Ekkert til að biðjast afsökunar á Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 21. október 2006 05:00 Ögmundur Jónasson er vaxandi stjórnmálamaður, stefnufastur, ötull og fylginn sér. En stundum vottar fyrir því, að hann sé helst til trúgjarn. T.d. hefur hann látið Þór Whitehead telja sér trú um það, að við Steingrímur Hermannsson, fv. forsætisráðherra, hefðum stundað njósnir um samráðherra okkar í ríkisstjórn Steingríms 1988-91. Það gerðum við Steingrímur að sönnu ekki og þurfum því ekki að biðjast afsökunar á því. Málið snýst um allt annað. Við fall Astur-Þýskalands hófst kapphlaup um að komast í skjalasafn STASI, ríkisleynilögreglu alþýðulýðveldisins. Þetta var víst mesta leyniþjónusta í heimi, að tiltölu við fólksfjölda. Talsverður hópur Íslendinga hafði stundað nám í lögregluríkinu og angar STASI teygðu sig víða. Vitað var að STASI hafði gengið hart að erlendum námsmönnum um að ganga í þeirra þjónustu. Við sameiningu Þýskalands tóku vesturþýsk stjórnvöld yfir ábyrgð á þrotabúi alþýðulýðveldisins, þ.m.t. á skjalasafni leynilögreglunnar. Það eina sem ég gerði, að höfðu samráði við forsætisráðherra, var að biðja íslenskan embættismann í fastanefndinni hjá NATO að fylgjast með því, hvort skjalasafnið geymdi einhverjar upplýsingar, sem Ísland varðaði. Forsætisráðherra kom það nefnilega við og lái honum hver sem vill. Við Steingrímur gátum því miður ekki beðið íslensku leyniþjónustuna um þetta viðvik, þar sem láðst hafði að upplýsa okkur um tilvist hennar. Hins vegar tóku ýmsir það upp hjá sjálfum sér að fara á vettvang og snuðra í safni STASI, þeirra á meðal Þór Whitehead. Og Ögmundur má trúa því, að Þór var ekki á vegum okkar Steingríms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson er vaxandi stjórnmálamaður, stefnufastur, ötull og fylginn sér. En stundum vottar fyrir því, að hann sé helst til trúgjarn. T.d. hefur hann látið Þór Whitehead telja sér trú um það, að við Steingrímur Hermannsson, fv. forsætisráðherra, hefðum stundað njósnir um samráðherra okkar í ríkisstjórn Steingríms 1988-91. Það gerðum við Steingrímur að sönnu ekki og þurfum því ekki að biðjast afsökunar á því. Málið snýst um allt annað. Við fall Astur-Þýskalands hófst kapphlaup um að komast í skjalasafn STASI, ríkisleynilögreglu alþýðulýðveldisins. Þetta var víst mesta leyniþjónusta í heimi, að tiltölu við fólksfjölda. Talsverður hópur Íslendinga hafði stundað nám í lögregluríkinu og angar STASI teygðu sig víða. Vitað var að STASI hafði gengið hart að erlendum námsmönnum um að ganga í þeirra þjónustu. Við sameiningu Þýskalands tóku vesturþýsk stjórnvöld yfir ábyrgð á þrotabúi alþýðulýðveldisins, þ.m.t. á skjalasafni leynilögreglunnar. Það eina sem ég gerði, að höfðu samráði við forsætisráðherra, var að biðja íslenskan embættismann í fastanefndinni hjá NATO að fylgjast með því, hvort skjalasafnið geymdi einhverjar upplýsingar, sem Ísland varðaði. Forsætisráðherra kom það nefnilega við og lái honum hver sem vill. Við Steingrímur gátum því miður ekki beðið íslensku leyniþjónustuna um þetta viðvik, þar sem láðst hafði að upplýsa okkur um tilvist hennar. Hins vegar tóku ýmsir það upp hjá sjálfum sér að fara á vettvang og snuðra í safni STASI, þeirra á meðal Þór Whitehead. Og Ögmundur má trúa því, að Þór var ekki á vegum okkar Steingríms.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar