Ríkið niðurgreiðir kennslu um þúsund krónur á mann 31. október 2006 05:30 Framlag hins opinbera til íslenskukennslu útlendinga hefur hækkað um 2,9 milljónir króna frá 2002, úr samtals 15,9 milljónum króna samkvæmt fjárlögum 2002 í 18,8 milljónir króna 2006. Mest hefur upphæðin hækkað síðustu árin. Hún hækkaði um 700 þúsund milli ára 2004 og 2005 og um eina og hálfa milljón króna milli 2005 og 2006. Þetta hefur þó ekki mikið að segja þegar horft er til þess að þúsundir manna hafa komið hingað til vinnu síðustu misserin. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu fengu 22 aðilar styrki til íslenskukennslu á haustönn, að meðaltali 494 þúsund krónur hver. Mímir símennt er stærsti skólinn með íslenskukennslu fyrir útlendinga. Samkvæmt upplýsingum Rósu Jónsdóttur hjá Mími eru um 490 útlendingar skráðir þar á íslenskunámskeið í haust og má því áætla að ríkið greiði íslenskukennsluna niður um tæplega 1.000 krónur á mann. Þetta er aðeins gróft dæmi um hlutdeild ríkisins. Stéttarfélögin niðurgreiða íslenskunámskeið fyrir útlendinga en þó er misjafnt hvernig að því er staðið. Stéttarfélögin hafa reglur um að viðkomandi þurfi að hafa verið í félaginu frá þremur mánuðum og upp í eitt ár til að geta fengið styrk. Misjafnt er hversu stór styrkurinn er og getur hann verið allt upp í 75 prósent af námskeiðsgjaldinu. Tveir sjóðir verkalýðshreyfingarinnar hafa verið duglegir við að styrkja íslenskukennsluna síðustu árin. Frá ársbyrjun 2004 fram á mitt ár 2006 hefur Starfsafl sett samtals 17,9 milljónir króna í íslenskukennslu miðað við 930 einstaklinga. Á sama tíma hefur Landsmennt veitt 30,9 milljónir króna og er miðað við rúmlega sextán hundruð einstaklinga. Þetta gefur aðeins hugmynd því að til viðbótar er fjöldinn allur af sjóðum á vegum launþegahreyfingarinnar sem hafa styrkt íslenskukennsluna. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir stefnu- og þátttökuleysi. Sveinn Aðalsteinsson, forstöðumaður Starfsafls, segir að nú þyki mönnum nóg komið. „Menn eru ekkert að firra sig ábyrgð á þátttöku í þessu verkefni en aðalatriðið er pólitískt. Það þarf að laga formlega utanumhald og stefnu stjórnvalda í þessum málum,“ segir hann og telur von á úrbótum. Innlent Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Framlag hins opinbera til íslenskukennslu útlendinga hefur hækkað um 2,9 milljónir króna frá 2002, úr samtals 15,9 milljónum króna samkvæmt fjárlögum 2002 í 18,8 milljónir króna 2006. Mest hefur upphæðin hækkað síðustu árin. Hún hækkaði um 700 þúsund milli ára 2004 og 2005 og um eina og hálfa milljón króna milli 2005 og 2006. Þetta hefur þó ekki mikið að segja þegar horft er til þess að þúsundir manna hafa komið hingað til vinnu síðustu misserin. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu fengu 22 aðilar styrki til íslenskukennslu á haustönn, að meðaltali 494 þúsund krónur hver. Mímir símennt er stærsti skólinn með íslenskukennslu fyrir útlendinga. Samkvæmt upplýsingum Rósu Jónsdóttur hjá Mími eru um 490 útlendingar skráðir þar á íslenskunámskeið í haust og má því áætla að ríkið greiði íslenskukennsluna niður um tæplega 1.000 krónur á mann. Þetta er aðeins gróft dæmi um hlutdeild ríkisins. Stéttarfélögin niðurgreiða íslenskunámskeið fyrir útlendinga en þó er misjafnt hvernig að því er staðið. Stéttarfélögin hafa reglur um að viðkomandi þurfi að hafa verið í félaginu frá þremur mánuðum og upp í eitt ár til að geta fengið styrk. Misjafnt er hversu stór styrkurinn er og getur hann verið allt upp í 75 prósent af námskeiðsgjaldinu. Tveir sjóðir verkalýðshreyfingarinnar hafa verið duglegir við að styrkja íslenskukennsluna síðustu árin. Frá ársbyrjun 2004 fram á mitt ár 2006 hefur Starfsafl sett samtals 17,9 milljónir króna í íslenskukennslu miðað við 930 einstaklinga. Á sama tíma hefur Landsmennt veitt 30,9 milljónir króna og er miðað við rúmlega sextán hundruð einstaklinga. Þetta gefur aðeins hugmynd því að til viðbótar er fjöldinn allur af sjóðum á vegum launþegahreyfingarinnar sem hafa styrkt íslenskukennsluna. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir stefnu- og þátttökuleysi. Sveinn Aðalsteinsson, forstöðumaður Starfsafls, segir að nú þyki mönnum nóg komið. „Menn eru ekkert að firra sig ábyrgð á þátttöku í þessu verkefni en aðalatriðið er pólitískt. Það þarf að laga formlega utanumhald og stefnu stjórnvalda í þessum málum,“ segir hann og telur von á úrbótum.
Innlent Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira