Þeir eiga að biðja Svavar Gestsson afsökunar Ögmundur Jónasson skrifar 20. október 2006 05:00 Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1988-1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjónustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins. Þór Whitehead byggir frásögn sína á skriflegum heimildum Róberts Trausta Árnasonar sem á þessum tíma var vara-fastafulltrúi Íslands hjá NATÓ en hann var beðinn um að gangast fyrir um þessa eftirgrennslan. Það hafi hann að eigin sögn gert þótt hann hafi verið „tregur til verksins" því hann hafi ekki fengið að vita hvernig ráðherrarnir „myndu nota hugsanlegar upplýsingar". Hann hafi engu að síður sinnt þessari beiðni og leitað til vestur-þýsku leyniþjónustunnar og hinnar bandarísku. „Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI," segir í frásögn Róberts Trausta. Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir hafi tekið sérstaklega fram að ekkert mætti fréttast um þetta til forstöðumanns íslenska útlendingaeftirlitsins sem annaðist öryggisþjónustu á vegum lögreglu og dómsmálaráðuneytis um þetta leyti. Ekki ætla ég að rekja grein Þórs Whiteheads og frásögn Róberts Trausta í þaula að öðru leyti en því að frá því er skemmst að segja að Róbert Trausti fékk kuldalegar viðtökur hjá fyrrnefndum leyniþjónustumönnum sem hefðu engin skjöl viljað láta af hendi en „það eitt staðfesti að STASI hefði enga íslenska trúnaðarmenn á sínum snærum og hefði aldrei haft. Þetta vissi íslenska öryggisþjónustan mætavel". Fram kemur að nokkru síðar hefði Róbert Trausti fengið ítarlegri svör frá vestur-þýsku leyniþjónustunni þar sem skýrt var frá því að rannsóknir hefðu leitt í ljós að að austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi hafi „ekkert [orðið] ágengt í því að ráða sér íslenska erindreka til starfa á Íslandi hvorki á meðal íslenskra námsmanna né annarra". Þór Whitehead kveðst hafa leitað eftir mati á þessum staðhæfingum hjá „heimildarmanni úr íslensku öryggisþjónustunni" sem hafi sagt að þetta væri „á þá leið", sem „öryggisþjónustan sjálf" hefði talið líklegasta! Bíðum við, „öryggisþjónustan sjálf"!! Hér er vísað til íslenskrar öryggisþjónustu, sem virðist hafa verið rekin með leynd í landinu. Það bíður betri tíma að fjalla um hana. Hitt getur ekki beðið að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson biðji Svavar Gestsson formlega og opinberlega afsökunar á framferði sínu gagnvart honum. Þetta ber þeim að gera sem fyrrverandi fulltrúar þjóðarinnar í ríkisstjórn landsins. Þá hljóta þeir að þurfa að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa leitað á náðir erlendrar leyniþjónustu í stað þess að snúa sér til innlendra lögregluyfirvalda, hafi þeir haft grunsemdir um alvarlegan glæp á borð við landráð! Hitt hljóta þeir svo að eiga við sjálfa sig hvernig þeir geti réttlætt það að hafa setið í nánu samstarfi með mönnum sem þeir fóru á bak við með þessum hætti. Hafi það verið rétt að einvörðungu hafi verið um einhvers konar formlegheit að ræða hljóta þeir að þurfa að svara því hvers vegna þeir sögðu ekki félaga sínum í ríkisstjórn frá því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1988-1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjónustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins. Þór Whitehead byggir frásögn sína á skriflegum heimildum Róberts Trausta Árnasonar sem á þessum tíma var vara-fastafulltrúi Íslands hjá NATÓ en hann var beðinn um að gangast fyrir um þessa eftirgrennslan. Það hafi hann að eigin sögn gert þótt hann hafi verið „tregur til verksins" því hann hafi ekki fengið að vita hvernig ráðherrarnir „myndu nota hugsanlegar upplýsingar". Hann hafi engu að síður sinnt þessari beiðni og leitað til vestur-þýsku leyniþjónustunnar og hinnar bandarísku. „Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI," segir í frásögn Róberts Trausta. Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir hafi tekið sérstaklega fram að ekkert mætti fréttast um þetta til forstöðumanns íslenska útlendingaeftirlitsins sem annaðist öryggisþjónustu á vegum lögreglu og dómsmálaráðuneytis um þetta leyti. Ekki ætla ég að rekja grein Þórs Whiteheads og frásögn Róberts Trausta í þaula að öðru leyti en því að frá því er skemmst að segja að Róbert Trausti fékk kuldalegar viðtökur hjá fyrrnefndum leyniþjónustumönnum sem hefðu engin skjöl viljað láta af hendi en „það eitt staðfesti að STASI hefði enga íslenska trúnaðarmenn á sínum snærum og hefði aldrei haft. Þetta vissi íslenska öryggisþjónustan mætavel". Fram kemur að nokkru síðar hefði Róbert Trausti fengið ítarlegri svör frá vestur-þýsku leyniþjónustunni þar sem skýrt var frá því að rannsóknir hefðu leitt í ljós að að austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi hafi „ekkert [orðið] ágengt í því að ráða sér íslenska erindreka til starfa á Íslandi hvorki á meðal íslenskra námsmanna né annarra". Þór Whitehead kveðst hafa leitað eftir mati á þessum staðhæfingum hjá „heimildarmanni úr íslensku öryggisþjónustunni" sem hafi sagt að þetta væri „á þá leið", sem „öryggisþjónustan sjálf" hefði talið líklegasta! Bíðum við, „öryggisþjónustan sjálf"!! Hér er vísað til íslenskrar öryggisþjónustu, sem virðist hafa verið rekin með leynd í landinu. Það bíður betri tíma að fjalla um hana. Hitt getur ekki beðið að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson biðji Svavar Gestsson formlega og opinberlega afsökunar á framferði sínu gagnvart honum. Þetta ber þeim að gera sem fyrrverandi fulltrúar þjóðarinnar í ríkisstjórn landsins. Þá hljóta þeir að þurfa að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa leitað á náðir erlendrar leyniþjónustu í stað þess að snúa sér til innlendra lögregluyfirvalda, hafi þeir haft grunsemdir um alvarlegan glæp á borð við landráð! Hitt hljóta þeir svo að eiga við sjálfa sig hvernig þeir geti réttlætt það að hafa setið í nánu samstarfi með mönnum sem þeir fóru á bak við með þessum hætti. Hafi það verið rétt að einvörðungu hafi verið um einhvers konar formlegheit að ræða hljóta þeir að þurfa að svara því hvers vegna þeir sögðu ekki félaga sínum í ríkisstjórn frá því?
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun