Vilja að hækkanir taki strax gildi 25. apríl 2006 23:37 Hrafnista í Reykjavík MYND/Vísir Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu ákváðu að hækka laun ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra í dag. Talsmaður starfsmannanna segir þessa einhliða ákvörðun ekki eðlilega starfshætti og segir að hækkunin hefði strax átt að taka gildi. Eftir að það slitnaði upp úr samningafundi tilkynnti stjórn samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu að ákveðið hefði verið að hækka laun starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum til jafns við laun starfsfólks Reykjavíkurborgar í sambærilegum störfum. Heimilin sem um ræðir eru Ás, Eir, Grund, Hrafnista í Reykjavík og í Hafnarfirði, Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Skógarbær, Sóltún, Sunnuhlíð, Víðines og Vífilstaðir. Tveir þriðju hlutar hækkunarinnar koma til framkvæmda frá og með 1. maí næst komandi, fjögra prósenta hækkun kemur svo til framkvæmda 1. september og laun verða að fullu sambærileg þann 1. janúar 2007. Kristján Sigurðsson, formaður samninganefndar fyrirtækjanna, segir að þeir hefðu viljað sjá hækkanirnar eiga sér stað yfir lengri tíma en raunin varð. Álfheiður Bjarnadóttir, talsmaður starfsfólksins, segir þau ósátt við hvernig staðið hafi verið að málum. Eðlilegt hefði verið að ná samkomulagi við hópinn. Kristján segir það hafa verið fyrsta kostinn en þar sem þeir litu svo á að samkomulag myndi ekki nást tóku þeir næst besta kostinn. Álfheiður segir starfsfólkið ósátt við að hækkanirnar taki ekki strax gildi og það að ákvörðunin hafi verið einhliða erfiði allt eftirlit með launahækkununum. Hún segir næstu skref óljós en starfsfólkið fundi á fimmtudaginn og þá verði ákvarðanir teknar. Efling stéttarfélag hefur sent frá sér áskorun til samninganefndar fyrirtækjanna um að endurskoða afstöðuna til tímasetninganna sem ágreiningur er um. Jafnframt skorar félagið á ráðherra fjármála- og heilbrigðismála að höggva þegar í stað á þennan hnút í deilunni. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu ákváðu að hækka laun ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra í dag. Talsmaður starfsmannanna segir þessa einhliða ákvörðun ekki eðlilega starfshætti og segir að hækkunin hefði strax átt að taka gildi. Eftir að það slitnaði upp úr samningafundi tilkynnti stjórn samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu að ákveðið hefði verið að hækka laun starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum til jafns við laun starfsfólks Reykjavíkurborgar í sambærilegum störfum. Heimilin sem um ræðir eru Ás, Eir, Grund, Hrafnista í Reykjavík og í Hafnarfirði, Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Skógarbær, Sóltún, Sunnuhlíð, Víðines og Vífilstaðir. Tveir þriðju hlutar hækkunarinnar koma til framkvæmda frá og með 1. maí næst komandi, fjögra prósenta hækkun kemur svo til framkvæmda 1. september og laun verða að fullu sambærileg þann 1. janúar 2007. Kristján Sigurðsson, formaður samninganefndar fyrirtækjanna, segir að þeir hefðu viljað sjá hækkanirnar eiga sér stað yfir lengri tíma en raunin varð. Álfheiður Bjarnadóttir, talsmaður starfsfólksins, segir þau ósátt við hvernig staðið hafi verið að málum. Eðlilegt hefði verið að ná samkomulagi við hópinn. Kristján segir það hafa verið fyrsta kostinn en þar sem þeir litu svo á að samkomulag myndi ekki nást tóku þeir næst besta kostinn. Álfheiður segir starfsfólkið ósátt við að hækkanirnar taki ekki strax gildi og það að ákvörðunin hafi verið einhliða erfiði allt eftirlit með launahækkununum. Hún segir næstu skref óljós en starfsfólkið fundi á fimmtudaginn og þá verði ákvarðanir teknar. Efling stéttarfélag hefur sent frá sér áskorun til samninganefndar fyrirtækjanna um að endurskoða afstöðuna til tímasetninganna sem ágreiningur er um. Jafnframt skorar félagið á ráðherra fjármála- og heilbrigðismála að höggva þegar í stað á þennan hnút í deilunni.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira