Ríkisstjórnin fordæmir árásir Ísraela 10. nóvember 2006 07:00 Þriggja ára stúlka borin til grafar á Gaza-svæðinu í gær Mörg þúsund Gaza-búar fylgdu til grafar þeim átján sem létust í árásinni. Þessar konur grétu sáran þegar líkin fóru hjá og kröfðust hefnda. Valgerður Sverrisdóttir ætlar að fordæma árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara Gaza-svæðisins á fundi með sendiherra Ísraelsríkis, sem kemur til landsins í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, impraði á því í gær að það mætti taka til athugunar hvort Íslendingum væri stætt á því að halda stjórnmálasambandi við ríki sem fremji fjöldaaftökur á saklausu fólki. Halldór Blöndal, formaður utanríkismálanefndar, segir farsælast að Íslendingar vinni að því að byggja upp traust og samvinnu innan Sameinuðu þjóðanna. "Þessi árás var forkastanleg og því verður komið kröftuglega til skila við sendiherrann," segir Halldór. Varðandi hugsanleg slit stjórnmálasambands ríkjanna telur hann að lítill tilgangur sé fólginn í því að þjóðir heims hætti að tala saman. Hamas-samtökin hafa hótað að hefja árásir að nýju á borgara í Ísrael, eftir að 18 Palestínumenn létust í sprengjuárás á miðvikudaginn. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kennir tæknilegum mistökum um mannskaðann, en sagði í gær að Ísraelsmenn myndu halda áfram árásum sínum, þó að hann gerði sér grein fyrir hættunni sem af því stafaði fyrir almenning. Hann kvaðst viljugur til að funda og vinna að friði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hvenær og hvar sem er. Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir ætlar að fordæma árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara Gaza-svæðisins á fundi með sendiherra Ísraelsríkis, sem kemur til landsins í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, impraði á því í gær að það mætti taka til athugunar hvort Íslendingum væri stætt á því að halda stjórnmálasambandi við ríki sem fremji fjöldaaftökur á saklausu fólki. Halldór Blöndal, formaður utanríkismálanefndar, segir farsælast að Íslendingar vinni að því að byggja upp traust og samvinnu innan Sameinuðu þjóðanna. "Þessi árás var forkastanleg og því verður komið kröftuglega til skila við sendiherrann," segir Halldór. Varðandi hugsanleg slit stjórnmálasambands ríkjanna telur hann að lítill tilgangur sé fólginn í því að þjóðir heims hætti að tala saman. Hamas-samtökin hafa hótað að hefja árásir að nýju á borgara í Ísrael, eftir að 18 Palestínumenn létust í sprengjuárás á miðvikudaginn. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kennir tæknilegum mistökum um mannskaðann, en sagði í gær að Ísraelsmenn myndu halda áfram árásum sínum, þó að hann gerði sér grein fyrir hættunni sem af því stafaði fyrir almenning. Hann kvaðst viljugur til að funda og vinna að friði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hvenær og hvar sem er.
Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira