Flytji réttleysið ekki milli landa 7. febrúar 2006 08:15 Formenn BSRB og ASÍ skrifuðu undir áskorunina fyrir hönd sinna hreyfinga. MYND/Hari Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB. Þjónustutilskipun Evrópusambandsins hefur valdið miklum deilum síðan hún tók gildi. Þeir sem eru hlynntir henni segja hana auka viðskipti milli landa þar sem dregið sé úr hömlum. Andstæðingar hennar segja hana hins vegar grafa undan réttindum launafólks, það sé vegna þess að hún opni fyrir að fólk sé ráðið frá láglaunasvæðum innan Evrópusambandsins á lakari kjörum og með minni réttindi en í þeim löndum sem fólkið er ráðið til starfa í. "Svokölluð upprunalandshugsun eða þáttur í tilskipuninni er þess valdandi að reglur og réttindi fylgja fyrirtækjum sem flytja milli landa, þannig að menn eru að flytja réttleysi milli landa og það er nokkuð sem við viljum koma í veg fyrir," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og einn formannanna sem undirrituðu áskorunina. Þing Evrópusambandsins greiðir atkvæði um þjónustutilskipunina eftir um það bil tvær vikur. Samtök launþegahreyfinga vilja breytingar á henni þannig að tryggt sé að ekki sé hægt að flytja það sem Ögmundur kallar réttindaleysi á milli landa. "Ég tel að ef ekki er hlustað á rödd verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu þá komi það til með að veikja Evrópusambandið og Evrópusamrunann til frambúðar," segir Ögmundur og bendir á að þó hann og fleiri séu efins um ágæti Evrópusambandsins hafi verkalýðshreyfingin í Evrópu verið mjög fylgjandi Evrópusambandinu. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB. Þjónustutilskipun Evrópusambandsins hefur valdið miklum deilum síðan hún tók gildi. Þeir sem eru hlynntir henni segja hana auka viðskipti milli landa þar sem dregið sé úr hömlum. Andstæðingar hennar segja hana hins vegar grafa undan réttindum launafólks, það sé vegna þess að hún opni fyrir að fólk sé ráðið frá láglaunasvæðum innan Evrópusambandsins á lakari kjörum og með minni réttindi en í þeim löndum sem fólkið er ráðið til starfa í. "Svokölluð upprunalandshugsun eða þáttur í tilskipuninni er þess valdandi að reglur og réttindi fylgja fyrirtækjum sem flytja milli landa, þannig að menn eru að flytja réttleysi milli landa og það er nokkuð sem við viljum koma í veg fyrir," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og einn formannanna sem undirrituðu áskorunina. Þing Evrópusambandsins greiðir atkvæði um þjónustutilskipunina eftir um það bil tvær vikur. Samtök launþegahreyfinga vilja breytingar á henni þannig að tryggt sé að ekki sé hægt að flytja það sem Ögmundur kallar réttindaleysi á milli landa. "Ég tel að ef ekki er hlustað á rödd verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu þá komi það til með að veikja Evrópusambandið og Evrópusamrunann til frambúðar," segir Ögmundur og bendir á að þó hann og fleiri séu efins um ágæti Evrópusambandsins hafi verkalýðshreyfingin í Evrópu verið mjög fylgjandi Evrópusambandinu.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira