Dýrast að læra á Vesturlandi 4. nóvember 2006 08:30 „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum,“ segir Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi á Vesturlandi. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru misdýr. Námskeiðin eru langódýrust í Kópavogi þar sem þrjátíu stunda nám. Fyrir erlenda Kópavogsbúa kostar 9.300 krónur en dýrust eru námskeiðin á Vesturlandi. Þar kostar fimmtíu stunda námskeið 45 þúsund krónur. Íslenskunámskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru í lægri kantinum, kosta um 22 þúsund krónur. Sveitarfélögin í landinu niðurgreiða yfirleitt ekki námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu heyra þó til undantekninga. Námsflokkar Reykjavíkur hafa samning við Mími símenntun og eru námskeið fyrir útlendinga í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ niðurgreidd um helming. Útlendingar sem búa í þessum sveitarfélögum borga því 22 þúsund krónur. Útlendingar sem búa í Hafnarfirði og Kópavogi borga fullt verð, 44 þúsund krónur, hjá Mími. Annars stendur þeim til boða námskeið í sínu sveitarfélagi og borga þá rúmlega níu þúsund í Kópavogi og 22 þúsund í Hafnarfirði. Akureyrarbær greiðir hallann hjá Alþjóðastofu ef námskeiðin standa ekki undir sér. Guðrún Vala Elísdóttir er náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Hún bendir á að erlendir makar, sem ekki séu komnir í vinnu, verði að greiða íslenskunámskeið að fullu. Hún telur að námskeiðin eigi að vera ókeypis. „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum því sumir vinna um helgar. Fólk sem vinnur frá sjö á morgnana fram yfir kvöldmat hefur ekki orku til að fara á námskeið á kvöldin,“ segir hún. Útlendingar fá oft allt að 75 prósenta styrk frá viðkomandi stéttarfélagi auk þess sem vinnuveitendur styrkja gjarnan íslenskunámskeið. Það er því ekki óalgengt að útlendingarnir þurfi ekkert að greiða úr eigin vasa. Þetta er þó ekki algilt. Makar, sem ekki vinna úti, verða til dæmis að greiða fullt verð. Útlendingum gefst oft kostur á starfstengdum íslenskunámskeiðum á vinnustöðum á vinnutíma, gjarnan þeim að kostnaðarlausu. Vinnustaðirnir greiða þá námskeiðin og fá styrk frá Landsmennt eða öðrum sjóðum. Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru misdýr. Námskeiðin eru langódýrust í Kópavogi þar sem þrjátíu stunda nám. Fyrir erlenda Kópavogsbúa kostar 9.300 krónur en dýrust eru námskeiðin á Vesturlandi. Þar kostar fimmtíu stunda námskeið 45 þúsund krónur. Íslenskunámskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru í lægri kantinum, kosta um 22 þúsund krónur. Sveitarfélögin í landinu niðurgreiða yfirleitt ekki námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu heyra þó til undantekninga. Námsflokkar Reykjavíkur hafa samning við Mími símenntun og eru námskeið fyrir útlendinga í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ niðurgreidd um helming. Útlendingar sem búa í þessum sveitarfélögum borga því 22 þúsund krónur. Útlendingar sem búa í Hafnarfirði og Kópavogi borga fullt verð, 44 þúsund krónur, hjá Mími. Annars stendur þeim til boða námskeið í sínu sveitarfélagi og borga þá rúmlega níu þúsund í Kópavogi og 22 þúsund í Hafnarfirði. Akureyrarbær greiðir hallann hjá Alþjóðastofu ef námskeiðin standa ekki undir sér. Guðrún Vala Elísdóttir er náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Hún bendir á að erlendir makar, sem ekki séu komnir í vinnu, verði að greiða íslenskunámskeið að fullu. Hún telur að námskeiðin eigi að vera ókeypis. „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum því sumir vinna um helgar. Fólk sem vinnur frá sjö á morgnana fram yfir kvöldmat hefur ekki orku til að fara á námskeið á kvöldin,“ segir hún. Útlendingar fá oft allt að 75 prósenta styrk frá viðkomandi stéttarfélagi auk þess sem vinnuveitendur styrkja gjarnan íslenskunámskeið. Það er því ekki óalgengt að útlendingarnir þurfi ekkert að greiða úr eigin vasa. Þetta er þó ekki algilt. Makar, sem ekki vinna úti, verða til dæmis að greiða fullt verð. Útlendingum gefst oft kostur á starfstengdum íslenskunámskeiðum á vinnustöðum á vinnutíma, gjarnan þeim að kostnaðarlausu. Vinnustaðirnir greiða þá námskeiðin og fá styrk frá Landsmennt eða öðrum sjóðum.
Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira