Apótekari íhugar skaðabótamál gegn heilbrigðisráðherra 31. október 2006 00:00 Jón Kristjánsson og siv friðleifsdóttir Jón var heilbrigðisráðherra þegar málið kom upp en ef skaðabótamál verður höfðað verður það gegn Siv, sem er núverandi heilbrigðisráðherra. MYND/GVA „Ég er mjög glöð að með tímanum hefur það komið í ljós að mín rök voru rétt,“ segir Hanna María Siggeirsdóttir, fyrrverandi lyfsali í Apóteki Vestmannaeyjum. Umboðsmaður Alþingis segir að með úthlutun Jóns Kristjánsonar, þáverandi heilbirgðisráðherra, á lyfsöluleyfi til lyfjafræðings Lyfja og heilsu ehf. hafi verið brotið gegn ákvæði lyfsölulaga um að fimm þúsund íbúa þurfi að baki hverju apóteki. „Árið 2003 sótti lyfjafræðingur um lyfsöluleyfi í Vestmannaeyjum þar sem rekstraraðilinn átti að vera Lyf og heilsa. Ráðherrann hafnaði að veita það leyfi á þeirri forsendu að það væri of fátt fólk í Vestmannaeyjum fyrir tvö apótek. Tveimur árum seinna, og þegar var tvö hundruð manns færra í Vestmannaeyjum, sótti annar lyfjafræðingur um lyfsöluleyfi fyrir Lyf og heilsu og þá veitti sami ráðherra lyfsöluleyfi,“ útskýrir Hanna María, sem segist aldrei hafa fengið haldbærar skýringar á þessari breyttu afstöðu ráðherrans. Hún seldi apótek sitt til Lyfja og heilsu í júní í fyrra. Umboðsmaður segir að þótt heilbrigðisráðuneytið hafi bæði brotið lyfjalög og stjórnsýslulög séu ekki forsendur til að beina því til ráðuneytisins að afturkalla leyfið. Skaðabótakröfur verði Hanna María að setja fram fyrir almennum dómstólum. Hún segist vera að skoða hvort slík krafa verði sett fram. Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
„Ég er mjög glöð að með tímanum hefur það komið í ljós að mín rök voru rétt,“ segir Hanna María Siggeirsdóttir, fyrrverandi lyfsali í Apóteki Vestmannaeyjum. Umboðsmaður Alþingis segir að með úthlutun Jóns Kristjánsonar, þáverandi heilbirgðisráðherra, á lyfsöluleyfi til lyfjafræðings Lyfja og heilsu ehf. hafi verið brotið gegn ákvæði lyfsölulaga um að fimm þúsund íbúa þurfi að baki hverju apóteki. „Árið 2003 sótti lyfjafræðingur um lyfsöluleyfi í Vestmannaeyjum þar sem rekstraraðilinn átti að vera Lyf og heilsa. Ráðherrann hafnaði að veita það leyfi á þeirri forsendu að það væri of fátt fólk í Vestmannaeyjum fyrir tvö apótek. Tveimur árum seinna, og þegar var tvö hundruð manns færra í Vestmannaeyjum, sótti annar lyfjafræðingur um lyfsöluleyfi fyrir Lyf og heilsu og þá veitti sami ráðherra lyfsöluleyfi,“ útskýrir Hanna María, sem segist aldrei hafa fengið haldbærar skýringar á þessari breyttu afstöðu ráðherrans. Hún seldi apótek sitt til Lyfja og heilsu í júní í fyrra. Umboðsmaður segir að þótt heilbrigðisráðuneytið hafi bæði brotið lyfjalög og stjórnsýslulög séu ekki forsendur til að beina því til ráðuneytisins að afturkalla leyfið. Skaðabótakröfur verði Hanna María að setja fram fyrir almennum dómstólum. Hún segist vera að skoða hvort slík krafa verði sett fram.
Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira