Olíumengun var í Glúmsstaðadalsá 23. október 2006 07:45 Rykmý horfið Skýrsla Náttúrustofu Austurlands sýnir að rykmý hvarf síðari hluta sumars. Umhverfismál Glúmsstaðadalsá var ekki inni í umhverfismati vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem ekki var talið að framkvæmdirnar hefðu nein áhrif á hana. Nú hefur komið í ljós að vatnsrennsli og aur úr borgöngum þrjú hafa neikvæð áhrif á dýralífið í ánni auk þess sem olíumengun var í henni í ágúst. Náttúrustofa Austurlands hefur rannsakað áhrif vatns og aurs úr borgöngum á dýralíf í Glúmsstaðadalsá, sem ásamt jökulánni Grjótá rennur í Hrafnkelu og er mikilvæg fyrir lífríki Hrafnkelu. Í skýrslunni segir að dýralíf í ánni hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum, rykmý hafi horfið nær alveg síðari hluta sumars og ánum og áttfætlumaurum hafi fjölgað verulega. „Erfitt er að meta hver áhrif slíkrar mengunar eru á dýralíf og hvort þau vari lengi,“ segir í skýrslu Náttúrustofunnar. Ekki sé hægt að segja til um hvað áhrifanna gætir langt niður eftir ánni. Viðameiri athugun hefði þurft til að svara því hvort þeirra gæti í Hrafnkelu. „En það verður þó að teljast líklegt að einhverra áhrifa gæti þar miðað við hversu aurug áin er á sýnatökustöðum.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að nokkur olíumengun hafi verið í ánni í ágúst en ekkert sagt um það hvernig sú mengun hafi átt sér stað, hvers vegna eða hversu mikil hún hafi verið. Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur hjá Náttúrustofu Kópavogs, segir að gróskumikið líf sé í Hrafnkelu og því sé hugsanlegt að neikvæð áhrif frá Glúmsstaðadalsá nái niður í hana og hafi áhrif á lífríkið þar. Olíumengunin geti jafnvel haft áhrif á bleikjuna í Hrafnkelu en erfitt sé að segja um það. „Olía er ekki góð fyrir bleikjur eða aðrar lífverur,“ segir hann. Sigurður Aðalsteinsson, bóndi í Vaðbrekku, telur að olían komi frá bornum í göngunum og mengunin sé stormur í vatnsglasi. Gríðarlegt vatnsveður og aurskriða í sumar hafi haft meiri áhrif á Glúmsstaðadalsá en vatnið frá göngunum. Áin taki lit eftir því í hvernig bergi borinn sé að vinna. Borinn slái í gegn í nóvember og þá hætti rennslið í ána. Í skýrslunni er lagt til að sýni verði tekin úr ánni fimm árum eftir að framkvæmdum við aðgöngin er lokið til að kanna hvort vatnsrennsli og aur hafi áhrif til langframa. Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Umhverfismál Glúmsstaðadalsá var ekki inni í umhverfismati vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem ekki var talið að framkvæmdirnar hefðu nein áhrif á hana. Nú hefur komið í ljós að vatnsrennsli og aur úr borgöngum þrjú hafa neikvæð áhrif á dýralífið í ánni auk þess sem olíumengun var í henni í ágúst. Náttúrustofa Austurlands hefur rannsakað áhrif vatns og aurs úr borgöngum á dýralíf í Glúmsstaðadalsá, sem ásamt jökulánni Grjótá rennur í Hrafnkelu og er mikilvæg fyrir lífríki Hrafnkelu. Í skýrslunni segir að dýralíf í ánni hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum, rykmý hafi horfið nær alveg síðari hluta sumars og ánum og áttfætlumaurum hafi fjölgað verulega. „Erfitt er að meta hver áhrif slíkrar mengunar eru á dýralíf og hvort þau vari lengi,“ segir í skýrslu Náttúrustofunnar. Ekki sé hægt að segja til um hvað áhrifanna gætir langt niður eftir ánni. Viðameiri athugun hefði þurft til að svara því hvort þeirra gæti í Hrafnkelu. „En það verður þó að teljast líklegt að einhverra áhrifa gæti þar miðað við hversu aurug áin er á sýnatökustöðum.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að nokkur olíumengun hafi verið í ánni í ágúst en ekkert sagt um það hvernig sú mengun hafi átt sér stað, hvers vegna eða hversu mikil hún hafi verið. Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur hjá Náttúrustofu Kópavogs, segir að gróskumikið líf sé í Hrafnkelu og því sé hugsanlegt að neikvæð áhrif frá Glúmsstaðadalsá nái niður í hana og hafi áhrif á lífríkið þar. Olíumengunin geti jafnvel haft áhrif á bleikjuna í Hrafnkelu en erfitt sé að segja um það. „Olía er ekki góð fyrir bleikjur eða aðrar lífverur,“ segir hann. Sigurður Aðalsteinsson, bóndi í Vaðbrekku, telur að olían komi frá bornum í göngunum og mengunin sé stormur í vatnsglasi. Gríðarlegt vatnsveður og aurskriða í sumar hafi haft meiri áhrif á Glúmsstaðadalsá en vatnið frá göngunum. Áin taki lit eftir því í hvernig bergi borinn sé að vinna. Borinn slái í gegn í nóvember og þá hætti rennslið í ána. Í skýrslunni er lagt til að sýni verði tekin úr ánni fimm árum eftir að framkvæmdum við aðgöngin er lokið til að kanna hvort vatnsrennsli og aur hafi áhrif til langframa.
Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira