Tilgangur jólanna 15. desember 2006 05:00 Hver er tilgangur jólanna? Nú styttist í jólin og fólk fer á stjá, flestir í þeim eina tilgangi að eyða eins miklum peningum í jólagjafir og þeir mögulega geta, gefa allt það stærsta og flottasta sem völ er á. Með hverju árinu sem að líður keppast fyrirtækin við það að bjóða alltaf aðeins meiri, betri og dýrari vöru. Markaðurinn er alltaf að reyna að flýta jólunum. Það er stundum eins og hinn raunverulegi tilgangur jólanna sé gleymdur. Þessi hátíð snýst ekki bara um gjafir. Við megum stundum til með að gleyma okkur í allri þessari efnishyggju sem að ríkir svo sterkt í heiminum í dag. En það er einnig til fólk sem að hefur það ekki svo gott, því miður lifum við ekki í þannig þjófélagi. Hér á Íslandi er líka til fólk sem ekki á neina peninga, hvorki fyrir mat hvað þá gjöfum, gleymum því ekki. Hér áður fyrr var gleðin svo ríkjandi hjá börnunum, jólin hafa misst svolítið marks, nú snúast gjafirnar bæði frá jólasveininum og fjölskyldum allt of mikið um það hver gefi dýrustu gjöfina. En kæri lesandi ef við snúum okkur að hinum raunverulega tilgangi jólanna. Erum við ekki að halda upp á það að sonur Guðs Jesús Kristur kom í heiminn á þessum degi? Þetta er líka tími fyrir fjölskylduna að koma saman og njóta samverunnar. Við þurfum að gefa okkur tíma til þess að sinna henni fjölskyldunni líka, taka sér jólafrí. Það er svo oft sem að við hugsum um að vinna eins og skepnur til þess eins að eiga fyrir Visa-reikningum sem bíður okkar eftir jólin. Hvernig væri nú að vinna aðeins minna og láta það eftir sér frekar að gefa aðeins minni gjafir en eiga þá meiri og dýrmætari stundir í faðmi fjölskyldunnar. Því að þetta eru stundir sem að við fáum ekki aftur, en það er gott að eiga góðar minningar. Þreyta og stress er ekki eitthvað sem að við kjósum að minnast þegar við hugsum um jólin. Gleðileg jól ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Hver er tilgangur jólanna? Nú styttist í jólin og fólk fer á stjá, flestir í þeim eina tilgangi að eyða eins miklum peningum í jólagjafir og þeir mögulega geta, gefa allt það stærsta og flottasta sem völ er á. Með hverju árinu sem að líður keppast fyrirtækin við það að bjóða alltaf aðeins meiri, betri og dýrari vöru. Markaðurinn er alltaf að reyna að flýta jólunum. Það er stundum eins og hinn raunverulegi tilgangur jólanna sé gleymdur. Þessi hátíð snýst ekki bara um gjafir. Við megum stundum til með að gleyma okkur í allri þessari efnishyggju sem að ríkir svo sterkt í heiminum í dag. En það er einnig til fólk sem að hefur það ekki svo gott, því miður lifum við ekki í þannig þjófélagi. Hér á Íslandi er líka til fólk sem ekki á neina peninga, hvorki fyrir mat hvað þá gjöfum, gleymum því ekki. Hér áður fyrr var gleðin svo ríkjandi hjá börnunum, jólin hafa misst svolítið marks, nú snúast gjafirnar bæði frá jólasveininum og fjölskyldum allt of mikið um það hver gefi dýrustu gjöfina. En kæri lesandi ef við snúum okkur að hinum raunverulega tilgangi jólanna. Erum við ekki að halda upp á það að sonur Guðs Jesús Kristur kom í heiminn á þessum degi? Þetta er líka tími fyrir fjölskylduna að koma saman og njóta samverunnar. Við þurfum að gefa okkur tíma til þess að sinna henni fjölskyldunni líka, taka sér jólafrí. Það er svo oft sem að við hugsum um að vinna eins og skepnur til þess eins að eiga fyrir Visa-reikningum sem bíður okkar eftir jólin. Hvernig væri nú að vinna aðeins minna og láta það eftir sér frekar að gefa aðeins minni gjafir en eiga þá meiri og dýrmætari stundir í faðmi fjölskyldunnar. Því að þetta eru stundir sem að við fáum ekki aftur, en það er gott að eiga góðar minningar. Þreyta og stress er ekki eitthvað sem að við kjósum að minnast þegar við hugsum um jólin. Gleðileg jól !
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar