Skagamenn rannsaka málið 17. október 2006 07:00 Árni Páll Árnason Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, Árni Páll Árnason, segist hafa verið varaður við símhlerunum. Málið hefur verið tekið upp hjá embætti Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að embætti lögreglustjórans á Akranesi annist rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Ólafur Þór Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, segir að ósk ríkissaksóknara sé alveg nýtilkomin og ómögulegt sé að segja til um hvað hún verði tímafrek eða heimti mikinn mannskap. Hann hafi bara verið beðinn um að leggja til mannskap og eigi von á því að funda fljótlega með ríkissaksóknara. Þá verði farið yfir verkefnið og reynt að greina hvar eigi að bera niður. Bæði Jón Baldvin og Árni Páll hafa sagt að þeir hafi verið varaðir við því að símar þeirra væru hleraðir þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Það á eftir að sannfæra mig um það að í réttarríki eigi lögregla að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin og telur að þingið hefði átt að rísa upp og skipa rannsóknarnefnd. Fyrir liggur vottfestur og skjalfestur vitnisburður um að sími Jóns Baldvins hafi verið hleraður. Ég má teljast heppinn að vandaður og rammheiðarlegur starfsmaður Símans gaf sig sjálfviljugur fram af því að honum ofbauð málflutningur fyrrverandi forsætisráðherra í málinu, segir hann. Lögreglan getur aldrei rannsakað þetta mál með trúverðugum hætti. Þessi rannsókn er ekki til þess fallin að leiða neitt í ljós í þessu máli, segir Árni Páll Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Ef rannsóknin leiðir eitthvað í ljós þá finnast kannski einn til tveir tæknimenn sem væntanlega verða gerðir að blórabögglum. Hvorki náðist í Boga Nilsson ríkissaksóknara né Ragnheiði Harðardóttur vararíkissaksóknara í gærkvöld. Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að embætti lögreglustjórans á Akranesi annist rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Ólafur Þór Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, segir að ósk ríkissaksóknara sé alveg nýtilkomin og ómögulegt sé að segja til um hvað hún verði tímafrek eða heimti mikinn mannskap. Hann hafi bara verið beðinn um að leggja til mannskap og eigi von á því að funda fljótlega með ríkissaksóknara. Þá verði farið yfir verkefnið og reynt að greina hvar eigi að bera niður. Bæði Jón Baldvin og Árni Páll hafa sagt að þeir hafi verið varaðir við því að símar þeirra væru hleraðir þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Það á eftir að sannfæra mig um það að í réttarríki eigi lögregla að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin og telur að þingið hefði átt að rísa upp og skipa rannsóknarnefnd. Fyrir liggur vottfestur og skjalfestur vitnisburður um að sími Jóns Baldvins hafi verið hleraður. Ég má teljast heppinn að vandaður og rammheiðarlegur starfsmaður Símans gaf sig sjálfviljugur fram af því að honum ofbauð málflutningur fyrrverandi forsætisráðherra í málinu, segir hann. Lögreglan getur aldrei rannsakað þetta mál með trúverðugum hætti. Þessi rannsókn er ekki til þess fallin að leiða neitt í ljós í þessu máli, segir Árni Páll Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Ef rannsóknin leiðir eitthvað í ljós þá finnast kannski einn til tveir tæknimenn sem væntanlega verða gerðir að blórabögglum. Hvorki náðist í Boga Nilsson ríkissaksóknara né Ragnheiði Harðardóttur vararíkissaksóknara í gærkvöld.
Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira