Hafa náð meira af amfetamíni nú en allt árið í fyrra 18. apríl 2006 18:45 Lögregla hefur, það sem af er ársins, lagt hald á meira magn af amfetamíni heldur en allt árið í fyrra. Einn Íslendinganna þriggja, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna umfangsmikils fíkniefnamáls, kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. Það sem af er árinu segja bráðabirgðatölu frá ríkislögreglustjóra að þegar hafi náðst 9,4 kíló af amfetamíni og er þá ekki talið með umfangsmikla málið sem NFS sagði frá í fréttum í gærkvöldi. Þar er um að ræða samkvæmt heimildum á þriðja tug kílóa af hassi og amfetamíni og því ljóst að árangurinn er mun betri í ár heldur en allt árið í fyrra þegar náðust rúm fjórtán kíló. Málið sem nú er til rannsóknar hjá Lögreglunni í Reykjvík kom fyrst upp þann þriðja apríl síðastliðinn þegar tollgæslan fann fíkniefnin í notaðri fólksbifreið sem flutt hafði verið til landsins. Lögreglan lét til skarar skríða að kvöldi skírdags þegar þrír menn tæmdu bílinn af fíkniefnum í iðnaðarhúsi á Höfðanum í Reykjavík. Þrír Íslendingar og einn Hollendingur var úrskurðaðir í gæsluvarðhald í framhaldinu. Einn Íslendinganna kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. Það ár fundust átta kíló af amfetamíni sem flutt voru inn með Dettifossi frá Hollandi. Tveir Íslendingar voru handteknir ytra. Sá síðarnefndi var ekki framseldur þar sem hann var ekki talinn tengjast innflutningnum en við húsleit í Hollandi þar sem hann dvaldi fannst kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana. Ásamt Íslendingnum tengdist málinu Hollendingur sem húsleitin var gerð hjá. Nú hefur Íslendingurinn hins vegar verið handtekinn vegna málsins sem upp komst á skírdag en þar fundust, samkvæmt heimildum, á milli tuttugu og þrjátíu kíló af fíkniefnum. Óstaðfestar heimildir herma að Hollendingur sem nú situr í haldi íslensku lögreglunnar sé sá sem Íslendingurinn bjó hjá á sínum tíma úti í Hollandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Lögregla hefur, það sem af er ársins, lagt hald á meira magn af amfetamíni heldur en allt árið í fyrra. Einn Íslendinganna þriggja, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna umfangsmikils fíkniefnamáls, kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. Það sem af er árinu segja bráðabirgðatölu frá ríkislögreglustjóra að þegar hafi náðst 9,4 kíló af amfetamíni og er þá ekki talið með umfangsmikla málið sem NFS sagði frá í fréttum í gærkvöldi. Þar er um að ræða samkvæmt heimildum á þriðja tug kílóa af hassi og amfetamíni og því ljóst að árangurinn er mun betri í ár heldur en allt árið í fyrra þegar náðust rúm fjórtán kíló. Málið sem nú er til rannsóknar hjá Lögreglunni í Reykjvík kom fyrst upp þann þriðja apríl síðastliðinn þegar tollgæslan fann fíkniefnin í notaðri fólksbifreið sem flutt hafði verið til landsins. Lögreglan lét til skarar skríða að kvöldi skírdags þegar þrír menn tæmdu bílinn af fíkniefnum í iðnaðarhúsi á Höfðanum í Reykjavík. Þrír Íslendingar og einn Hollendingur var úrskurðaðir í gæsluvarðhald í framhaldinu. Einn Íslendinganna kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. Það ár fundust átta kíló af amfetamíni sem flutt voru inn með Dettifossi frá Hollandi. Tveir Íslendingar voru handteknir ytra. Sá síðarnefndi var ekki framseldur þar sem hann var ekki talinn tengjast innflutningnum en við húsleit í Hollandi þar sem hann dvaldi fannst kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana. Ásamt Íslendingnum tengdist málinu Hollendingur sem húsleitin var gerð hjá. Nú hefur Íslendingurinn hins vegar verið handtekinn vegna málsins sem upp komst á skírdag en þar fundust, samkvæmt heimildum, á milli tuttugu og þrjátíu kíló af fíkniefnum. Óstaðfestar heimildir herma að Hollendingur sem nú situr í haldi íslensku lögreglunnar sé sá sem Íslendingurinn bjó hjá á sínum tíma úti í Hollandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira