Þegar Íslendingar móðguðust við Svía Egill Helgason skrifar 3. febrúar 2006 13:37 Sæll Egill Ég sá þig á NFS þar sem þú bentir á að það kemur dönsku ríkisstjórninni ekkert við hvað danskir fjölmiðlar birta og því gætu þeir ekki beðist afsökunar á myndbirtingunum eins og ýmis íslömsk ríki hafa farið fram á. Ég vill bara benda svona á til gamans að 1955 birtust greinar í nokkrum dagblöðum í Svíþjóð þar sem talað var frekar illa um Ísland og Íslendinga. Voru það helst Morgontidningen, Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet sem stóðu fyrir þessu. Ástæða blaðaskrifanna var ágreiningur Íslands og Svíþjóðar um loftferðamál. Lýsti dr. Helgi Briem, sendiherra Íslands í Svíþjóð, skrifunum á eftirfarandi hátt: "...svo ósvífna og ruddalega, að þess eru fá dæmi í skrifum um lönd, sem ekki eru í stríði." En eftir þessi skrif fór dr. Helgi Briem á fund utanríkisráðherra Svíþjóðar, þar sem hann mótmælti blaðaskrifunum og vildi að ríkisstjórnin gerði eitthvað til þess að blöðin birtu leiðréttingu. Sænski utanríkisráðherrann brást ókvæða við og vísaði mótmælunum frá á þeim forsendum að Svíþjóð væri lýðræðisríki og ríkisstjórnin réði því ekki hvað skrifað væri í blöðin. Það má líkja þessum viðbrögðum Íslendinga og Helga Briem við viðbrögð Múslima sem vilja að danska ríkisstjórnin biðjist afsökunar sökum einhvers sem danskt dagblað hefur birt. Langaði bara að benda á þetta. Vissulega má benda á að frelsi fjölmiðla hefur aukist mikið síðustu hálfa öldina og þá einna helst að flokksblöðin heyra nú nánast sögunni til. Kveðja Haukur Sigurjónsson Sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég sá þig á NFS þar sem þú bentir á að það kemur dönsku ríkisstjórninni ekkert við hvað danskir fjölmiðlar birta og því gætu þeir ekki beðist afsökunar á myndbirtingunum eins og ýmis íslömsk ríki hafa farið fram á. Ég vill bara benda svona á til gamans að 1955 birtust greinar í nokkrum dagblöðum í Svíþjóð þar sem talað var frekar illa um Ísland og Íslendinga. Voru það helst Morgontidningen, Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet sem stóðu fyrir þessu. Ástæða blaðaskrifanna var ágreiningur Íslands og Svíþjóðar um loftferðamál. Lýsti dr. Helgi Briem, sendiherra Íslands í Svíþjóð, skrifunum á eftirfarandi hátt: "...svo ósvífna og ruddalega, að þess eru fá dæmi í skrifum um lönd, sem ekki eru í stríði." En eftir þessi skrif fór dr. Helgi Briem á fund utanríkisráðherra Svíþjóðar, þar sem hann mótmælti blaðaskrifunum og vildi að ríkisstjórnin gerði eitthvað til þess að blöðin birtu leiðréttingu. Sænski utanríkisráðherrann brást ókvæða við og vísaði mótmælunum frá á þeim forsendum að Svíþjóð væri lýðræðisríki og ríkisstjórnin réði því ekki hvað skrifað væri í blöðin. Það má líkja þessum viðbrögðum Íslendinga og Helga Briem við viðbrögð Múslima sem vilja að danska ríkisstjórnin biðjist afsökunar sökum einhvers sem danskt dagblað hefur birt. Langaði bara að benda á þetta. Vissulega má benda á að frelsi fjölmiðla hefur aukist mikið síðustu hálfa öldina og þá einna helst að flokksblöðin heyra nú nánast sögunni til. Kveðja Haukur Sigurjónsson Sagnfræðingur