Íslendingar sagðir villimenn 23. október 2006 07:45 Komin á land Raddir mótmælenda heyrast í fjölmiðlum víða erlendis. Þar er fullyrt að mörlandinn hafi sýnt heiminum fingurinn. MYND/Vilhelm Náttúruverndarsamtök og erlendir ráðamenn bregðast ókvæða við þeim fréttum að Hvalur 9 hafi veitt sína fyrstu langreyði í fyrradag. Ian Campbell, umhverfisráðherra Ástralíu, segir að með því að draga dauða langreyði á land í Hvalfirði sýni Íslendingar alþjóðasamfélaginu fingurinn. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök segja blóð flæða í íslensku sjávarmáli. Í viðtali við ástralska fjölmiðla sagði Campbell að héðan í frá væri ekki hægt að taka mark á Íslendingum í neinu umhverfismáli. Langreyðurin, sem teljist til dýra í útrýmingarhættu, hefði ekki bara verið skutluð. Íslendingar hafi sýnt heimsbyggðinni allri argasta dónaskap og forsmáð alþjóðasamþykktir. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vísar gagnrýni Campbells á bug og segir rétt Íslendinga til hvalveiða skýran. Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn, IFAW, mótmælir hvalveiðum Íslendinga og segir að með drápinu í gær hafi Íslendingar ekki bara saurgað hafsvæðið við landið heldur orðstír sinn á alþjóðavettvangi. Í fréttatilkynningu segja samtökin að líklega sé ætlunin að selja hvalkjötið til Japans, en það sé ólöglegt samkvæmt alþjóðasamningum um verslun með afurðir dýra í útrýmingarhættu. Framkvæmdastjóri IFAW fagnar því að stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hafi mótmælt veiðunum. Kallað er eftir aðgerðum frá stuðningsmönnum samtakanna sem telja um tvær og hálfa milljón manna víðs vegar í heiminum. Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Náttúruverndarsamtök og erlendir ráðamenn bregðast ókvæða við þeim fréttum að Hvalur 9 hafi veitt sína fyrstu langreyði í fyrradag. Ian Campbell, umhverfisráðherra Ástralíu, segir að með því að draga dauða langreyði á land í Hvalfirði sýni Íslendingar alþjóðasamfélaginu fingurinn. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök segja blóð flæða í íslensku sjávarmáli. Í viðtali við ástralska fjölmiðla sagði Campbell að héðan í frá væri ekki hægt að taka mark á Íslendingum í neinu umhverfismáli. Langreyðurin, sem teljist til dýra í útrýmingarhættu, hefði ekki bara verið skutluð. Íslendingar hafi sýnt heimsbyggðinni allri argasta dónaskap og forsmáð alþjóðasamþykktir. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vísar gagnrýni Campbells á bug og segir rétt Íslendinga til hvalveiða skýran. Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn, IFAW, mótmælir hvalveiðum Íslendinga og segir að með drápinu í gær hafi Íslendingar ekki bara saurgað hafsvæðið við landið heldur orðstír sinn á alþjóðavettvangi. Í fréttatilkynningu segja samtökin að líklega sé ætlunin að selja hvalkjötið til Japans, en það sé ólöglegt samkvæmt alþjóðasamningum um verslun með afurðir dýra í útrýmingarhættu. Framkvæmdastjóri IFAW fagnar því að stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hafi mótmælt veiðunum. Kallað er eftir aðgerðum frá stuðningsmönnum samtakanna sem telja um tvær og hálfa milljón manna víðs vegar í heiminum.
Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira