FL selur öll bréf sín í Icelandair Group 17. október 2006 06:00 Fljúga hvor sína leið Hannes Smárason og félagar hans í FL Group yfirgefa nú hluthafahóp Icelandair. Jón Karl Ólafsson forstjóri heldur fluginu áfram með nýja áhöfn í hluthafahópnum. FL Group hefur selt allt hlutafé sitt í Icelandair Group að lokinni áreiðanleikakönnun á Icelandair. Tveir þriðju hlutar hlutafjár voru seldir til fjárfesta, starfsfólks og stjórnenda fyrir milligöngu Glitnis. Það sem eftir stendur verður selt til fagfjárfesta og almennings í hlutafjárútboði á næstunni í tengslum við skráningu Icelandair í Kauphöll Íslands. Tryggir Glitnir sölu á því hlutafé Icelandair sem enn er óráðstafað en áætlað er að skráning fari fram á næstunni. Þrír fjárfestahópar kaupa helming hlutafjár í Icelandair en þeir eru: Langflug, Naust og Blue-Sky Transport. Fyrstnefnda félagið, sem er að mestu leyti í eigu Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, tekur um 32 prósenta hlut. Naust kaupir 11,1 prósent en fyrir því fara eigendur Bílanausts og Olíufélagsins þar sem stærsti hluthafinn er Benedikt Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins og Sjóvá-Almennra. Blue-Sky Transport Holding eignast 7,4 prósenta hlut en það er að stærstum hluta í eigu Ómars Benediktssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íslandsflugs. Finnur Ingólfsson, starfandi stjórnarformaður VÍS, verður líklega næsti stjórnarformaður Icelandair Group, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Starfsmönnum og lykilstjórnendum Icelandair verður boðið að kaupa alls átta prósent hlutafjár en þar að auki hafa aðrir fjárfestar tryggt sér um átta prósent. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er afar sáttur við söluna sem hann segir að hafi gengið hratt og örugglega fyrir sig. Þetta er rökrétt framhald fyrir okkur og við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur um skráningu og sölu Icelandair. Við horfum til þess að styrkja okkur innan þeirra sviða sem við höfum verið að fjárfesta í. Áætlaður hagnaður FL af sölunni eru um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group og eykst handbært fé fjárfestingafélagsins um 35 milljarða króna. Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
FL Group hefur selt allt hlutafé sitt í Icelandair Group að lokinni áreiðanleikakönnun á Icelandair. Tveir þriðju hlutar hlutafjár voru seldir til fjárfesta, starfsfólks og stjórnenda fyrir milligöngu Glitnis. Það sem eftir stendur verður selt til fagfjárfesta og almennings í hlutafjárútboði á næstunni í tengslum við skráningu Icelandair í Kauphöll Íslands. Tryggir Glitnir sölu á því hlutafé Icelandair sem enn er óráðstafað en áætlað er að skráning fari fram á næstunni. Þrír fjárfestahópar kaupa helming hlutafjár í Icelandair en þeir eru: Langflug, Naust og Blue-Sky Transport. Fyrstnefnda félagið, sem er að mestu leyti í eigu Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, tekur um 32 prósenta hlut. Naust kaupir 11,1 prósent en fyrir því fara eigendur Bílanausts og Olíufélagsins þar sem stærsti hluthafinn er Benedikt Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins og Sjóvá-Almennra. Blue-Sky Transport Holding eignast 7,4 prósenta hlut en það er að stærstum hluta í eigu Ómars Benediktssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íslandsflugs. Finnur Ingólfsson, starfandi stjórnarformaður VÍS, verður líklega næsti stjórnarformaður Icelandair Group, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Starfsmönnum og lykilstjórnendum Icelandair verður boðið að kaupa alls átta prósent hlutafjár en þar að auki hafa aðrir fjárfestar tryggt sér um átta prósent. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er afar sáttur við söluna sem hann segir að hafi gengið hratt og örugglega fyrir sig. Þetta er rökrétt framhald fyrir okkur og við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur um skráningu og sölu Icelandair. Við horfum til þess að styrkja okkur innan þeirra sviða sem við höfum verið að fjárfesta í. Áætlaður hagnaður FL af sölunni eru um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group og eykst handbært fé fjárfestingafélagsins um 35 milljarða króna.
Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira