Úthýst, útrýmt og fordæmt 16. nóvember 2006 05:00 Um helgina heimsótti mig Felix Selig Rottberger, fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Hann og fjölskylda hans voru ekki aufúsugestir á landinu okkar fyrir sjötíu árum. Rúmum tveimur árum eftir að fjölskyldan kom til Íslands, var hún hrakin úr landi. Þá var Felix á öðru ári og man því ekkert frá þeim ósköpum. Reyndar tókst dönskum sendiráðsfulltrúa, C.A.C. Brun, að fá smá framlengingu á dvöl Rottberger fjölskyldunnar árið 1937, með því að tala einslega við Hermann Jónasson. Hermann tók þó skýrt fram að „Það væri grundvallarregla, að Ísland hefði alltaf verið hreint norrænt land, laust við Gyðinga, og að þeir sem komnir væru til landsins skyldu aftur hverfa á brott." Rottberger-fjölskyldunni var í raun ætlað að snúa til Þýskalands, en fékk fyrir tilstuðlan góðra manna, að fara í land í Kaupmannahöfn. Þá tóku frændur okkar Danir við, og ekki urðu hremmingar fjölskyldunnar minni þar en á Íslandi. Fjölskyldan var skilin í sundur haustið 1943. Foreldrar Felix, Hans og Olga, neyddust til að flýja til Svíþjóðar án fjögurra barna sinna. Þeim var komið fyrir á barnaheimili á Fjóni. Eitt ríkasta bæjarfélagið í Danmörku norður af Kaupmannahöfn, sem borgaði uppihald barnanna þar, þótti kostnaður við það of mikill og lagði barnaverndarnefnd til árið 1944 að börnin yrðu send til „heimlands síns", Þýskalands. Það voru margir á sama máli og barnaverndarnefndin, en til allrar hamingju voru börnin látin í friði. Velviljaður fulltrúi hjá Ríkislögreglunni í Kaupmannahöfn kom í veg fyrir morð yfirvalda á fjórum börnum. Felix Rottberger býr í dag í Þýskalandi, en þangað sneru foreldrar hans aftur með sex börn sín árið 1954, fullsödd á illri meðferð í Danmörku og slæmum minningum frá Íslandi. Hann ber þó hvorki kala til Íslendinga né Dana. Ég greindi Felix frá umræðunni um útlendinga á Íslandi. Hann hristi höfuðið. Hann skildi ekkert í því hvað fólk vildi á Íslandi. En hans skoðun er sú, að ef næg vinna er handa erlendu fólki á Íslandi, og það vill vinna, er það blessun fyrir Ísland og Íslendinga. Líkt og með Íslendinga í útrás annars staðar. Fjölskylda Felix fékk ekki að stunda eðlilega vinnu á Íslandi og skjóta þar rótum, svo hann veit hvað hann talar um. En svo þegar ég sagði honum frá því að íslensk stjórnvöld hefðu nýverið fordæmt Ísrael, sá ég dapurleika í augum hans. Hjörtu flestra gyðinga slá meira eða minna fyrir Landið helga. Þótt honum þætti, eins og okkur öllum, grátlegt að sjá saklaus fórnarlömb átakanna í sjónvarpsfréttum, spurði hann réttilega: „Hefur Ísland fordæmt aðra aðila en Ísraela við botn Miðjarðarhafs?" Mér varð svara vant og hugsi. Hvar eru fordæmingar Íslands á þeim ríkjum og stjórnum í heimi múhameðstrúarmanna, sem lýst hafa yfir þeirri skoðun að Ísraelsríki skuli afmáð af yfirborði jarðar? Ætli stjórnmálamenn á Íslandi í dag hefðu þor til þess að fordæma, eða biðjast afsökunar, á aðgerðum fyrirvera sinna, sem sendu saklaust fólk í hendur böðla, er einnig vildu Ísraelsþjóð feiga? Litlu munaði að Felix Rottberger yrði sendur í gasklefann með systrum sínum árið 1944. Í dag sendir hann sínar bestu kveðjur og óskar nýbúum og útlendingum, án tillits til trúar og uppruna, farnaðar á Íslandi. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Höfundur er fornleifafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina heimsótti mig Felix Selig Rottberger, fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Hann og fjölskylda hans voru ekki aufúsugestir á landinu okkar fyrir sjötíu árum. Rúmum tveimur árum eftir að fjölskyldan kom til Íslands, var hún hrakin úr landi. Þá var Felix á öðru ári og man því ekkert frá þeim ósköpum. Reyndar tókst dönskum sendiráðsfulltrúa, C.A.C. Brun, að fá smá framlengingu á dvöl Rottberger fjölskyldunnar árið 1937, með því að tala einslega við Hermann Jónasson. Hermann tók þó skýrt fram að „Það væri grundvallarregla, að Ísland hefði alltaf verið hreint norrænt land, laust við Gyðinga, og að þeir sem komnir væru til landsins skyldu aftur hverfa á brott." Rottberger-fjölskyldunni var í raun ætlað að snúa til Þýskalands, en fékk fyrir tilstuðlan góðra manna, að fara í land í Kaupmannahöfn. Þá tóku frændur okkar Danir við, og ekki urðu hremmingar fjölskyldunnar minni þar en á Íslandi. Fjölskyldan var skilin í sundur haustið 1943. Foreldrar Felix, Hans og Olga, neyddust til að flýja til Svíþjóðar án fjögurra barna sinna. Þeim var komið fyrir á barnaheimili á Fjóni. Eitt ríkasta bæjarfélagið í Danmörku norður af Kaupmannahöfn, sem borgaði uppihald barnanna þar, þótti kostnaður við það of mikill og lagði barnaverndarnefnd til árið 1944 að börnin yrðu send til „heimlands síns", Þýskalands. Það voru margir á sama máli og barnaverndarnefndin, en til allrar hamingju voru börnin látin í friði. Velviljaður fulltrúi hjá Ríkislögreglunni í Kaupmannahöfn kom í veg fyrir morð yfirvalda á fjórum börnum. Felix Rottberger býr í dag í Þýskalandi, en þangað sneru foreldrar hans aftur með sex börn sín árið 1954, fullsödd á illri meðferð í Danmörku og slæmum minningum frá Íslandi. Hann ber þó hvorki kala til Íslendinga né Dana. Ég greindi Felix frá umræðunni um útlendinga á Íslandi. Hann hristi höfuðið. Hann skildi ekkert í því hvað fólk vildi á Íslandi. En hans skoðun er sú, að ef næg vinna er handa erlendu fólki á Íslandi, og það vill vinna, er það blessun fyrir Ísland og Íslendinga. Líkt og með Íslendinga í útrás annars staðar. Fjölskylda Felix fékk ekki að stunda eðlilega vinnu á Íslandi og skjóta þar rótum, svo hann veit hvað hann talar um. En svo þegar ég sagði honum frá því að íslensk stjórnvöld hefðu nýverið fordæmt Ísrael, sá ég dapurleika í augum hans. Hjörtu flestra gyðinga slá meira eða minna fyrir Landið helga. Þótt honum þætti, eins og okkur öllum, grátlegt að sjá saklaus fórnarlömb átakanna í sjónvarpsfréttum, spurði hann réttilega: „Hefur Ísland fordæmt aðra aðila en Ísraela við botn Miðjarðarhafs?" Mér varð svara vant og hugsi. Hvar eru fordæmingar Íslands á þeim ríkjum og stjórnum í heimi múhameðstrúarmanna, sem lýst hafa yfir þeirri skoðun að Ísraelsríki skuli afmáð af yfirborði jarðar? Ætli stjórnmálamenn á Íslandi í dag hefðu þor til þess að fordæma, eða biðjast afsökunar, á aðgerðum fyrirvera sinna, sem sendu saklaust fólk í hendur böðla, er einnig vildu Ísraelsþjóð feiga? Litlu munaði að Felix Rottberger yrði sendur í gasklefann með systrum sínum árið 1944. Í dag sendir hann sínar bestu kveðjur og óskar nýbúum og útlendingum, án tillits til trúar og uppruna, farnaðar á Íslandi. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Höfundur er fornleifafræðingur.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar