hefur verið róstusamt allt frá innrásinni vorið 2003. Kveikjan að því virðist hafa verið sprengjuárás þar sem herforingi úr bandaríska landgönguliðinu lét lífið í nóvember á síðasta ári. Sjónarvottar segja að í kjölfarið hafi félagar mannsins farið hús úr húsi í bænum og skotið á allt sem fyrir varð. Þau fyrstu sem fengu heimsókn frá þeim hálfáttræður maður sem bundinn var við hjólastól og fjölskylda hans, þar á meðal fjögur barnabörn, það elsta átta ára, það yngsta tveggja mánaða. Ekkert þeirra komst lífs af. Svipuð örlög biðu þeirra sem bjuggu í næsta húsi, hjóna með sjö börn sem öll voru undir fjórtán ára aldri. Þegar morðæðið var afstaðið lágu 24 í valnum. Tvennum sögum fer svo af því hvort handsprengjur hafi verið notaðar til að eyðileggja hús fólksins eða jafnvel sprengjum varpað á þau úr flugvélum, en til þess þarf skipun frá yfirmönnum. Landgönguliðarnir gáfu svo falskar skýringar á drápunum, þeir sem féllu í Haditha voru ýmist sagðir hafa dáið í sjálfri vegsprengjuárásinni eða verið úr hópi uppreisnarmanna. Nefnd á vegum Bandaríkjahers vinnur að rannsókn málsins og mun hún skila niðurstöðum sínum á næstunni en fullvíst er talið að hún leggi til að þeir sem beri ábyrgð á ódæðunum verði sóttir til saka. Mennirnir hafa allir verið leystir frá störfum á meðan ásakanirnar eru kannaðar til hlítar. Verði þær sannaðar er þarna um að ræða verstu illvirki bandarískra hermanna í Írak frá innrásinni, jafnvel enn verri en misþyrmingarnar í Abu Ghraib.
Bandaríkin Írak Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira