Þrír með hálft kíló af kókaíni í skónum 1. nóvember 2006 07:15 Kastrupflugvöllur Þar fannst talsvert magn af amfetamíni í geymsluskáp. Íslendingur reyndist hafa tekið skápinn á leigu og fannst kvittunin fyrir leigunni þegar maðurinn kom til landsins. Myndin er óviðkomandi efni fréttarinnar. Kókaín í skóm, hass í hraðpósti og amfetamínfundur í geymsluskáp á flugvellinum á Kastrup. Allt eru þetta mál sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er með til rannsóknar nú. Þrír karlmenn komu við sögu í kókaínmálinu. Einn þeirra kom til landsins fimmtudaginn 12. október, en tveir daginn eftir. Allir voru þeir með kókaín falið í skónum, samtals nálægt fimm hundruð grömmum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mennirnir komu til landsins með flugvél frá Kaupmannahöfn. Þangað höfðu þeir komið frá Hollandi, þar sem þeir fengu efnin. Þeir voru handteknir við komuna til landsins og fundust þá fíkniefnin í skóm þeirra. Þeir voru færðir til yfirheyrslu og í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þremenningunum hefur verið sleppt en aðrir einstaklingar handteknir vegna málsins og yfirheyrðir. Tveir voru í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Héraðsdómur úrskurðaði þá til að sitja inni í hálfan mánuð til viðbótar. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Hraðsending frá Danmörku sem innihélt hass í kílóavís, og fíkniefnalögreglan hér náði fyrir um það bil viku, leiddi til handtöku tveggja Íslendinga, sem báðir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við dönsku lögregluna. Amfetamínmálið kom upp þegar danska lögreglan fann talsvert magn fíkniefnisins í geymsluskáp á Kastrup-flugvelli fyrir um það bil hálfum mánuði. Það leiddi til þess að lögreglan hér handtók tvo Íslendinga, sem voru að koma frá Danmörku, á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra hafði í fórum sínum kvittun fyrir leigu á umræddum skáp á Kastrup. Lögreglan verst allra frétta þar sem málið er enn í rannsókn og sagt á viðkvæmu stigi. Samtals ellefu einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum lögreglu í gær. Auk hinna fjögurra ofangreindu sitja sjö inni vegna eldri mála. Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Kókaín í skóm, hass í hraðpósti og amfetamínfundur í geymsluskáp á flugvellinum á Kastrup. Allt eru þetta mál sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er með til rannsóknar nú. Þrír karlmenn komu við sögu í kókaínmálinu. Einn þeirra kom til landsins fimmtudaginn 12. október, en tveir daginn eftir. Allir voru þeir með kókaín falið í skónum, samtals nálægt fimm hundruð grömmum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mennirnir komu til landsins með flugvél frá Kaupmannahöfn. Þangað höfðu þeir komið frá Hollandi, þar sem þeir fengu efnin. Þeir voru handteknir við komuna til landsins og fundust þá fíkniefnin í skóm þeirra. Þeir voru færðir til yfirheyrslu og í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þremenningunum hefur verið sleppt en aðrir einstaklingar handteknir vegna málsins og yfirheyrðir. Tveir voru í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Héraðsdómur úrskurðaði þá til að sitja inni í hálfan mánuð til viðbótar. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Hraðsending frá Danmörku sem innihélt hass í kílóavís, og fíkniefnalögreglan hér náði fyrir um það bil viku, leiddi til handtöku tveggja Íslendinga, sem báðir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við dönsku lögregluna. Amfetamínmálið kom upp þegar danska lögreglan fann talsvert magn fíkniefnisins í geymsluskáp á Kastrup-flugvelli fyrir um það bil hálfum mánuði. Það leiddi til þess að lögreglan hér handtók tvo Íslendinga, sem voru að koma frá Danmörku, á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra hafði í fórum sínum kvittun fyrir leigu á umræddum skáp á Kastrup. Lögreglan verst allra frétta þar sem málið er enn í rannsókn og sagt á viðkvæmu stigi. Samtals ellefu einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum lögreglu í gær. Auk hinna fjögurra ofangreindu sitja sjö inni vegna eldri mála.
Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira