Jólahugleiðing 16. desember 2006 05:00 Óttist ekki, yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir við fjárhirðana á Betlehemsvöllum. Veslings fjárhirðarnir voru miður sín af hræðslu, yfir öllum þeim undrum sem voru að gerast í kringum þá, á þeirra vinnustað sem allt hafði farið fram í sátt. Kindurnar þeirra voru þar í góðum haga, auðvitað hafði það kostað þá smá karp við hina hirðana, hvernig skipta átti landinu réttlátlega, svo hver hefði nóg með sína hjörð. Það var allt búið og gert, komin á hefð, sem alltaf er svo mikilvægt að sé fyrir hendi, ef hlutir ætla að rjúka upp í rifrildi yfir smámunum. En nú var friður hversdagsins úti, á venjulegri nóttu fylltist allt af yfirnáttúrlegri birtu, það var rétt eins og himinfestingin ætlaði að bresta, fegurðin og birtan gjörðist ógnvænleg þegar allt í kringum þá fylltist af fólki – ekki aðeins í kringum þá, einnig yfir þeim. Sungið var í röddum og hljóðfæri sem þeir höfðu aldrei heyrt í áður studdu sönginn. Var furða þótt þessir fátæku daglaunamenn hentu sér til jarðar í ofsahræðslu. Þá bættist við rödd af himni, falleg mjúk karlmannsrödd, rétt eins og Kristinn Sigmundsson væri mættur þar með Sinfóníuhljómsveit Íslands + Módettukór Hallgrímskirkju. Og röddin sagði full af umhyggju og ástúð: „Óttist ekki – yður er í dag frelsari fæddur.“ Einhvern veginn finnst mér að Frjálslyndi flokkurinn þurfi á svona rödd að halda. Rödd sem segir okkur að óttast ekki það stórviðri sem nú skellur á okkur. Við sem vorum svo ánægð með að tilheyra flokki sem á sér hugsjónir, vonir um betra líf hér á Íslandi fyrir þá sem minna mega sín (aldraðir og öryrkjar). Launafólk megi takast í hendur með aðkomufólki frá öðrum löndum um réttlát launakjör fyrir alla. Réttlæti í kvótamálum o.s.frv. Allt í einu skellur á stormur, fólk fer að tala með lítilsvirðingu hvort við annað, fólk í forystunni sem við höfum treyst til að halda fast við hugsjónir okkar. „Óttist ekki“ sagði röddin á Betlehemsvöllum fyrir meir en 2.000 árum. Við skulum minnast þess að þessi sama rödd segir í Biblíunni: „Óttist ekki, ég mun afhjúpa alla hluti, það sem er í myrkrinu mun koma fram í ljósið.“ Einmitt þetta er að gerast í kringum okkur „fátæka smáa“. Við fáum nú að sjá svart á hvítu hverjum í flokksforustunni við eigum að fylgja. Og við vitum að við eigum inni gleðileg jól og farsælt komandi ár, því röddin sem segir okkur að óttast ekki, ber umhyggju fyrir okkur og elskar okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Óttist ekki, yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir við fjárhirðana á Betlehemsvöllum. Veslings fjárhirðarnir voru miður sín af hræðslu, yfir öllum þeim undrum sem voru að gerast í kringum þá, á þeirra vinnustað sem allt hafði farið fram í sátt. Kindurnar þeirra voru þar í góðum haga, auðvitað hafði það kostað þá smá karp við hina hirðana, hvernig skipta átti landinu réttlátlega, svo hver hefði nóg með sína hjörð. Það var allt búið og gert, komin á hefð, sem alltaf er svo mikilvægt að sé fyrir hendi, ef hlutir ætla að rjúka upp í rifrildi yfir smámunum. En nú var friður hversdagsins úti, á venjulegri nóttu fylltist allt af yfirnáttúrlegri birtu, það var rétt eins og himinfestingin ætlaði að bresta, fegurðin og birtan gjörðist ógnvænleg þegar allt í kringum þá fylltist af fólki – ekki aðeins í kringum þá, einnig yfir þeim. Sungið var í röddum og hljóðfæri sem þeir höfðu aldrei heyrt í áður studdu sönginn. Var furða þótt þessir fátæku daglaunamenn hentu sér til jarðar í ofsahræðslu. Þá bættist við rödd af himni, falleg mjúk karlmannsrödd, rétt eins og Kristinn Sigmundsson væri mættur þar með Sinfóníuhljómsveit Íslands + Módettukór Hallgrímskirkju. Og röddin sagði full af umhyggju og ástúð: „Óttist ekki – yður er í dag frelsari fæddur.“ Einhvern veginn finnst mér að Frjálslyndi flokkurinn þurfi á svona rödd að halda. Rödd sem segir okkur að óttast ekki það stórviðri sem nú skellur á okkur. Við sem vorum svo ánægð með að tilheyra flokki sem á sér hugsjónir, vonir um betra líf hér á Íslandi fyrir þá sem minna mega sín (aldraðir og öryrkjar). Launafólk megi takast í hendur með aðkomufólki frá öðrum löndum um réttlát launakjör fyrir alla. Réttlæti í kvótamálum o.s.frv. Allt í einu skellur á stormur, fólk fer að tala með lítilsvirðingu hvort við annað, fólk í forystunni sem við höfum treyst til að halda fast við hugsjónir okkar. „Óttist ekki“ sagði röddin á Betlehemsvöllum fyrir meir en 2.000 árum. Við skulum minnast þess að þessi sama rödd segir í Biblíunni: „Óttist ekki, ég mun afhjúpa alla hluti, það sem er í myrkrinu mun koma fram í ljósið.“ Einmitt þetta er að gerast í kringum okkur „fátæka smáa“. Við fáum nú að sjá svart á hvítu hverjum í flokksforustunni við eigum að fylgja. Og við vitum að við eigum inni gleðileg jól og farsælt komandi ár, því röddin sem segir okkur að óttast ekki, ber umhyggju fyrir okkur og elskar okkur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar