Pyntingalögin eru hrikalegt bakslag 23. október 2006 07:00 Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, telur lög Bandaríkjaforseta sem heimila starfsemi leynifangelsa, harkalegar yfirheyrsluaðferðir og sérstakan herdómstól yfir meintum hryðjuverkamönnum skelfileg og ótrúlegt að þau skuli hafa hlotið samþykki. Þetta er tákn um alvarlega tilhneigingu hjá Bandaríkjamönnum. Það er mikil hætta fólgin í vinnubrögðum af þessu tagi eins og margítrekuð reynsla hefur sýnt, segir hann og kveðst þar hugsa um mannréttindamál, árangur af réttargæslu og almenna mannúð. Jóni finnst koma til greina að hugleiða það að íslensk stjórnvöld mótmæli þessari lagasetningu. Bjarni Benediktsson, formaður forsætisnefndar Alþingis, telur athyglisvert að repúblikanar hafi gert málamiðlun í sínum röðum áður en málið fékk framgang. Mér sýnist þeir hafa lagt áherslu á að fara varlega, skýra réttarástandið og fara að alþjóðlegum skuldbindingum, segir hann. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur lagasetninguna: Hrikalegt bakslag í mannréttindamálum í Bandaríkjunum og tekur undir harkalega gagnrýni ACLU, stærstu og virtustu mannréttindasamtakanna, sem segja hana brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni, grafa undan réttarríkinu og sanngjarnri málsmeðferð. Þessi löggjöf er í raun enn einn naglinn í líkkistu þessarar stjórnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur fylgst með málinu með hroll niður eftir bakinu. Ég deili þeirri skoðun flestra að þarna sé haldið inn á stórhættulega og nánast ómanneskjulega braut. Bandaríkjamenn eru að reyna að búa til nýjan hóp, réttlausa vígamenn, utan við lög og rétt. Ef það heppnast þá er sá hópur að sumu leyti verr settur en dýr því um meðferð dýra gilda þó allavega dýraverndunarlög í siðuðum löndum, segir hann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur lögin: Ganga gegn öllum gildum sem menn hafa reynt að innleiða varðandi mannréttindasjónarmið og rétt fólks til að lúta ekki illri meðferð, segir hann. Mér finnst þetta niðurlægjandi, ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur finnst mér niðurlægjandi að svona stefna skuli yfirleitt finnast meðal siðmenntaðra ríkja í veröldinni. Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, telur lög Bandaríkjaforseta sem heimila starfsemi leynifangelsa, harkalegar yfirheyrsluaðferðir og sérstakan herdómstól yfir meintum hryðjuverkamönnum skelfileg og ótrúlegt að þau skuli hafa hlotið samþykki. Þetta er tákn um alvarlega tilhneigingu hjá Bandaríkjamönnum. Það er mikil hætta fólgin í vinnubrögðum af þessu tagi eins og margítrekuð reynsla hefur sýnt, segir hann og kveðst þar hugsa um mannréttindamál, árangur af réttargæslu og almenna mannúð. Jóni finnst koma til greina að hugleiða það að íslensk stjórnvöld mótmæli þessari lagasetningu. Bjarni Benediktsson, formaður forsætisnefndar Alþingis, telur athyglisvert að repúblikanar hafi gert málamiðlun í sínum röðum áður en málið fékk framgang. Mér sýnist þeir hafa lagt áherslu á að fara varlega, skýra réttarástandið og fara að alþjóðlegum skuldbindingum, segir hann. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur lagasetninguna: Hrikalegt bakslag í mannréttindamálum í Bandaríkjunum og tekur undir harkalega gagnrýni ACLU, stærstu og virtustu mannréttindasamtakanna, sem segja hana brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni, grafa undan réttarríkinu og sanngjarnri málsmeðferð. Þessi löggjöf er í raun enn einn naglinn í líkkistu þessarar stjórnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur fylgst með málinu með hroll niður eftir bakinu. Ég deili þeirri skoðun flestra að þarna sé haldið inn á stórhættulega og nánast ómanneskjulega braut. Bandaríkjamenn eru að reyna að búa til nýjan hóp, réttlausa vígamenn, utan við lög og rétt. Ef það heppnast þá er sá hópur að sumu leyti verr settur en dýr því um meðferð dýra gilda þó allavega dýraverndunarlög í siðuðum löndum, segir hann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur lögin: Ganga gegn öllum gildum sem menn hafa reynt að innleiða varðandi mannréttindasjónarmið og rétt fólks til að lúta ekki illri meðferð, segir hann. Mér finnst þetta niðurlægjandi, ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur finnst mér niðurlægjandi að svona stefna skuli yfirleitt finnast meðal siðmenntaðra ríkja í veröldinni.
Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira